Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Markaðsstofa Norðurlands (MN) hefur starfað frá árinu 2003 en skrifstofan er samstarfsvettvangur Norðurlands í ferðamálum.
Helsta hlutverk MN er að samræma markaðs- og kynningarmál norðlenskrar ferðaþjónustu gagnvart innlendum og erlendum ferðamönnum.
Markaðsstofa Norðurlands gengir hlutverki áfangastaðastofu Norðurlands.

Lesa meira

Fréttir frá starfinu

  • Friður og ró við ysta haf

    Mirjam Blekkenhorst og Sverrir Möller hafa rekið ferðaþjónustu að Ytra Lóni á Langanesi síðan 1998. Þau stunda einnig sauðfjár- og hrossarækt, skógrækt og margvíslegan hlunnindabúskap á jörðinni, en allt styður þetta vel hvað við annað.
  • Ein breyting á stjórn MN eftir aðalfund

    Engar breytingar urðu á kjörnum fulltrúum frá samstarfsfyrirtækjum í stjórn Markaðsstofu Norðurlands, eftir aðalfund sem haldinn var á Hótel Kea, mánudaginn 2. júní. Laus voru tvö sæti á Norðurlandi eystra og eitt á Norðurlandi vestra, en engin framb…
  • Ný sýning um íslenska fjárhundinn

    Sögusetur íslenska fjárhundins var opnað að Lýtingsstöðum í Skagafirði, laugardaginn 25. maí síðastliðinn.
  • „Við viljum vera með allt á hreinu“

    Bílaleiga Akureyrar – Höldur er rótgróið norðlenskt fyrirtæki. Upphafið má rekja aftur til ársins 1966, en fyrirtækið Höldur var stofnað þann 1. apríl 1974 og hefur gegnum tíðina stundað ýmiskonar þjónustustarfsemi, m.a. rekstur veitingastaða og verslana og bensínstöðva svo eitthvað sé nefnt. Starfsemin hefur þróast mikið gegnum tíðina, en síðan 2003 hefur bílaleiga og bílaþjónusta verið í forgrunni. Langstærsti hluti starfseminnar í dag snýst um bílaleigu, en einnig rekur fyrirtækið alhliða bílaverkstæði, dekkjaverkstæði, bílaþvottastöð og bílasölu á Akureyri. Bílafloti og starfsmannafjöldi hefur vaxið jafnt og þétt og í dag starfa rétt tæplega 300 starfsmenn hjá fyrirtækinu og flotinn telur um 8000 bifreiðar. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Akureyri, en einnig eru reknar starfsstöðvar í Reykjavík og Keflavík, auk afgreiðsluútibúa vítt og breitt um land.

Verkefni

Áfangastaðaáætlun
Áfangastaðaáætlun Norðurlands er unnin af Markaðsstofu Norðurlands (MN) í samstarfi við Ferðamálastofu og nær yfir allt starfssvæði MN eða frá Hrútafirði yfir á Bakkafjörð
Demantshringurinn
Vörumerkið, fyrirtækin og lykilstaðir.
Flugklasinn Air 66N
Verkefni Flugklasans í gegnum árin, skýrslur, fréttir og önnur gögn.
Norðurstrandarleið
Handbækur, skráning og þróun á verkefni.
Samstaða um sjálfbæra ferðaþjónustu
Mörg ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi hafa tileinkað sér gildi sjálfbærar þróunar.
Starfsemin árið 2024
Okkar Auðlind
Þau sem starfa í ferðaþjónustu þekkja vel hversu öflug atvinnugreinin er, hversu miklu hún skilar til samfélagsins, hvernig hún stuðlar að aukinni þekkingu á náttúrunni og bættu aðgengi að henni. Þau vita hversu stóran þátt ferðaþjónustan á í því að atvinnulífið á Íslandi vex og dafnar. Þau þekkja hvernig ferðaþjónustan skapar Íslandi gott orðspor og hvernig sífellt fleiri líta til Íslands þegar kemur að því að ferðast á öruggan stað þar sem óspillt náttúran spilar lykilhlutverk.