Fara í efni

Demantshringurinn

Demantshringurinn

Demantshringurinn er stórkostlegur 250 kílómetra langur hringvegur á Norðurlandi, en þar er að finna magnaðar náttúruperlur og landslag sem virðist oft ekki vera af þessum heimi.

Á Demantshringnum eru 5 lykil áfangastaðir, en þeir eru hinn sögufrægi og myndræni Goðafoss, náttúruperlan Mývatn þar sem grænu og bláu litirnir ljá staðnum yfirbragð annars heims, hin ógurlega hvíta orka Dettifoss sem er aflmesti foss í Evrópu, náttúruundrið Ásbyrgi sem er í laginu eins og hálfmáni og Húsavík, sem er hvalaskoðunarhöfuðborg landsins hvaðan stutt er út á blátt og opið hafið.

Sjá meira

 

 

Áfangastaðir

Kort af Demantshringnum Map of Diamond circle