Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vetrarþjónusta við campera/húsbíla

Víða á Norðurlandi má nú finna þjónustu við húsbíla sem opin er allt árið. Það er því ekki bara yfir hásumarið sem hægt er að ferðast um Norðurland á húsbíl, heldur er líka hægt að upplifa vorkomuna, haustlitina og ótrúlegt úrval vetrarafþreyingar.

CJA tjaldsvæði
Á bænum Hjalla í Reykjadal er rekið fallegt tjaldsvæði í rólegu umhverfi. Þar sem tjaldsvæðið er allt hólfað niður er auðvelt að láta taka frá fyrir sig pláss. Hafa má samband samdægurs og líka er hægt að panta fram í tímann. Þjónustuhúsnæðið er með upphituðum baðherbergjum (snyrting og sturta) en einföld eldunar- og uppvöskunaraðstaða er óupphitað rými. Upplýsingatafla með helstu afþreyingu í nágrenninu og opnunartíma verslana og sundlauga er utan á þjónustuhúsi en starfsfólkið er líka alltaf innan seilingar og veitir fúslega allar upplýsingar og aðstoð. Mikil áhersla er lögð á vandaða umgerð og persónulega þjónustu. Tjaldsvæðið er vel vaktað og vandlega hirt og metnaður lagður í að hafa það, umhverfið allt og þjónustuhúsnæðið hreint, snyrtilegt og aðlaðandi. Til að komast á tjaldsvæðið er beygt heim að Laugum af þjóðvegi 1 í Reykjadal á veg 846. Þegar komið er yfir brúna er beygt til hægri, suðurfyrir sundlaugina. Í miðri brekku upp úr dalbotninum að austanverðu er svo aftur beygt til suðurs (hægri) á ómerktan malarveg sem liggur fram (inn) dalinn og hann ekinn til enda (2 km). þar er Hjalli og Tjaldsvæði Lífsmótunar. Það eru skilti á brúnni og í brekkunni sem hjálpa til við að vísa veginn. Við gatnamót þjóðvegarins er líka stórt yfirlitskort og annað fyrir framan Íþróttamiðstöðina á Laugum. Upplýsingar um reglur tjaldstæðisins má finna á heimasíðunni sem og á Facebook síðunni okkar. Einnig líka hægt að panta fram í tímann, t.d. á parka.is  
Fjalladýrð
Velkomin í Fjalladýrð í Möðrudal! Hér er að finna gistingu við allra hæfi, kaffi – og veitingahús. Hægt er að njóta umhverfisins á eigin spýtur en einnig eru skipulagðar skoðunarferði í boði. Möðrudalur er um 10 mín. akstur frá hringvegi 1, á vegi 901, mitt á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða. Möðrudalur er hæsta byggða ból á Íslandi, 469 metra yfir sjávarmáli. Bæinn er að finna á hásléttunni norðan Vatnajökuls. Möðrudalur var landnámsjörð og kirkjustaður allt frá fyrstu dögum kristni. Í dag er blandaður búskapur stundaður í Möðrudal og afurðir búsins nýttar í ferðaþjónustu staðarins. Í Möðrudal er lítil snotur kirkja sem reist var af ábúandanum Jóni Stefánssyni í minningu konu sinnar og málaði hann einnig altaristöfluna í sínum sérstaka stíl. Sonur hans Stefán Jónson, Stórval, gerði seinna garðinn frægan með myndum sínum af Herðubreið. Listin blundar enn í afkomendum Jóns bónda og myndir Írisar Lindar prýða betri herbergi Fjalladýrðar. Fjallakaffi, er kaffi-/veitingahús staðarins og þar má gæða sér á kleinum og ástarpungum með kaffibollanum eða panta sér dýrindis máltíð af matseðlinum þar sem áhersla er á afurðir beint frá býli. Nokkrar gönguleiðir eru í boði á svæðinu og hægt að nálgast kort í upplýsingamiðstöð. Þar er einnig hægt að sjá kvikmynd sem sýnir svipmyndir frá gosinu í Holuhrauni 2014. Úr Möðrudal er stutt í margar óviðjafnanlegar náttúruperlur eins og Herðubreiðarlindir, Öskju, Kverkfjöll, Hvannalindir, Jökuldalsheiði Stuðlagil og Stórurð. Gistingin hjá okkur er með ýmsu sniði, hægt er að upplifa gömlu baðstofumenninguna í baðstofunum okkar sem eru frábær kostur fyrir fjölskyldur og vinahópa. Fyrir einstaklinga og pör eru herbergi með og án baðs í boði sem og aðgangur að eldhúsi. Síðast en ekki síst er tjaldstæðið okkar til reiðu fyrir bæði tjöld og húsbíla. Tjaldsvæði opin frá júní fram í miðjan september.
Hlíð ferðaþjónusta
