Local Food - Matarhátíð á Norðurlandi

Local Food - Sýnendur 2016

Local Food sýningin verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri helgina 1.-2. október næstkomandi. Þetta er stærsti viðburður sinnar tegundar á landinu og er sýningin haldin annaðhvert ár en hún kallast á við sýninguna Stóreldhús í Reykjavík sem einnig er haldin annað hvert ár,þannig getur áhugafólk um matarmenningu sótt sýningar af þessu tagi ár hvert.

Local Food sýninguna sóttu á síðasta ári um 15 þúsund gestir og voru yfir 30 fyrirtæki sem kynntu framleiðslu sína. Sýninginendurspeglar hinn mikla styrk Norðurlands sem stærsta matvælaframleiðslusvæðis landsins og er því kjörinn kynningarvettvangur fyrirtækja og einstaklinga til að vekja athygli á framleiðslu, matarmenningu, veitingastarfsemi, matartengdri ferðaþjónustu og verslun þessu tengd. Von er á erlendum gestum á sýninguna sem vinna að matartengdri ferðaþjónustu og er tilgangurinn að fræðast um norðlenska matarmenningu ásamt því að kynna eigin hefðir. Lögð er áhersla á að Local Food sýningin sé skemmtileg og eru skipulagðir viðburðir s.s. hinar ýmsu matreiðslukeppni þar sem fagfólk og almenningur spreytir sig með hráefni úr héraði.

Praktísk atriðiði fyrir sýnendur

Sýnendur taka við básum sínum með uppsettu sýningarkerfi, lýsingu í bás, teppalögðu gólfi og rafmagnstengli fyrir tölvu eða lítil raftæki. Fermetraverð á básum er 12.500 kr. fyrir félaga í Matarklösum á Norðurlandi og 18.500 fyrir aðra.

Markaðstorg á Local Food sýningunni

Á sýningunni er einnig mögulegt að taka þátt í markaðstorgi, þar sem aðstaða verður við söluborð en sýnendur sjá sjálfir um annað. Gjald fyrir hvern sýnanda er 18.000 kr. fyrir daginn.

Áhersla er lögð á að sýningin er fyrst og fremst sölusýning! Aðgangur er ókeypis og opnunartíminn frá klukkan 13-17.

Skráningarfrestur er til 22. september

 

Hér þarf einungis að skrifa ef sýnandi er í matarklasa og þá tilgreina hann
Almennir sýnendur fylla einungis út þennan reit. Aðeins er hægt að skrifa tölustafi.
Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)