Local Food - Matarhátíð á Norðurlandi

Tjaldsvæðið Systragili

Verið hjartanlega velkomin í kyrrð og skjólsælt umhverfi þar sem birkið angar og rjúpan ropar.

Tjaldsvæðið Systragil er 13 km frá Akureyri í austurátt við bæinn Hróarsstaði við veg 833, fimm km frá þjóðvegi 1, staðsett gegnt stærsta birkiskógi landsins, Vaglaskógi. Einnig er gistiheimilið Rjúpa í landi Hróarsstaða. Á tjaldsvæðinu er gott aðgengi að rafmagni, upphituð klósett og rúmgóð sturta, aðstöðuhús þar sem hægt er að elda og matast og frítt internet.

Í næsta nágrenni er sundlaug og ferðamannabúð á Illugastöðum. Merktar gönguleiðir eru bæði í Vaglaskógi og upp með Systragili. Mikill gróður og lækurinn Systralækur. Í hlíðunum fyrir ofan tjaldstæðið eru melar og skóglendi og þar má finna mikið af berjum og sveppum.

Tjaldsvæðið Systragil er miðsvæðis á Norðurlandi. Stutt er í 9 holu golfvöll, Lundsvöllur (3 km), Goðafoss (25 km), Akureyri (13 km) Húsavík (65 km) og Mývatnssveit (65 km).
Akureyri (13 km), Laufás (20 km), Goðafoss (25 km), Húsavík (65 km) og Mývatnssveit (65 km).

Við bjóðum upp á svefnpokagistingu í gistiheimilinu Rjúpan "Rjúpa Guesthouse" í aðeins 500 m fjarlægð.

Tjaldsvæðið Systragili

Hróarsstöðum, Fnjóskadal

GPS punktar N65° 42' 24.487" W17° 53' 53.876"
Sími

860-2213

Vefsíða www.systragil.is
Opnunartími 01/06 - 01/11
Þjónusta Losun skólptanka Hundar leyfðir Almenningssalerni Gönguleið Sorpílát Veitingastaður Hjólhýsasvæði Sundlaug Eldunaraðstaða Aðgangur að interneti Þvottavél Sturta Golfvöllur Ferðamannaverslun Húsdýragarður Leikvöllur
Flokkar Tjaldsvæði

Tjaldsvæðið Systragili - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Borgarbíó
Fjölskyldu- og skemmtigarðar
 • Hólabraut 12
 • 600 Akureyri
 • 462-3500
B&B Sólheimar 9 / natureguide.is
Gistiheimili
 • Sólheimar 9, Svalbarðsströnd
 • 606 Akureyri
 • 662-3762, 663-2650
600 Norður sf.
Ferðasali dagsferða
 • Heiðarlundur 6a
 • 600 Akureyri
 • 659-6758
Paddle North Iceland
Ferðasali dagsferða
 • Steinahlíð 3H
 • 603 Akureyri
 • 696-4044
JS bus
Ferðasali dagsferða
 • Urðargil 25
 • 603 Akureyri
 • 892-9325
Golfklúbburinn Lundur
Golfvellir
 • Fnjóskadalur
 • 601 Akureyri
Ómur Yoga & Gongsetur
Hópefli og hvataferðir
 • Brekkugata 3A
 • 600 Akureyri
 • 862-3700
Akureyri Walk & Visit
Ferðasali dagsferða
 • Álfabyggð 6
 • 600 Akureyri
 • 623-9595
FAB Travel / IG Ferðir / IG TOURS
Ferðasali dagsferða
 • Strandgata 49
 • 600 Akureyri
 • 847-6957
Taste of Iceland travel
Ferðasali dagsferða
 • Skarðshlíð 8 - 304
 • 603 Akureyri
 • 694-8989
Saga og menning
23.78 km
Safnasafnið

