Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Markaðsstofa Norðurlands (MN) hefur starfað frá árinu 2003 en skrifstofan er samstarfsvettvangur Norðurlands í ferðamálum.
Helsta hlutverk MN er að samræma markaðs- og kynningarmál norðlenskrar ferðaþjónustu gagnvart innlendum og erlendum ferðamönnum.
Markaðsstofa Norðurlands gengir hlutverki áfangastaðastofu Norðurlands.

Lesa meira

Fréttir frá starfinu

  • Stafræna hliðin með Rögnvaldi Má

    Næstu mánuði verður hægt að bóka 30-45 mínútna fjarfundi með Rögnvaldi Má Helgasyni, verkefnastjóra útgáfu og almannatengsla, þar sem samstarfsfyrirtæki geta sótt sér þekkingu á gagnagrunni Ferðamálastofu, fræðst um mikilvægi upplýsinga á heimasíðum og samspili þeirra við samfélagsmiðla.
  • Súpufundir með Markaðsstofu Norðurlands vorið 2024

    Markaðsstofa Norðurlands býður upp á súpufundi víðsvegar um Norðurland frá 12. mars - 16. apríl.
  • „Það er svo sannarlega hægt að efla ferðaþjónustuna yfir veturinn“

    „Beint millilandaflug inn á Akureyri eykur auðvitað aðgengið inn á svæðið okkar. Það er styttra að koma til okkar og þess vegna skiptir það máli. Það er líka auðvitað yfir vetrartímann, ekki alltaf fært landleiðina, en það er fært loftleiðina. Þannig að það hefur mikil áhrif“ segir Freyja Rut Emilsdóttir, framkvæmdastjóri 1238: Battle of Iceland.
  • Upptaka frá kynningu Chris Hagan á breskum markaði

    Chris Hagan hélt kynningu á breskum ferðaþjónustu markaði fimmtudaginn 8. febrúar, en fundurinn var lokahnykkur í verkefninu Straumhvörf sem snerist um vöruþróun í ferðaþjónustu vegna millilandaflugs um Akureyri og Egilsstaði. Hér að neðan má sjá upptöku frá fundinum, sem haldinn var á Teams. 

Verkefni

Áfangastaðaáætlun
Útgefnar Áfangastaðaáætlanir ásamt öllum helstu upplýsingum. Forgangsverkefni listuð upp.
Demantshringurinn
Vörumerkið, fyrirtækin og lykilstaðir.
Flugklasinn Air 66N
Verkefni Flugklasans í gegnum árin, skýrslur, fréttir og önnur gögn.
Norðurstrandarleið
Handbækur, skráning og þróun á verkefni.
Okkar Auðlind
Þau sem starfa í ferðaþjónustu þekkja vel hversu öflug atvinnugreinin er, hversu miklu hún skilar til samfélagsins, hvernig hún stuðlar að aukinni þekkingu á náttúrunni og bættu aðgengi að henni. Þau vita hversu stóran þátt ferðaþjónustan á í því að atvinnulífið á Íslandi vex og dafnar. Þau þekkja hvernig ferðaþjónustan skapar Íslandi gott orðspor og hvernig sífellt fleiri líta til Íslands þegar kemur að því að ferðast á öruggan stað þar sem óspillt náttúran spilar lykilhlutverk.

Yfirlit yfir starfsemi MN árið 2022