Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fjallaskálar geta verið sérstaklega áhugaverðir og skemmtileg upplifun. Á hálendi Íslands eru fjallakofar og skálar helstu gistimöguleikarnir og eru þeir mismunandi eins og þeir eru margir. Yfirleitt er svefnpokagisting í boði í þessum skálum.  

Botni - Ferðafél. Akureyrar/FÍ
Botni stendur um 650 m suð-suðaustan efstu upptaka Suðurár, byggður 1996. Þangað liggur fáfarin jeppaslóð um Dyngjufjalladal.Gistirými er fyrir 16 manns í kojum, svefnpokapláss á dýnum. Kynding með gasofni og steinolíuvél, gashella og eldhúsáhöld. Vatn má fá úr vatnsaugum við tjarnir suðvestan skálans eða úr upptakalindum Suðurár. Kamar. Skálinn er öllum opinn en ætlast er til aðgöngufólk sitji fyrir um gistingu. Þeir sem áhuga hafa á að gista í skálunum setji sig í samband við skrifstofu FFA. GPS: N65°16,18 W17°04,10 Við Suðurárbotna. Kamar, lækur.
Bræðrafell - Ferðafél. Akureyrar/FÍ
Skáli Ferðafélags Akureyrar Bræðrafell stendur suðaustur frá samnefndu felli, við suðurrætur Kollóttudyngju. Skálinn var byggður 2016. Frá Herðubreiðarlindum er stikuð 17 km gönguleið. Frá uppgöngunni á Herðubreið er stikuð leið um 9-10 km löng að skálanum. Frá skálanum er stikuð leið suður í Dreka. Gistirými er fyrir 16 manns, svefnpokapláss á dýnum. Í skálanum eru eldhúsáhöld, kolaofn og gashella. Ekkert vatnsból, en regnvatni er safnað í brúsa. Opið er frá byrjun júlí fram í miðjan ágúst. Ef veður leyfir er hægt að fá gistingu utan þess tíma en þá þarf að hafa samband við skrifstofu FFA. GPS: N65°11,31 W16°32,29
Hveravellir
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Dyngjufell - Ferðafél. Akureyrar/FÍ
Skáli Ferðafélags Akureyrar Dyngjufell í Dyngjufjalladal er norðvestan undir Dyngjufjöllum, var byggður árið 1993. Skálinn er 3,7 km í suðvestur frá Lokatindi. Gisting er fyrir 16 manns í kojum, svefnpokapláss á dýnum. Í skálanum er kynding með steinolíueldavél, gashella og eldhúsáhöld. Vatn fæst oft úr læk í grennd við skálann. Skálinn er öllum opinn en ætlast er til að göngufólk sitji fyrir um gistingu. Gönguleið er frá Dreka um Öskju og Jónsskarð að skálanum og þaðan í Suðurárbotna. Þeir sem hafa áhuga á að gista í skálanum hafi samband við skrifstofu FFA. GPS: N65°07,48 W16°55,28Dyngjufjalladalur. Olíueldavél, áhöld, kamar, lækur.
Kerlingarfjöll Hálendismiðstöð
Kerlingarfjöll eru ein af náttúruperlum hálendisins. Þar fara saman stórkostlegt landslag, fjölbreytt og fróðleg jarðfræði og síðast en ekki síst samspil jökla og jarðhita, gróðurs og gróðurleysis og ótrúleg litadýrð. Af hæstu tindum er mjög víðsýnt og sér þaðan til sjávar bæði til norðurs og suðurs. Bjartur og fallegur dagur í Kerlingarfjöllum er  mörgum ógleymanleg upplifun. Hálendismiðstöðin í Kerlingarfjöllum er staðsett í dalnum Ásgarður í norðanverðum Kerlingarfjallaklasanum, þar er boðið upp á gistingu fjallaskálum, á staðnum er tjaldstæði og þar eru veitingar seldar.
Þorsteinsskáli - Ferðafél. Akureyrar/FÍ
Skáli Ferðafélags Akureyrar, Þorsteinsskáli er í Herðubreiðarlindum, um 4 km austan við þjóðarfjallið Herðubreið. Aka þarf yfir tvö vöð á leið úr Mývatnssveit í Herðubreiðarlindir, það stærra er yfir Lindaá sem rennur um Herðubreiðarlindir og krefst sérstakrar varúðar. Milli Herðubreiðarlinda og Drekagils er um 30 km akstursfjarlægð. Gistirými er fyrir 25 manns, svefnpokapláss á dýnum. Í eldhúsi eru áhöld, gashella og Sóló eldavél tengd við miðstöð. Snyrtihús er við skálann.  Gott tjaldsvæði er í Herðubreiðarlindum, snyrtiaðstaða með sturtu.   Skálavarsla/tjaldvarsla er frá miðjum júní fram í miðjan ágúst. Fyrirspurn um gistingu er hægt að senda á heimasíðu FFA   GPS: N65°11,56 W16°13,39 
Lambi - Ferðafél. Akureyrar/FÍ
Lambi stendur í Glerárdal suðvestan Akureyrar, byggður 2014. Frá vegi að skálanum er stikuð gönguleið, 10-11 km. Gistirými er fyrir 16 manns. Olíukabyssa og áhöld eru í skálanum. Lækur skammt sunnan skálans. Fjölbreyttar gönguleiðir frá skálanum um fjöll og dali á Glerárdalssvæðinu.   Forstofa er opin en innriskáli er læstur svo panta þarf gistingu á skrifstofu FFA, ffa@ffa.is eða í síma 462 2720. GPS: N65°34,88 W18°17,77  
Dreki - Ferðafél. Akureyrar/FÍ
Við Drekagil á Ferðafélag Akureyrar fjögur hús, gistirými fyrir 55 manns, 40 í skálanum Öskju og 15 í Dreka. Í skálunum er olíuupphitun, gashellur og eldhúsáhöld. Við skálana er góð hreinlætisaðstaða og sturtur í sér snyrtihúsi. Tjaldsvæði er hjá skálunum. Sumarið 2023 tók félagið í notkun nýtt þjónustuhús fyrir þá sem fara um svæðið og gista á tjaldsvæðinu, þar verður veitingasala þannig að hægt verður að kaupa einhverja nauðsynjavöru, fá sér kaffi, vöfflur og jafnvel súpu. Skálaverðir eru í skálunum frá lokum júní fram í september. Fyrirspurn um gistingu er hægt að senda á heimasíðu FFA   Merkt Gönguleið er frá Dreka í Öskju. Dreki er í gönguleiðinni Öskjuvegurinn á milli Bræðrafalls og  Dyngjufells. Frá Dreka má aka til austurs að Herðubreiðarlindum og í Kverkfjöll eða til suðurs á Gæsavatnaleið og Dyngjufjalladals. GPS: N65°02,52 W16°35,72Austan Dyngjufjalla. olíueldavél, áhöld, vatn, wc, sturta.
Áfangi
Áfangi er gagnamannaskáli í eigu Húnavatnshrepps.Á sumrin er rekin ferðaþjónusta sem tekur á móti ýmiskonar hópum s.s hestahópum og gönguhópum.  Veitingasala er í Áfanga fyrir gesti og gangandi. Í Áfanga er svefnpokapláss fyrir 32 manns í 8 fjögura mann herbergjum.  Svefnpláss á dýnum í setustofu.  Hægt að fá uppábúin rúm. Eldhús og borðsalur eru til afnota fyrir næturgesti og hópa.  Aðkeyrsla og dyr beint inn í eldhúsið.Veitingasala og verslun er í Áfanga.  Boðið er uppá morgunmat, hádegismat, kaffi og kvöldmat.  Súpa og brauðmeti er ávallt til en stærri máltíðir þarf að panta fyrirfram.  Bjór, gos og sælgæti er til sölu. Í Áfanga er heitur pottur og góð sturtuaðstaða.   Fátt er betra en hvíld í heitum potti eftir langan ferðadag. GPS: N65°08,701 W19°44,148 Aðstaða fyrir hesta, hesthús og hey.
Laugafell - Ferðafél. Akureyrar/FÍ
Laugafell er um 20 km suður af botni Eyjafjarðardals og um 15 km norðaustur frá Hofsjökli. Frá Laugafelli liggja slóðir til Eyjafjarðar, Skagafjarðar, Bárðardals og suður Sprengisand. Fólk sem hyggur á ferðir í Laugafell þarf að kynna sér vel ástand vega hjá Vegagerðinni. Skálarnir eru hitaðir upp með laugavatni allt árið. Áhöld og eldunartæki eru í til staðar. Gestir geta fengið aðgang að kolagrilli en þurfa að koma með kol sjálfir. Góð snyrtiaðstaða er á staðnum ásamt heitri laug. Gistirými er í skála fyrir 20 manns, á svefnlofti yfir snyrtihúsi er gistirými fyrir 12 manns og í Þórunnarbúð er gistirými fyrir 12 manns. Gott tjaldsvæði er í Laugafelli, snyrtiaðstaða og heit laug. Skálaverðir eru í skálunum frá byrjun júlí fram í september. Utan þess tíma er hægt að hafa samband við skrifstofu FFA til að fá gistingu. GPS: N65°01,63 W18°19,9520 km suður af botni Eyjafjarðardals. Upphitað, gaseldavél, áhöld, wc.

