Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Markaðsstofa Norðurlands (MN) hefur starfað frá árinu 2003 en skrifstofan er samstarfsvettvangur Norðurlands í ferðamálum.
Helsta hlutverk MN er að samræma markaðs- og kynningarmál norðlenskrar ferðaþjónustu gagnvart innlendum og erlendum ferðamönnum.
Markaðsstofa Norðurlands gengir hlutverki áfangastaðastofu Norðurlands.

Lesa meira

Fréttir frá starfinu

  • Vel sóttur fundur með NV-þingmönnum og ferðamálaráðherra

    Markaðsstofa Norðurlands og Samtök ferðaþjónustunnar stóðu fyrir fundi með ráðherra ferðamála, Lilju Dögg Alfreðsdóttur, og þingmönnum Norðvesturkjördæmis á veitingastaðnum Teni Blönduósi þriðjudaginn 1. október. Fundurinn var opinn öllum en umræðuefnið var uppbygging, staðan og horfur í ferðaþjónustu í kjördæminu.
  • Vinnufundur um áfangastaðaáætlun Norðurhjara

    Undanfarna mánuði hefur Markaðsstofa Norðurlands unnið að áfangastaðaáætlun fyrir Norðurhjarasvæðið. Markmið verkefnisins er að móta sameiginlega sýn svæðisins fyrir uppbyggingu í ferðaþjónustu.
  • Frá Vestnorden 2018

    Vestnorden á Akureyri á næsta ári

    Í kvöld var tilkynnt um að næsta Vestnorden ferðakaupstefna verður haldin á Akureyri, haustið 2025.
  • Vetrarferðir easyJet kynntar í Manchester

    Í byrjun september var haldinn viðburður fyrir ferðaskrifstofur í Manchester, þar sem flug easyJet til Akureyrar voru rækilega kynnt. Viðburðurinn var á vegum Markaðsstofu Norðurlands og Nature Direct verkefnisins, sem snýst um að efla millilandaflug um Akureyri og Egilsstaði. 

Verkefni

Áfangastaðaáætlun
Útgefnar Áfangastaðaáætlanir ásamt öllum helstu upplýsingum. Forgangsverkefni listuð upp.
Demantshringurinn
Vörumerkið, fyrirtækin og lykilstaðir.
Flugklasinn Air 66N
Verkefni Flugklasans í gegnum árin, skýrslur, fréttir og önnur gögn.
Norðurstrandarleið
Handbækur, skráning og þróun á verkefni.
Okkar Auðlind
Þau sem starfa í ferðaþjónustu þekkja vel hversu öflug atvinnugreinin er, hversu miklu hún skilar til samfélagsins, hvernig hún stuðlar að aukinni þekkingu á náttúrunni og bættu aðgengi að henni. Þau vita hversu stóran þátt ferðaþjónustan á í því að atvinnulífið á Íslandi vex og dafnar. Þau þekkja hvernig ferðaþjónustan skapar Íslandi gott orðspor og hvernig sífellt fleiri líta til Íslands þegar kemur að því að ferðast á öruggan stað þar sem óspillt náttúran spilar lykilhlutverk.

Yfirlit yfir starfsemi MN árið 2023