Local Food - Matarhátíð á Norðurlandi

Tvistur Hestaþjónusta

Bjóðum upp á styttri og lengri hestaferðir í náttúru hins fagra Svarfaðardals á góðu verði fyrir allar stærðir hópa.
Hægt er að panta ferðir í síma 861 9631 og á netfanginu ebu@ismennt.is.


Tvistur Hestaþjónusta

Ytra Holt

GPS punktar N65° 57' 2.029" W18° 33' 11.204"
Sími

861-9631

Vefsíða www.tvistur.is
Opnunartími Allt árið

Reiðtúr í 45 mínútur með leiðsögn fyrir ferðaávísun.

  Farið er í reiðtúr í friðlandi fuglanna í fögru umhverfi Svarfaðardals. Einnig er hægt að ríða upp að seli í fjallinu vestan við Ytra- Holt. Reiðtúrinn hefst í Hringsholti við þjóðveg nr. 805, 2.5 km sunnan við Dalvík í Svarfaðardal. Það tekur um 35 mínútur að koma sér í Hringsholt sé keyrt frá Akureyri.

Hafðu samband
Tilboð

Tvistur Hestaþjónusta - ferðaupplýsingar

Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands

Aðrir

Tungnahryggsskáli - Ferðafélag Svarfdæla
Fjallaskálar
 • Brimnes
 • 620 Dalvík
 • 466-1153, 868-4923
Gistiheimilið Höfði
Sumarhús
 • Hrísahöfði
 • 620 Dalvík
 • 7892132
Syðri-Hagi
Bændagisting
 • Syðri-Hagi, Árskógsströnd
 • 621 Dalvík
 • 849-8934 (eftir kl. 15), 866-7968, 841-9048
VisitHrisey.is
Gistiheimili
 • Norðurvegur 17
 • 630 Hrísey
 • 898-9408
Apt. Hótel Hjalteyri
Hótel
 • Hjalteyri
 • 604 Akureyri
 • 8977070
Náttúra
21.63 km
Fjaran á Ólafsfirði

Hægt er að leggja bílnum í bænum og fara í göngutúr að fallegri svartri strönd, gengið er í átt að Kleifum. Einnig er hægt að komast að ströndinni á bíl en verið viss um að leggja á afmörkuð bílastæði.

Saga og menning
18.45 km
Náttúrugripasafn Fjallabyggðar

Náttúrugripasafn Fjallabyggðar er fyrst og fremst fuglasafn og þykir mjög gott sem slíkt. Safnið býr yfir allflestum fuglategundum landsins, en einnig er þar að finna eggjasafn, vísi að plöntusafni, ísbjörn sem skotinn var á Grímseyjarsundi, refi í greni, geithafur, krabba og fleira.
Náttúrugripasafni Fjallabyggðar var komið upp árið 1993 og hefur vaxið stöðugt síðan. Ari Albertsson fuglaáhugamaður stoppaði upp megnið af fuglum safnsins og sá um uppsetningu þess. Þá gáfu afkomendur Jóns Sigurjónssonar og Birnu Finnsdóttur frá Ytri-Á á Kleifum safninu eggja og fuglasafn þeirra hjóna.
Safnið er opið alla daga á sumrin nema mánudaga frá kl. 14-17. Hægt er að semja um opnun utan þessa tíma fyrir hópa.

Náttúra
2.77 km
Fjaran á Dalvík

Í Dalvíkurhöfn er lítil trébrú þar sem hægt er að komast að svartri sandströnd. Hægt er að ganga að Svarfaðardalsá. Takið ykkur tíma, stoppið og fylgist með fjölbreyttu fuglalífi á leiðinni.

Náttúra
21.21 km
Tröllaskagi

Tröllaskagi er gríðarmikið fjalllendi, allt að 120 km langt og 60 km breitt, milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Tröllaskagi nýtur vaxandi vinsælda sem útivistarsvæði, bæði gangandi og ríðandi ferðamanna og ekki síst sem vetrarparadís.
Margir tindar á Tröllaskaga ná yfir 1200 m.y.s., en hæst er Kerling (1538 m). Nokkrir litlir jöklar eru einnig í fjöllum og dölum. Margar fornfrægar gönguleiðir eru yfir Tröllaskaga, s.s. Heljardalsheiði, Hjaltadalsheiði, Hólamannavegur, Svarfdælaleið og Tungnahryggsleið.

Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)