Aðrir (17)

Baugasel - Ferðafélagið Hörgur/FÍ Baugasel 604 Akureyri 899-0205
Tungnahryggsskáli - Ferðafélag Svarfdæla Brimnes 620 Dalvík 896 3775
Mosar-Reykjaheiði Ferðafélag Svarfdæla Brimnes 620 Dalvík 896 3775
Heilagsdalur - Ferðafélag Húsavíkur Heilagsdalur 640 Húsavík 894-0872
Þeistareykir - 4x4 Húsavíkurdeild Þeistareykir 640 Húsavík 866-4083
Hof - Ferðafélag Húsavíkur Hof 640 Húsavík 894-0872
Þjófadalir - Ferðafélag Íslands Mörkin 6, 108 Reykjavík 568-2533
Réttartorfa - 4x4 Eyjafjarðardeild Réttartorfa 568-4444
Trölli - Ferðafélag Skagfirðinga 550 Sauðárkrókur 864-5889
Kverkfjöll - Jöklarannsóknafélag Íslands 125 Reykjavík 525-4800
Hildarsel - Ferðafélag Skagfirðinga 550 Sauðárkrókur 864-5889
Nýidalur - Ferðafélag Íslands Mörkin 6, 108 Reykjavík 568-2533
Skiptabakki - 4x4 Skagafjarðardeild Skiptabakki 894-6233
Ingólfsskáli - Ferðafélag Skagfirðinga 550 Sauðárkrókur 864-5889
Strangakvísl - Uppreks.fél. Eyvindarstaðaheiðar Gil, 541 Blönduós 823-5986
Þúfnavellir - Ferðafélag Skagfirðinga 550 Sauðárkrókur 864-5889
Árbúðir Myrkholti, Bláskógabyggð 801 Selfoss 895-9500