Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Markaðsstofa Norðurlands (MN) hefur starfað frá árinu 2003 en skrifstofan er samstarfsvettvangur Norðurlands í ferðamálum.
Helsta hlutverk MN er að samræma markaðs- og kynningarmál norðlenskrar ferðaþjónustu gagnvart innlendum og erlendum ferðamönnum.
Markaðsstofa Norðurlands gengir hlutverki áfangastaðastofu Norðurlands.

Lesa meira

Fréttir frá starfinu

  • Haustfundur Norðurstrandarleiðar

    Haustfundur Norðurstrandarleiðar verður haldinn á Teams, þriðjudaginn 11.nóvember kl.09:30 - 11:30. Öll eru velkomin sem áhuga hafa á leiðinni og þeim möguleikum sem hún býður uppá.
  • Norðurland og norðurljósin - The AURORAS

    Nýtt kynningarmyndband Íslandsstofu var sett í loftið í síðustu viku, en það er partur af herferð til að markaðssetja Ísland sem vetraráfangastað fyrir Breta. Í síðustu viku hélt Íslandsstofa kynningarfund um herferðina, og nú boðar Markaðsstofa Norðurlands til fundar um það hvernig herferðin verður nýtt til að kynna Norðurland.
  • Viðurkenningar á Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi 2025

    Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin í Skagafirði í gær. Farið var í heimsóknir til ýmissa ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu, sem bjóða bæði afþreyingu, mat og gistingu ásamt ýmsu öðru.
  • Ferðaþjónusta í Þingeyjarsveit - stöðugreining og aðgerðaáætlun

    Markaðsstofa Norðurlands (MN), í samstarfi við Mývatnsstofu og sveitarfélagið Þingeyjarsveit, hefur á undanförnum mánuðum unnið að verkefni sem felur í sér greiningu á stöðu ferðaþjónustu í Þingeyjarsveit, ásamt vinnslu aðgerðaáætlunar til frekari þróunar greinarinnar í sveitarfélaginu.

Verkefni

Áfangastaðaáætlun
Áfangastaðaáætlun Norðurlands er unnin af Markaðsstofu Norðurlands (MN) í samstarfi við Ferðamálastofu og nær yfir allt starfssvæði MN eða frá Hrútafirði yfir á Bakkafjörð
Demantshringurinn
Vörumerkið, fyrirtækin og lykilstaðir.
Flugklasinn Air 66N
Verkefni Flugklasans í gegnum árin, skýrslur, fréttir og önnur gögn.
Norðurstrandarleið
Handbækur, skráning og þróun á verkefni.
Samstaða um sjálfbæra ferðaþjónustu
Mörg ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi hafa tileinkað sér gildi sjálfbærar þróunar.
Starfsemin árið 2024
Okkar Auðlind
Þau sem starfa í ferðaþjónustu þekkja vel hversu öflug atvinnugreinin er, hversu miklu hún skilar til samfélagsins, hvernig hún stuðlar að aukinni þekkingu á náttúrunni og bættu aðgengi að henni. Þau vita hversu stóran þátt ferðaþjónustan á í því að atvinnulífið á Íslandi vex og dafnar. Þau þekkja hvernig ferðaþjónustan skapar Íslandi gott orðspor og hvernig sífellt fleiri líta til Íslands þegar kemur að því að ferðast á öruggan stað þar sem óspillt náttúran spilar lykilhlutverk.