Vellir Svarfaðardal
Lífræn ræktun á jarðarberjum, hindberjum, sólberjum, grænmeti og kryddjurtum. Vörur úr afurðunum, beint frá búi. Veislusalur fyrir hópa.
Völlum
Vellir Svarfaðardal - ferðaupplýsingar
Úr gagnagrunni Ferðamálastofu Íslands
Hótel
Hótel Dalvík
Svefnpokagisting
Skíðasvæðið Tindaöxl
Tjaldsvæði
Tjaldsvæðið Hauganesi
Tjaldsvæði
Tjaldsvæðið Dalvík
Gistiheimili
Karlsá gistiheimili
Heimagisting
Arnarnes Paradís
Gistiheimili
Klængshóll í Skíðadal
Gistiheimili
Gistihúsið Skeið
Hótel
Brimnes Bústaðir
Gistiheimili
Sportferðir ehf.
Gistiheimili
Kaffi Klara - Gistihús og veitingar
Tjaldsvæði
Tjaldsvæðið Ólafsfirði
Svefnpokagisting
Skíðasvæðið Böggvisstaðafjalli
Gistiheimili
Farfuglaheimilið á Dalvík
Aðrir
- Hrísahöfði
- 620 Dalvík
- 7892132
- Syðri-Hagi, Árskógsströnd
- 621 Dalvík
- 849-8934 (eftir kl. 15), 866-7968, 841-9048
- Brimnes
- 620 Dalvík
- 466-1153, 868-4923
- Norðurvegur 17
- 630 Hrísey
- 898-9408
- Árbakki
- 621 Dalvík
- 852-7063
- Árbakki
- 621 Dalvík
- 852-7063
Náttúra
Fjaran á Dalvík
Í Dalvíkurhöfn er lítil trébrú þar sem hægt er að komast að svartri sandströnd. Hægt er að ganga að Svarfaðardalsá. Takið ykkur tíma, stoppið og fylgist með fjölbreyttu fuglalífi á leiðinni.
Saga og menning
Náttúrugripasafn Fjallabyggðar
Náttúrugripasafn Fjallabyggðar er fyrst og fremst fuglasafn og þykir mjög gott sem slíkt. Safnið býr yfir allflestum fuglategundum landsins, en einnig er þar að finna eggjasafn, vísi að plöntusafni, ísbjörn sem skotinn var á Grímseyjarsundi, refi í greni, geithafur, krabba og fleira.
Náttúrugripasafni Fjallabyggðar var komið upp árið 1993 og hefur vaxið stöðugt síðan. Ari Albertsson fuglaáhugamaður stoppaði upp megnið af fuglum safnsins og sá um uppsetningu þess. Þá gáfu afkomendur Jóns Sigurjónssonar og Birnu Finnsdóttur frá Ytri-Á á Kleifum safninu eggja og fuglasafn þeirra hjóna.
Safnið er opið alla daga á sumrin nema mánudaga frá kl. 14-17. Hægt er að semja um opnun utan þessa tíma fyrir hópa.
Náttúra
Tröllaskagi
Tröllaskagi er gríðarmikið fjalllendi, allt að 120 km langt og 60 km breitt, milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Tröllaskagi nýtur vaxandi vinsælda sem útivistarsvæði, bæði gangandi og ríðandi ferðamanna og ekki síst sem vetrarparadís.
Margir tindar á Tröllaskaga ná yfir 1200 m.y.s., en hæst er Kerling (1538 m). Nokkrir litlir jöklar eru einnig í fjöllum og dölum. Margar fornfrægar gönguleiðir eru yfir Tröllaskaga, s.s. Heljardalsheiði, Hjaltadalsheiði, Hólamannavegur, Svarfdælaleið og Tungnahryggsleið.
Hitt og þetta
Heitir pottar á Hauganesi
Sandvíkurfjara við Hauganes er eina aðgengilega sandfjaran á Norðurlandi sem snýr móti suðri. Fjaran hefur löngum verið leikvöllur barnanna í þorpinu og þar sem hún er grunn langt út hitnar sjórinn smávegis á sólríkum góðviðrisdögum.
Í fjöruna höfum við sett upp tvo stóra heita potta, sem eru með sírennsli á heita vatninu, og búningsaðstöðu. Frekari uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu og því óskum við eftir því að gestir setji 500kr á mann í sjóð fyrir notkun á aðstöðunni. Hægt er að greiða á Baccalá bar, með Aur og á staðnum. Pottarnir eru opnir frá 9-22 og ekki er heimilt að nota þá utan þess tíma nema láta vita og skrá ábyrgðarmann. Hafið samband við Baccalá Bar, s. 620 1035. Vöktun er á svæðinu með öryggismyndavélum en allir eru á eigin ábyrgð og við biðjum alla að ganga vel um!
Heitu pottarnir í fjörunni hafa vakið verðskuldaða athygli, má þar nefna umfjöllun á mbl.is: Sjósund mót sólríku suðri