Fara í efni

Markaðsstofa Norðurlands (MN) hefur starfað frá árinu 2003 en skrifstofan er samstarfsvettvangur Norðurlands í ferðamálum.
Helsta hlutverk MN er að samræma markaðs- og kynningarmál norðlenskrar ferðaþjónustu gagnvart innlendum og erlendum ferðamönnum.
Markaðsstofa Norðurlands gengir hlutverki áfangastaðastofu Norðurlands.

Lesa meira

Fréttir frá starfinu

 • Vetraferðamennska rædd á vinnufundi MAS

  Í vikunni hittust starfsmenn Markaðsstofa landshlutanna (MAS) á tveggja daga vinnufundi, sem að þessu sinni var haldinn á Akureyri og í Mývatnssveit
 • Súpufundir með Markaðsstofu Norðurlands á Sauðárkróki, Akureyri og í Mývatnssveit

  Koma easyJet breytir þróun ferðaþjónustunnar á Norðurlandi og skapar mikil tækifæri yfir vetrartímann. Hvað getur MN gert til að markaðssetja svæðið og hvar þurfum við standa betur saman til að tryggja áframhaldandi vöxt í fluginu?
 • Mikil ánægja með blaðamannaferð Edelweiss í vor

  Snemma sumars 2023 komu blaðamenn og tökumenn á vegum svissneska flugfélagsins Edelweiss til Íslands, en svissneska almannatengslastofan Ferris Bühler Communications skipulagði ferðina í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands og Markaðsstofu Suðurlands. Ferðin gekk frábærlega þrátt fyrir að veðrið hafi sett strik í reikninginn og umfjöllunin í kjölfarið varð mun meiri en gert hafði verið ráð fyrir.
 • Vinnustofur með Voigt Travel í Eyjafjarðarsveit

  Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel, sem hefur staðið fyrir leiguflugi til Akureyrar síðan 2019, mun í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands og Flugklasann Air 66N halda vinnustofur í Eyjafirði.

Verkefni

Áfangastaðaáætlun
Útgefnar Áfangastaðaáætlanir ásamt öllum helstu upplýsingum. Forgangsverkefni listuð upp.
Demantshringurinn
Vörumerkið, fyrirtækin og lykilstaðir.
Flugklasinn Air 66N
Verkefni Flugklasans í gegnum árin, skýrslur, fréttir og önnur gögn.
Norðurstrandarleið
Handbækur, skráning og þróun á verkefni.

Yfirlit yfir starfsemi MN árið 2022