Local Food - Matarhátíð á Norðurlandi

Sveitasetrið Gauksmýri

Á Gauksmýri er rekin ferðaþjónusta með áherslu á náttúru- og hestatengda ferðaþjónustu. Þar er boðið upp á uppbúin rúm í eins og tveggja manna herbergjum með eða án baðs.
Herbergin með baði eru 20 talsins og voru tekin í notkun sumarið 2006. Þau eru öll nema tvö á annarri hæð gistihússins. Herbergin án baðs eru 8 og eru þau með handlaug og sameiginlegu baðherbergi. Þráðlaust frítt net er í húsinu.

Sveitasetrið Gauksmýri bíður einnig upp á hestasýningar allt árið um kring. Þar er íslenski hesturinn kynntur fyrir gestum.
Áhorfendapallar taka allt að 80 manns í sæti.

Í Notalegu umhverfi Sveitasetursins gefst gestum okkar kostur á að upplifa bæði fugla og hesta í sínu náttúrulega umhverfi. Gauksmýrartjörn er endurheimt votlendi staðsett neðan við bæinn. Þar má finna fjölbreytt fuglalíf ásamt fuglaskoðunarhúsi með kíki og fuglabókum. Á Sveitasetrinu Gauksmýri er einnig hægt að fara á hestbak. Hestaleigan er opin allt árið. Farnar eru fjórar ferðir á dag frá 15.maí - 15.september , eins og hálfstíma til þriggja tíma ferðir. Á veturna eru hestaferðirnar hins vegar tímasettar eftir samkomulagi. Tekið skal fram að knapar þurfa ekki að hafa neina reynslu í hestamennsku til að fara á hestbak.

Maturinn á Gauksmýri er annálaður fyrir bragðgæði og hollustu. Lögð er áhersla á að bjóða gestum upp á sem hreinasta hollustu afurð. Mest allt brauð er heimabakað.

Setrið er lokað frá 22. desember - 4. janúar.

5995e40a33bd0a3ac1ebb06af5b635d9
Sveitasetrið Gauksmýri

Gauksmýri

GPS punktar N65° 20' 52.091" W20° 48' 20.862"
Sími

451-2927

Fax

451-3427

Vefsíða www.gauksmyri.is
Opnunartími Allt árið
Þjónusta Hestaferðir Fundaraðstaða Reykingar bannaðar Gönguleið Heimilisveitingar Fuglaskoðun Hótel / gistiheimili Aðgangur að interneti Handverk til sölu Tekið við greiðslukortum Bar

Sveitasetrið Gauksmýri - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Gistihúsið Neðra-Vatnshorn
Bændagisting
 • Línakradalur
 • 531 Hvammstangi
 • 451-2928, 866-7297
Ármann Pétursson
Dagsferðir
 • Neðri-Torfustaðir
 • 531 Hvammstangi
 • 894-8807
Sundlaugin Laugarbakka
Sundlaugar
 • Laugarbakki
 • 530 Hvammstangi
 • 451-2987
Náttúra
12.54 km
Kolugljúfur

Þegar ekið er fram Víðidal kemur maður að Kolugili sem stendur við Víðidalsá. Rétt neðan við bæinn rennur áin friðsæl niður í stórbrotið gljúfur sem heitir Kolugljúfur og þar eru fossar sem kenndir eru við tröllkonuna Kolu og heita Kolufossar.

Það er afar áhrifamikið að ganga út á útsýnispallinn við gljúfrið og sjá hina friðsælu á steypast fram í svo mikilfenglegum fossum. Sýn sem lætur engan ósnortinn.

Saga og menning
15.14 km
Bjarg í Miðfirði

Bjarg í Miðfirði er fæðingarstaður Grettis sterka Ásmundarsonar en hann fæddist í lok 10. aldar og sagan segir að hann hafi manna lengst verið í útlegð á Íslandi eða í 19 ár alls. Grettissaga er ein af perlum íslenskra bókmennta og hefur lifað í gegnum aldirnar á skinnhandritum og í frásögnum sögumanna, þá hefur sagan verið uppspretta ótal hugmynda listamanna og rithöfunda. Sagan um Gretti sterka verður sýnileg við Grettisból á Laugarbakka, en þar er verið að byggja upp leikvang með áherslu á hreysti og hæfni, aflraunir með þátttöku gesta, allt í anda frægðarsagna íslenskra fornkappa.
Frá árinu 1996 hafa verið haldnar árlega Grettishátíðir á slóðum Grettis með sérstakri menningardagskrá. Leiðsögn er um fæðingarstað Grettis að Bjargi og saga hans rakin. Einnig er keppt í aflraunum þar sem tekist er á við hin ýmsu "Grettistök".
Nánari upplýsingar um Grettishátíðina.

Saga og menning
9.86 km
Selasetur Íslands

Selasetur Íslands er staðsett í hinu sögufræga og glæsilega húsi VSP á Hvammstanga. Þar eru fræðslu sýningar um seli og hægt að kynna sér meðal annars lífshætti sela, selaveiðar og nýting selaafurða og þjóðsögur um seli.

Setrið gegnir einnig hlutverki almennrar upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn. Þar geta ferðamenn fengið upplýsingar um athyglisverða áfangastaði og afþreyingu í Húnaþingi. Þar eru einnig seldir minjagripir og handverk úr héraði.

Náttúra
22.05 km
Borgarvirki

Borgarvirki á Vatnsnesi er klettaborg úr 10-15 metra háu stuðlabergi. Virkið er gosstapi og tilgáta er um að þar hafi verið héraðsvirki og barist til forna. Á Borgarvirki er útsýnisskífa og þar er mjög víðsýnt yfir stóran hluta héraðsins.

Einstakt náttúrufyrirbæri, endurbætt af mönnum fyrr á öldum.

Aðrir

Bóka- og héraðsskjalasafn Húnaþings vestra
Bóka- og skjalasöfn
 • Höfðabraut 6
 • 530 Hvammstangi
 • 451-2607
Leirhús Grétu
Sýningar
 • Litli-Ós
 • 531 Hvammstangi
 • 451-2482, 894-5591
Verslunarminjasafn Bardúsa
Sýningar
 • Brekkugata 4
 • 530 Hvammstangi
 • 451-2747
Bænahúsið á Gröf
Söfn
 • Skagafjörður
 • 566 Hofsós
 • 453-8373

Aðrir

Jörfi
Beint frá býli
 • Jörfi
 • 531 Hvammstangi
 • 451-2868
Kaffi Síróp
Veitingahús
 • Norðurbraut 1
 • 530 Hvammstangi
 • 451 2266
Hlaðan
Veitingahús
 • Brekkugata 2
 • 530 Hvammstangi
 • 451-1110, 863-7339
Söluskálinn /sjoppan
Veitingahús
 • Hvammstangabraut 40
 • 530 Hvammstangi
 • 451-2465
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)