Áfangastaðaáætlun
Ábyrg þróun ferðaþjónustu á Norðurlandi
Árið 2018 gengu Markaðsstofa Norðurlands og Ferðamálastofa frá samningi um eitt stærsta verkefni í íslenskri ferðaþjónustu sem gengur út á gerð áfangastaðaáætlun (e. Destination Management Plan) fyrir landshlutann Norðurland. Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála leiddu verkefnið og sömdu við markaðsstofur landshlutanna um að halda utan um vinnunna við verkefnið.Í verkefnið voru lagðar 100 milljónir fyrir alla landshluta.
Verkefninu var ætlað að gera heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamála á svæðinu. Með þessu heildstæða ferli er tryggt að þróun ferðamála sé unnið í sátt við umhverfið, íbúa og ferðaþjónustufyrirtæki svæðisins, sem tryggi bestu upplifun ferðamannsins. Þetta verkefni mun auðvelda opinbera ákvörðunartöku sem tengjast meðal annars uppbyggingu þjónustu, skipulagsmálum, aðgangsstýringu og markaðsáherslum.
Lykil hagsmunaaðilar verkefnisins eru ferðaþjónustufyrirtæki og sveitarfélög á viðkomandi svæðum. Aðrir hagsmunaaðilar eru þeir sem beint eða óbeint hafa hag af ferðaþjónustu á viðkomandi svæði.
Svæði Markaðsstofu Norðurlands er mjög stórt eða um 36 þúsund ferkílómetrar með 28 þéttbýliskjörnum í 20 sveitarfélögum. Var því ákveðið að skipta Norðurlandi upp, sem er skilgreint sem eitt DMP svæði, og þar undir voru fjögur skilgreind vinnusvæði til að einfalda vinnuna og gera ferlið skýrara. Horft var til stöðu ferðaþjónustunnar á svæðinu öllu og ákvað stýrihópur verkefnisins eftirfarandi fjögur vinnusvæði sem eru undir DMP svæði Norðurlands:
- Austur og Vestur Húnavatnssýsla
- Skagafjörður og Eyjafjörður (Tröllaskagi)
- Mývatn - Húsavík - Þingeyjarsveit (Demantshringurinn)
- Norðurhjarasvæði
Núverandi Áfangastaðaáætlun
Áfangastaðaáætlun 2021
Áfangastaðaáætlun 2018
Áfangastaðaáætlun 2021 á ensku
Hlekkir á tengt efni
Upplýsingar um áfangastaðaáætlun frá Ferðamálastofu
Áfangaskýrsla DMP fyrir árið 2017 má finna með því að smella hér