Vel sóttur fundur með NV-þingmönnum og ferðamálaráðherra
Markaðsstofa Norðurlands og Samtök ferðaþjónustunnar stóðu fyrir fundi með ráðherra ferðamála, Lilju Dögg Alfreðsdóttur, og þingmönnum Norðvesturkjördæmis á veitingastaðnum Teni Blönduósi þriðjudaginn 1. október. Fundurinn var opinn öllum en umræðuefnið var uppbygging, staðan og horfur í ferðaþjónustu í kjördæminu.