Samstarfsfyrirtæki
Samstarfsfyrirtæki Markaðsstofu Norðurlands taka þátt í samstarfi fyrirtækja og sveitarfélaga á Norðurlandi í ferðamálum í samræmi við samstarfssamning og greiða árgjald til markaðsstofunnar. Einungis fyrirtæki sem hafa öll tilskilin leyfi frá Ferðamálastofu til rekstrar í atvinnugreininni geta orðið samstarfsfyrirtæki Markaðsstofu Norðurlands.
Kynningarbréf um samstarf við Markaðsstofu Norðurlands og verðskrá
Verðskrá má sjá í kynningarbréfi. Tekið skal fram að reikningar eru sendir í rafrænni birtingu nema óskað sé eftir öðru.
Merki samstarfsfyrirtækja
Merki samstarfsfyrirtækja má sjá hér að neðan og einnig má ná í þau á síðunni Merki og útgefið efni í fleiri gerðum.
Ávinningur af samstarfi
Fyrirtæki í ferðaþjónustu á Norðurlandi fá margvísleg fríðindi með því að gerast samstarfsfyrirtæki Markaðsstofu Norðurlands. Sértilboð á auglýsingum, námskeiðum, ráðstefnum og fundum og þátttaka í markaðsverkefnum eru meðal ávinnings sem þau njóta, auk sýnileika í markaðsefni, bæði á vef og í ferðahandbók. Samstarfsfyrirtæki greiða hóflegt árgjald til markaðsstofunnar í samræmi við stærð viðkomandi fyrirtækis. Til þess að gerast samstarfsaðili verða fyrirtæki að hafa öll tilskilin leyfi frá Ferðamálastofu til rekstrar í atvinnugreininni. Frekari upplýsingar gefur starfsfólk MN á netfanginu info@nordurland.is og í síma 462-3300.
Viðurkenningar til samstarfsfyrirtækja
Viðurkenningar á Uppskeruhátíðum Markaðsstofunnar:
2021
Fjallabyggð
Sproti ársins: 1238: Battle of Iceland
Fyrirtæki ársins: SBA Norðurleið
Störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi: Linda María Ásgeirsdóttir, Verbúðin Hrísey og Ferðamálafélag Hríseyjar
Hvatningarverðlaun: Fairytale at Sea
2019
Hörgársveit
Sproti ársins: Sjóböðin á Húsavík
Fyrirtæki ársins: Ekta fiskur og Hvalaskoðunin á Hauganesi
Störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi: Evelyn Ýr Kuhne, eigandi Ferðaþjónustunnar á Lýtingsstöðum.
2018
Húnaþing vestra
Sproti ársins : Hótel Laugarbakki
Fyrirtæki ársins: Hotel Natur
Störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi: Svanhildur Pálsdóttir, markaðsstjóri 1238 - Battle of Iceland.
2017
Mývatnsveit
Sproti ársins : Bjórböðin Spa
Fyrirtæki ársins: Gauksmýri
Störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi: Ólöf Hallgrímsdóttir, eigandi Vogafjóss.
2016
Skagafjörður
Sproti ársins Inspiration Iceland
Fyrirtæki ársins Sel - Hótel Mývatn
Störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi Magnús Sigmundsson framkvæmdastjóri Hestasports.
2015
Þingeyjarsveit og Húsavík
Sproti ársins Saga Travel
Fyrirtæki ársins Norðursigling
Störf í þágu ferðaþjónustu á Norðurlandi Bergþór Erlingsson markaðsstjóri SBA.
2014
Austur Húnavatnssýslur endað í félagasheimilinu á Blönduósi
Sproti ársins Spákonuhof - Dagný Marín Sigmarsdóttir
Fyrirtæki ársins Bílaleiga Akureyrar - Höldur
Störf í þágu ferðaþjónustunnar á Norðurlandi Guðmundur Karl Jónsson forstöðumaður í Hlíðarfjalli
2013
Akureyri og Eyjafjarðarsveit endað í Félagsheimili Hörgársveitar:
Nýjung í ferðaþjónustu: Strýtan köfunarmiðstöð
Áratuga störf í ferðaþjónustu: Sveinn í Kálfsskinni
Fagleg uppbygging: Gestastofa Sútarans , Sigríður Káradóttir
2012
Norðurhjari – endað í Félagsheimilinu Þórshöfn:
Nýjung í ferðaþjónustu: Fuglastígur - Birdingtrail
Áratuga störf í ferðaþjónustu: Auður Gunnarsdóttir, Húsavík
Fagleg uppbygging: Akureyri Backpackers, Geir og Lilja
2011
Eyjafjörður að vestan endað á Rauðku á Siglufirði
Nýjung í ferðaþjónustu: Bergmenn –Jökull Bergmann
Áratuga störf í ferðaþjónustu: Arngrímur Jóhannsson
Fagleg uppbygging: Ferðaþjónustan Rauðka
2010
Vestur Húnavatnssýslu –endað á Laugarbakka
Nýjung í ferðaþjónustu: Selasigling
Áratuga störf í ferðaþjónustu: Arinbjörn á Brekkulæk
Fagleg uppbygging: Ferðaþjónustan Skjaldarvík
2009
Mývatnssveit –endað í Hótel Reynihlíð
Nýjung í ferðaþjónustu: Kaffi Borgir, Dimmuborgum, Mývatnssveit
Áratuga störf í ferðaþjónustu: Sigrún Jóhannsdóttir, Selinu Mývatnssveit
Fagleg uppbygging: Vatnajökulsþjóðgarður v/Gljúfrastofu
2008
Skagafjörður – endað í félagheimilinu Héðinsmynni
Nýjung í ferðaþjónustu: Fuglasafn Sigurgeirs, Mývatnssveit
Áratuga störf í ferðaþjónustu: Gunnar Árnason, Akureyri
Fagleg uppbygging: Byggðasafn Skagfirðinga
2007
Eyjafjörður austan –endað á KEA hóteli, Akureyri
Nýjung í ferðaþjónustu: Vitafélagið (Sigurbjörg Árnadóttir)
Áratuga störf í ferðaþjónustu: Knútur Karlsson
Fagleg uppbygging: Síldarminjasafnið (Örlygur )
2006
Austur Húnavatnssýsla – endað á Kántrý bæ, Skagaströnd
Nýjung í ferðaþjónustu:
Áratuga störf í ferðaþjónustu: Bára í Staðarskála
Fagleg uppbygging: Hólaskóli (Guðrún Þóra)
Sérstök heiðursverlaun Hallbjörn Hjartarson
2005
Húsavík-Reykjadalur-Mývatnssveit- endað á Sölku á Húsavík
Nýjung í ferðaþjónustu: Selasetur Íslands
Áratuga störf í ferðaþjónustu: Jón Drangeyjarjarl og Erlingur Thoroddsen
Fagleg uppbygging: Jarðböðin í Mývatnssveit