Hlíð ferðaþjónusta býður upp á nokkra möguleika í gistingu. Hraunbrún: Svefnpokagisting í fjögurra manna herbergjum án baðs.  Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar sameiginlegt. Kytrur: 9m2 smáhýsi með 2 rúmum, hjónarúm. Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar í Hraunbrún eða á tjaldsvæðunum, hvorutveggja ca 100m í burtu.  Álfahlíð/Dvergahlíð:  Sumarhús, 50m2 + 22m2 svefnloft.  Í húsinu er eldunaraðstaða, þar eru 2 svefnherbergi annað með 2 * 80cm breiðu rúmi og hitt með 1 * 140cm breiðu rúmi, á svefnlofti eru dýnur,  einnig er setustofa og snyrting með sturtu. Andabyggð:  Tveggja manna herbergi með sérbaðherbergi.  2 * 90cm breið rúm, uppábúið með morgunverði. Tjaldsvæði:  Við bjóðum  upp á tjaldsvæði með fyrsta flokks aðstöðu.  Alls konar tjaldsvæði eru í boði, dokkir og hraunbalar.  Ekki er mikill trjágróður á staðnum.  Það er lítil fluga vegna fjarlægðar við Mývatn og lítils trjágróðurs, en tjalsvæðin eru ca 1 km frá vatnsbakkanum. Vaskar með heitu og köldu vatni eru á nokkrum stöðum á tjaldsvæðinu, 2 snyrtingahús og 1 sturtuhús, sturta er innifalin í verði.  Rafmagnstenglar eru í boði víðs vegar um svæðið og er borgað sér fyrir það.  Við erum með litla verslun í afgreiðsluhúsi þar sem hægt er að kaupa sælgæti, gos og mjólkurvörur og einnig póstkort og filmur.  Stórt eldhústjald er á svæðinu. Hlíð ferðaþjónusta býður einnig upp á alls kyns afþreyingu,  t.d er á tjaldsvæðunum leiksvæði fyrir börn og þar er einnig reiðhjólaleiga.  Hægt er að fara í margar mismunandi gönguferðir, langar og stuttar yfir fjöll og fyrnindi,  við gefum allar upplýsingar um þessar gönguleiðir. Í nánasta nágrenn við okkkur er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sem vel er þess virði að heimsækja, þar er líka sundlaug, kaffihús, bar, og ýmsir matsölustaðir.  
Vogar, ferðaþjónusta
Fyrirtækið Vogar, ferðaþjónusta ehf bíður upp á margþætta þjónustu fyrir ferðamenn s.s. tjaldsvæði, svefnpokagistingu, gistingu í herbergjum án baðs og með baði, morgunverð, pizzur, létta drykki, veiði, leigubíl ofl. Auk þess eru innan við 7 km í marga af vinsælustu stöðunum í Mývatnssveit s.s Grjótagjá, Hverfjall, Dimmuborgir, Hverarönd, Jarðböðin ofl. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Tjaldsvæðið v/ Hrafnagil
Fjölskyldutjaldsvæði Eyjafjarðarsveitar er staðsett norðan sundlaugar og íþróttamiðstöðvar sveitarinnar. Svæðið er veðursælt og tjaldsvæðið á flötu þurrlendi og því er mögulegt að opna svæðið snemma á vorin. Á tjaldsvæðinu er lítið uppþvottahús með heitu og köldu vatni auk snyrtinga.  Einnig eru snyrtingar og sturta í kjallara Íþróttamiðstöðvarinnar. Góð aðstaða er fyrir húsbíla svo sem raftenglar og skólplosun. Gjaldskrá tjaldsvæðis 2022 Frítt fyrir börn 0-17 ára í fylgd með forráðamönnum. Tjald/húsbíll 1.500 kr. pr. mann. nóttin Rafmagn fyrir húsbíl  1000 kr. á sólarhring Fastur opnunartími er 1. júní til 31. ágúst ár hvert en helgaropnun er í maí og september þegar vel viðrar. Sparkvöllur og íþróttavöllur eru fast við tjaldsvæðið sem og leiksvæði Hrafnagilsskóla þar sem víkingaskip, litlir leikkofar og sandkassar hafa í áranna rás verið vinsæl leiksvæði barna.
Tjaldsvæðið Vogum - Vogar ferðaþjónusta
Tjaldsvæðið á Akureyri - Hamrar við Kjarnaskóg
Verð 2023:Gistigjald fyrir einn eina nótt er kr. 2.100.Gistigjald fyrir eldriborgara og öryrkja kr. 1.800Gjald fyrir aðgang að rafmagni einn sólarhr. er kr. 1.300Gjald fyrir afnot af þvottavélum og þurrkara er kr. 600 fyrir hvert tæki.Gjöld eru með virðisaukaskatti.  Þeir sem greiða fyrir fleiri en eina nótt geta fengið afslátt af gistigjaldi.

Aðrir (2)

Ártún Ferðaþjónusta Ártún, Grýtubakkahreppur 616 Grenivík 8923591
Gistihúsið Skeið Svarfaðardalur 621 Dalvík 866-7036