Local Food - Matarhátíð á Norðurlandi

Rjúpa Guesthouse

Gistiheimilið Rjúpa.

Ertu að leita að ró og næði ? Verið hjartanlega velkomin í kyrrð og skjólsælt umhverfi þar sem birkið angar og rjúpan ropar.

Rjúpa Guesthouse er 13 km frá Akureyri við bæinn Hróarsstaði við veg 833, 5 km frá vegi 1, staðsett gegnt stærsta birkiskógi landsins, Vaglaskógi. Einnig er tjaldsvæðið Systragil í landi Hróarsstaða. Fjölbreyttar gönguleiðir liggja frá gistiheimilinu.
Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval herbergja, sem henta einstaklingum, pörum, fjölskyldum og hópum. Herbergin eru með handlaug, stól, fataskáp, náttborði, uppábúnum rúmum og handklæðum. Tvenn salerni eru í húsinu og annað með rúmgóðri sturtu.

Morgunmatur er innfalinn, lögð er áhersla á að hafa heimabakað brauð, álegg og sultu. Fullbúið eldhús með borðkrók og sjónvarpi er til afnota fyrir gest.i Aðgangur að þvottavél og þurrkara. Gjaldfrjálst internet og rúmgóð bílastæði. Hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla.

Rjúpa Guesthouse er miðsvæðis á Norðurlandi. Stutt er í 9 holu golfvöll, Lundsvöllur (3 km), Goðafoss (25 km), Akureyri (13 km) Húsavík (65 km) og Mývatnssveit (65 km).

Rjúpa Guesthouse

Hróarsstaðir

GPS punktar N65° 42' 35.008" W17° 54' 6.683"
Sími

8602213

Gisting 5 Herbergi / 9 Rúm
Opnunartími Allt árið
Þjónusta Hestaferðir Gönguleið Hótel / gistiheimili Bensínstöð Veitingastaður Tjaldsvæði Sundlaug Eldunaraðstaða Aðgangur að interneti Þvottavél Golfvöllur Kjörbúð Handverk til sölu Húsdýragarður Leikvöllur
Flokkar Heimagisting

Rjúpa Guesthouse - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Golfklúbburinn Lundur
Golfvellir
 • Fnjóskadalur
 • 601 Akureyri
Borgarbíó
Fjölskyldu- og skemmtigarðar
 • Hólabraut 12
 • 600 Akureyri
 • 462-3500
B&B Sólheimar 9 ehf / natureguide.is
Gistiheimili
 • Sólheimar 9, Svalbarðsströnd
 • 601 Akureyri
 • 662-3762, 663-2650
Akureyri Walk & Visit
Ferðasali dagsferða
 • Álfabyggð 6
 • 600 Akureyri
 • 623-9595
Hótel Edda Stórutjarnir
Hótel
 • Stórutjarnir/Ljósavatnssk.
 • 601 Akureyri
 • 444-4890
Paddle North Iceland
Ferðasali dagsferða
 • Steinahlíð 3H
 • 603 Akureyri
 • 696-4044
600 Norður sf.
Ferðasali dagsferða
 • Heiðarlundur 6a
 • 600 Akureyri
 • 659-6758
Saga og menning
23.43 km
Safnasafnið

Safnasafnið annast fjölbreytt menningarstarf sem eitt af þremur mikilvægustu listasöfnum þjóðarinnar; í vörslu þess eru um 4.200 verk, búin til af ýmsu tilefni á 40 ára tímabili, einnig þúsundir gripa sem settir eru upp í sérdeildum og notaðir á sýningum til að skerpa myndhugsun gesta og fá þá til að sjá hlutina í nýju og víðara samhengi.
Safnasafnið er í stöðugri endurskoðun og sjálfsgagnrýni og tekur á sig skarpari mynd með hverju árinu sem líður; sú hugsun er ríkjandi að það eigi að höfða til barnsins í manninum jafnt sem barnanna sjálfra, efla í leik og starfi þau gildi sem ráða við sköpun listar, s.s. hreina sýn, sjálfsprottna framsetningu, móttækileik, undrun, kímni, saklausa frásögn og tjáningu.

Safnasafnið er með 3 grunndeildir og setur upp 12-16 nýjar sýningar á hverju ári til að viðhalda áhuga almennings og kynna þá ríku arfleifð sem það hýsir. Í safninu er sumarkaffihús og lítil verslun, fjölbreytt fræðslubókasafn og 67 m2 Lista- og fræðimannsíbúð sem stendur ferðafólki til boða á sumrin.
Safnasafnið er með öfluga vefsíðu, www.safnasafnid.is, sem gegnir m.a. hlutverki gagnabanka um starfsemi safna almennt, og á tenglinum Vefsýningar er ýmislegt efni kynnt gestum til fróðleiks og skemmtunar. Gestgjafar eru Níels Hafstein og Magnhildur Sigurðardóttir.

Opnunartími: Í júní, júlí og til 15.ágúst er opið frá 10-18. Frá 15.ágúst til 1.júní er opið frá 14-17

Náttúra
23.46 km
Goðafoss

Goðafoss er foss í Skjálfandafljóti í Bárðadal. Hann er 12 metra hár og 30 metra breiður í 4 meginhlutum. Goðafoss er meðal stærstu fossa landsins og er jafnframt talinn einn sá fallegasti. Goðafoss skartar sínu fegursta allan ársins hring.

Klettar á skeifulaga fossbrúninni greina Goðafoss í tvo meginfossa sem eru 9 og 17 metra háir og steypast fram af hraunhellunni skáhalt á móti hvor öðrum.
Goðafoss er einungis spölkorn frá þjóðvegi 1, vel merktur og ætti varla að fara fram hjá nokkrum sem þarna á leið um. Fyrir þeim sem koma að austan blasir hann við þegar ekið er ofan af Fljótsheiði.

Aðrir

Eyrin Restaurant
Veitingahús
 • Hof
 • 600 Akureyri
 • 460-0660
Freyvangsleikhúsið
Kaffihús
 • Freyvangur
 • 601 Akureyri
Lemon
Veitingahús
 • Ráðhústorg 1
 • 600 Akureyri
 • 462 5552
Verksmiðjan Restaurant
Veitingahús
 • Glerártorg
 • 600 Akureyri
 • 555-4055
Gil kaffihús
Kaffihús
 • Kaupvangsstræti
 • 600 Akureyri
Fosshóll við Goðafoss
Gistiheimili
 • Fosshóll
 • 641 Húsavík
 • 464-3108
Axelsbakarí
Kaffihús
 • Hvannavellir 14
 • 600 Akureyri
 • 4614010
Hótel Edda Stórutjarnir
Hótel
 • Stórutjarnir/Ljósavatnssk.
 • 601 Akureyri
 • 444-4890
Grillstofan
Veitingahús
 • Kaupvangsstræti 23
 • 600 Akureyri
 • 461-3005
Lemon
Veitingahús
 • Glerárgata 32
 • 600 Akureyri
 • 462-5552
Centrum Kitchen & Bar
Veitingahús
 • Hafnarstræti 102
 • 600 Akureyri
 • 666-6078
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)