Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Áfangastaðaáætlun

Ábyrg þróun ferðaþjónustu á Norðurlandi

Árið 2018 gengu Markaðsstofa Norðurlands og Ferðamálastofa frá samningi um eitt stærsta verkefni í íslenskri ferðaþjónustu sem gengur út á gerð áfangastaðaáætlun (e. Destination Management Plan) fyrir landshlutann Norðurland. Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála leiddu verkefnið og sömdu við markaðsstofur landshlutanna um að halda utan um vinnunna við verkefnið.Í verkefnið voru lagðar 100 milljónir fyrir alla landshluta.

Hagsmunaaðilar DMP

Verkefninu var ætlað að gera heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamála á svæðinu. Með þessu heildstæða ferli er tryggt að þróun ferðamála sé unnið í sátt við umhverfið, íbúa og ferðaþjónustufyrirtæki svæðisins, sem tryggi bestu upplifun ferðamannsins. Þetta verkefni mun auðvelda opinbera ákvörðunartöku sem tengjast meðal annars uppbyggingu þjónustu, skipulagsmálum, aðgangsstýringu og markaðsáherslum.

Lykil hagsmunaaðilar verkefnisins eru ferðaþjónustufyrirtæki og sveitarfélög á viðkomandi svæðum. Aðrir hagsmunaaðilar eru þeir sem beint eða óbeint hafa hag af ferðaþjónustu á viðkomandi svæði.

Svæði Markaðsstofu Norðurlands er mjög stórt eða um 36 þúsund ferkílómetrar með 28 þéttbýliskjörnum í 20 sveitarfélögum. Var því ákveðið að skipta Norðurlandi upp, sem er skilgreint sem eitt DMP svæði, og þar undir voru fjögur skilgreind vinnusvæði til að einfalda vinnuna og gera ferlið skýrara. Horft var til stöðu ferðaþjónustunnar á svæðinu öllu og ákvað stýrihópur verkefnisins eftirfarandi fjögur vinnusvæði sem eru undir DMP svæði Norðurlands:

Kort sem sýnir skiptingu Norðurlands í fjögur svæði vegna DMP

 1. Austur og Vestur Húnavatnssýsla
 2. Skagafjörður og Eyjafjörður (Tröllaskagi)
 3. Mývatn - Húsavík - Þingeyjarsveit (Demantshringurinn)
 4. Norðurhjarasvæði

 

Um forgangsverkefni

Árið 2020 var unnið að nýrri forgangsröðun verkefna á Norðurlandi sem eru partur af áfangastaðaáætlun. Sömu aðferðafræði var beitt og síðast þegar verkefnum var forgangsraðað, í henni felst að öllum sveitarfélögum og ferðamálafélögum er gefið tækifæri til að senda inn sína topp fimm lista yfir þau verkefni sem þau vildu að lögð yrði áhersla á tímabilinu 2020 – 2022. Í febrúar 2020 var send út hvatning um að unnið yrði að listanum í góðri samvinnu við baklandið. Frestur var gefin til byrjun júní og voru 47 verkefni send inn. Af 20 sveitarfélögum á Norðurlandi skiluðu inn 11 tillögum. Voru 21% þessara verkefna á Norðurlandi vestra og 79% á Norðurlandi eystra.

Hér að neðan má sjá lista yfir sveitarfélögin og ferðamálafélögin sem sendu inn tillögur og hægt er að skoða tillögurnar með því að smella á nafn viðkomandi.

Sjá forgangsverkefni vegna Áfangastaðaráætlunar 2018

Forgangsverkefni 2021-2023

Fréttir af verkefninu

 • Áfangastaðaáætlun uppfærð

  Búið er að uppfæra Áfangastaðaáætlun Norðurlands fyrir árin 2021-2023.
 • Framtíð ferðaþjónustu í Hörgársveit

  Miðvikudaginn 26. október, kl 17, verður Hörgársveit með fund um framtíð ferðaþjónustu í sveitarfélaginu. Þar mæta einnig fulltrúar Markaðsstofu Norðurlands.
 • Áfangastaðaáætlun 2021-2023 er komin út

  Áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland, sem gildir frá 2021-2023 hefur nú verið gefin út og má skoða hana hér á vefnum.
 • Upptaka frá kynningu á áfangastaðaáætlun

  Fimmtudaginn 15. nóvember hélt ferðamálastofu kynningarfund um áfangastaðaáætlanir landshluta. Björn H. Reynisson, verkefnastjóri áfangastaðaáætlunar Norðurlands, kynnti afrakstur sinnar vinnu en sem kunnugt er var áætlunin birt hér á vefnum í júlí síðastliðnum