Fara í efni

Samstarfsfyrirtæki

Samstarfsfyrirtæki Markaðsstofu Norðurlands taka þátt í samstarfi fyrirtækja og sveitarfélaga á Norðurlandi í ferðamálum í samræmi við samstarfssamning og greiða árgjald til markaðsstofunnar. Einungis fyrirtæki sem hafa öll tilskilin leyfi frá Ferðamálastofu til rekstrar í atvinnugreininni geta orðið samstarfsfyrirtæki Markaðsstofu Norðurlands.

Kynningarbréf um samstarf við Markaðsstofu Norðurlands og verðskrá

Verðskrá má sjá í kynningarbréfi. Tekið skal fram að reikningar eru sendir í rafrænni birtingu nema óskað sé eftir öðru.

Merki samstarfsfyrirtækja

Merki samstarfsfyrirtækja má sjá hér að neðan og einnig má ná í þau á síðunni Merki og útgefið efni í fleiri gerðum.

Merki samstarfsfyrirtækja MN á íslensku  Merki samstarfsfyrirtækja MN á ensku

Ávinningur af samstarfi

Fyrirtæki í ferðaþjónustu á Norðurlandi fá margvísleg fríðindi með því að gerast samstarfsfyrirtæki Markaðsstofu Norðurlands.  Sértilboð á auglýsingum, námskeiðum, ráðstefnum og fundum og þátttaka í markaðsverkefnum eru meðal ávinnings sem þau njóta, auk sýnileika í markaðsefni, bæði á vef og í ferðahandbók.  Samstarfsfyrirtæki greiða hóflegt árgjald til markaðsstofunnar í samræmi við stærð viðkomandi fyrirtækis. Til þess að gerast samstarfsaðili verða fyrirtæki að hafa öll tilskilin leyfi frá Ferðamálastofu til rekstrar í atvinnugreininni. Frekari upplýsingar gefur starfsfólk MN á netfanginu info@nordurland.is og í síma 462-3300.