Fara í efni

Skipting gistinátta eftir uppruna gesta

Út frá gögnum Hagstofunnar um skráðar gistinætur má skoða uppruna næturgesta. Á tímabilinu 2017-2023 eru gistinætur erlendra gesta mikill meirihluti gistinátta. Undantekning frá þessu eru 2020 og 2021, en þá gætir verulegra áhrifa heimsfaraldurs og samdrætti í erlendum gestakomum að hans völdum. Töflurnar hér að neðan sýna skiptingu heildarfjölda gistinátta á ári eftir því hvort gestir hafa íslenskt eða erlent ríkisfang, á Norðurlandi í heild, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Eins og myndirnar sýna eru hlutfall gistinátta Íslendinga almennt nokkru lægra á Norðurlandi vestra en á Norðurlandi eystra.