Safnasafnið annast fjölbreytt menningarstarf sem eitt af þremur mikilvægustu listasöfnum þjóðarinnar; í vörslu þess eru um 4.200 verk, búin til af ýmsu tilefni á 40 ára tímabili, einnig þúsundir gripa sem settir eru upp í sérdeildum og notaðir á sýningum til að skerpa myndhugsun gesta og fá þá til að sjá hlutina í nýju og víðara samhengi.
Safnasafnið er í stöðugri endurskoðun og sjálfsgagnrýni og tekur á sig skarpari mynd með hverju árinu sem líður; sú hugsun er ríkjandi að það eigi að höfða til barnsins í manninum jafnt sem barnanna sjálfra, efla í leik og starfi þau gildi sem ráða við sköpun listar, s.s. hreina sýn, sjálfsprottna framsetningu, móttækileik, undrun, kímni, saklausa frásögn og tjáningu.

Safnasafnið er með 3 grunndeildir og setur upp 12-16 nýjar sýningar á hverju ári til að viðhalda áhuga almennings og kynna þá ríku arfleifð sem það hýsir. Í safninu er sumarkaffihús og lítil verslun, fjölbreytt fræðslubókasafn og 67 m2 Lista- og fræðimannsíbúð sem stendur ferðafólki til boða á sumrin.
Safnasafnið er með öfluga vefsíðu, www.safnasafnid.is, sem gegnir m.a. hlutverki gagnabanka um starfsemi safna almennt, og á tenglinum Vefsýningar er ýmislegt efni kynnt gestum til fróðleiks og skemmtunar. Gestgjafar eru Níels Hafstein og Magnhildur Sigurðardóttir.

Opnunartími: Í júní, júlí og til 15.ágúst er opið frá 10-18. Frá 15.ágúst til 1.júní er opið frá 14-17

Náttúra
23.81 km
Goðafoss

Goðafoss er foss í Skjálfandafljóti í Bárðadal. Hann er 12 metra hár og 30 metra breiður. Goðafoss er meðal stærstu fossa landsins og er jafnframt talinn einn sá fallegasti. Goðafoss skartar sínu fegursta allan ársins hring.

Goðafoss er einungis spölkorn frá þjóðvegi 1, vel merktur og ætti varla að fara fram hjá nokkrum sem þarna á leið um. Goðafoss á líka merkilegan sess í Íslandssögunni en Þorgeir Ljósvetningagoði kastaði hinum heiðnu goðum í fossinn eftir að hafa ákveðið að Íslendingar skyldu taka upp kristindóm og hafna heiðnum siðum, svona opinberlega að minnsta kosti. Goðafoss er hluti af Demantshringnum sjáðu hann hér www.demantshringurinn.is

Aðrir

Axelsbakarí
Kaffihús
 • Hvannavellir 14
 • 600 Akureyri
 • 4614010
Freyvangsleikhúsið
Kaffihús
 • Freyvangur
 • 601 Akureyri
Sykurverk Café
Kaffihús
 • Brekkugata 3
 • 600 Akureyri
 • 571-7977
Lemon
Veitingahús
 • Ráðhústorg 1
 • 600 Akureyri
 • 462-5552
Eyrin Restaurant
Veitingahús
 • Hof
 • 600 Akureyri
 • 460-0660
Hlöllabátar
Skyndibiti
 • Ráðhústorg
 • 600 Akureyri
 • 462-7200
Centrum Kitchen & Bar
Veitingahús
 • Hafnarstræti 102
 • 600 Akureyri
 • 666-6078
Fosshóll við Goðafoss
Gistiheimili
 • Fosshóll
 • 641 Húsavík
 • 464-3108
Grillstofan
Veitingahús
 • Kaupvangsstræti 23
 • 600 Akureyri
 • 461-3005
Verksmiðjan Restaurant
Veitingahús
 • Glerártorg
 • 600 Akureyri
 • 555-4055
Lemon
Veitingahús
 • Glerárgata 32
 • 600 Akureyri
 • 462-5552
Kaffi & list
Kaffihús
 • Kaupvangsstræti 12
 • 600 Akureyri
 • 680-6292
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)