Tröllaskagi
Tröllaskagi er gríðarmikið fjalllendi, allt að 120 km langt og 60 km breitt, milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Tröllaskagi nýtur vaxandi vinsælda sem útivistarsvæði, bæði gangandi og ríðandi ferðamanna og ekki síst sem vetrarparadís.
Margir tindar á Tröllaskaga ná yfir 1200 m.y.s., en hæst er Kerling (1538 m). Nokkrir litlir jöklar eru einnig í fjöllum og dölum. Margar fornfrægar gönguleiðir eru yfir Tröllaskaga, s.s. Heljardalsheiði, Hjaltadalsheiði, Hólamannavegur, Svarfdælaleið og Tungnahryggsleið.
Tröllaskagi - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands