Local Food - Matarhátíð á Norðurlandi

Samgönguminjasafn Skagafjarðar

Samgöngusafnið í Stóragerði var stofnað af Gunnari Kr. Þórðarsyni ásamt eiginkonu hans Sólveigu Jónasdóttur þann 26. júní árið 2004. Gunnar var menntaður bifvélavirkjameistari og Sólveig er grunnskólakennari. Gunnar var með brennandi áhuga á samgönguminjum og frá unga aldri safnaði hann sjálfur stórum hluta sýningargripanna. Gunnar gerði upp bæði bíla og vélar en til að varðveislan væri sem best þurfti að byggja skemmu og var því lítið annað í stöðunni en að opna þetta glæsilega safn fyrir gesti og gangandi. Fyrst var safnið um 600 fm salur með lítilli gestamóttöku. Á nokkrum árum var umfangið á safninu orðið það mikið að stækka þurfti salinn um 800 fm ásamt gestamóttökunni, byrjað var á því haustið 2010 og var full klárað fyrir sumarið 2013. Í dag eru um 100 tæki til sýnis í salnum og má þar nefna bíla, rútur, mótorhjól, snjósleða, búvélar, flugþyt og ekki má gleyma öllu því smádóti sem tengist samgöngusögu Íslendinga. Fyrir utan safnið og í kringum það má svo áætla að séu í kringum 200-250 bílar og tæki í misgóðu ásigkomulagi sem flestum gestum okkar þykir ótrúlega gaman að skoða. Verkstæði safnsins stendur sunnan við safnið og er öll uppgerð á bílum og tækjum unnin þar.

Formleg opnun safnsins er frá 1. júní til 30. september og er opið alla daga vikunnar frá 11-18. Aðsókn á safnið hefur farið ört vaxandi seinustu árin og eru íslendingar mjög duglegir að sækja safnið heim. En síðustu tvö árin hafa erlendir ferðamenn sótt safnið í auknu mæli þá sérstaklega frá Þýskalandi, Austurríki og Hollandi.
Við tökum á móti hópum eftir samkomulagi bæði fyrir og eftir að formlegri opnun safnsins líkur. Á vorin hafa skólahópar alls staðar af landinu verið mjög duglegir að heimsækja okkur og verið mjög ánægðir. Þá hafa eldriborgarar einnig verið duglegir að koma og gaman að sjá hvað lifnar yfir fólki þegar það sér bíla/tæki sem vekja upp gamlar minningar. Óvissuferðir fyrir starfsmenn fyrirtækja eru alltaf að verða vinsælli og hafa nokkrir skemmtilegir hópar komið við hjá okkur.
Aðstaðan til að taka á móti stórum hópum jókst til muna þegar aðtöðuhúsið stækkaði árið 2013 og er gaman að segja frá því að salurinn tekur allt að 70 manns í sæti. Þá höfum við verið að leigja hann út fyrir allskonar tilefni og reynst mjög vel. Sumarið 2015 byrjuðum við að halda kaffihlaðborð í salnum og tókst vonum framar. Þau eru núna fastur liður í starfsemi safnsins yfir sumartímann.

Samgönguminjasafn Skagafjarðar

Stóra Gerði

GPS punktar N65° 48' 28.134" W19° 18' 31.558"
Opnunartími Allt árið
Flokkar Söfn , Sýningar

Samgönguminjasafn Skagafjarðar - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Lynghorse
Dagsferðir
 • Lynghóll
 • 551 Sauðárkrókur
 • 868-7224
Ferðaþjónustan á Hólum
Hótel
 • Hjaltadalur
 • 551 Sauðárkrókur
 • 455-6333
Lifandi leiðsögn
Ferðasali dagsferða
 • Skagfirðingabraut 35
 • 550 Sauðárkrókur
 • 899-3551
Bjórsetur Íslands
Matarupplifun
 • Hólar
 • 551 Sauðárkrókur
 • -
Bændagistingin Hofsstöðum
Bændagisting
 • Hofsstaðir
 • 551 Sauðárkrókur
 • 453-6555, 898-6665, 849-6655
Á Sturlungaslóð
Sýningar
 • Frostastöðum
 • 560 Varmahlíð
 • 455 6161
Saga og menning
14.77 km
Hóladómkirkja

Hóladómkirkja er elsta steinkirkja á Íslandi. Kirkjan er byggð úr rauðum sandsteini úr fjallinu Hólabyrðu. Kirkjuna prýðir margt fallegra muna og reglulega er boðið upp á leiðsögn um hana.

Kirkjuturninn er 27 metra hár og stendur við hlið kirkjunnar. Hann var reistur á 400 ára dánarafmæli Jóns Arasonar, sem var hálshöggvinn ásamt sonum sínum árið 1550, en Jón var síðasti kaþólski biskupinn á Íslandi.

Náttúra
20.38 km
Borgarsandur

Austan við Sauðárkrók er falleg svört sandströnd. Auðvelt er að leggja bílnum við vesturenda strandarinnar og fara í göngutúr til að njóta útsýnisins yfir Skagafjörð. Auðveld ganga sem hentar öllum og skemmtilegt að týna gersemar sem finnast á ströndinni.

Aðrir

Safnahúsið
Söfn
 • Faxatorg
 • 550 Sauðárkrókur
 • 453-6640
Á Sturlungaslóð
Sýningar
 • Frostastöðum
 • 560 Varmahlíð
 • 455 6161
Puffin and Friends
Sýningar
 • Aðalgata 24
 • 550 Sauðárkrókur
 • 845-1590
Pakkhúsið
Söfn
 • Suðurbraut
 • 565 Hofsós
 • 530-2200, 453-7935
Ferðaþjónustan á Hólum
Hótel
 • Hjaltadalur
 • 551 Sauðárkrókur
 • 455-6333

Aðrir

N1 - Þjónustustöð Sauðárkrókur
Bensínstöð
 • Ártorg 4
 • 550 Sauðárkrókur
 • 455-7070
Veitingastofan Sólvík
Veitingahús
 • Sólvík
 • 565 Hofsós
 • 861-3463, 453-7930
Hard Wok Café
Veitingahús
 • Aðalgata 8
 • 551 Sauðárkrókur
 • 770-6368
Bláfell
Verslun
 • Skagfirðingabraut 29
 • 550 Sauðárkrókur
 • 453 6666, 860 2088
Sauðárkróksbakarí
Kaffihús
 • Aðalgata 5
 • 550 Sauðárkrókur
 • 455-5000
Ferðaþjónustan á Hólum
Hótel
 • Hjaltadalur
 • 551 Sauðárkrókur
 • 455-6333
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)