Lífsmótun

Við tjaldsvæðin er þjónustuhúsnæði með snyrtingum og sturtum en uppvöskunaraðstaða er á gafli hússins, undir þakskyggni. Gestir eru hvattir til að flokka allt rusl og aðstaða til seirulosunar er á staðnum. Upplýsingatafla með helstu afþreyingu í nágrenninu og opnunartíma verslana og sundlauga er utan á þjónustuhúsi.
Lífsmótun vill að tjaldsvæðið sé staður þar sem kyrrð sveitarinnar fær að njóta sín - og það eina sem má rjúfa hana er heilbrigður leikur og hlátrasköll barna að leik.

Til að komast á tjaldsvæðið er beygt heim að Laugum af þjóðvegi 1 í Reykjadal á veg 846. Þegar komið er yfir brúna er beygt til hægri, suðurfyrir sundlaugina. Í miðri brekku upp úr dalbotninum að austanverðu er svo aftur beygt til suðurs (hægri) á ómerktan malarveg sem liggur fram (inn) dalinn og hann ekinn til enda (2 km). þar er Hjalli og Tjaldsvæði Lífsmótunar.

Opnunartími

Opið allt árið

Lífsmótun

Hjalli

GPS punktar N65° 42' 5.296" W17° 21' 2.438"
Sími

864-8790

Vefsíða www.lifsmotun.is
Opnunartími Allt árið
Þjónusta Losun skólptanka Hundar leyfðir Almenningssalerni Gönguleið Tjaldsvæði Hjólhýsasvæði Aðgangur að interneti Sturta Leikvöllur

Lífsmótun - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Gistihúsið Staðarhóli
Gistiheimili
  • Staðarhóll, Aðaldalur
  • 641 Húsavík
  • 464-3707
Náttúra
15.73 km
Goðafoss

Goðafoss er foss í Skjálfandafljóti í Bárðadal. Hann er 12 metra hár og 30 metra breiður í 4 meginhlutum. Goðafoss er meðal stærstu fossa landsins og er jafnframt talinn einn sá fallegasti. Goðafoss skartar sínu fegursta allan ársins hring.

Klettar á skeifulaga fossbrúninni greina Goðafoss í tvo meginfossa sem eru 9 og 17 metra háir og steypast fram af hraunhellunni skáhalt á móti hvor öðrum.
Goðafoss er einungis spölkorn frá þjóðvegi 1, vel merktur og ætti varla að fara fram hjá nokkrum sem þarna á leið um. Fyrir þeim sem koma að austan blasir hann við þegar ekið er ofan af Fljótsheiði.

Aðrir

Fosshóll við Goðafoss
Gistiheimili
  • Fosshóll
  • 641 Húsavík
  • 464-3108
Gistihúsið Staðarhóli
Gistiheimili
  • Staðarhóll, Aðaldalur
  • 641 Húsavík
  • 464-3707
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)
Local Food - Matarhátíð á Norðurlandi