Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fyrstu landnemarnir fluttu skepnur með sér til landsins – kindur, nautgripi, svín, hross og geitur. Landnemarnir þurftu að aðlagast nýju heimkynnunum og óblíðu náttúrufari, en þá þróaðist það svo að kjöt kom mest af kindum, en mjólkin kom svo til eingöngu úr kúm, á meðan svín svo til hurfu smám saman. Neysla nauta- og svínakjöts jókst svo aftur og er talsverð í dag. Gæði íslenska lambakjötsins eru vel þekkt, en lömbum er yfirleitt slátrað við 4-5 mánaða aldur, á haustin. Yfirleitt hafa þau þá fengið að vera á fjöllum og nærast á villtum jurtum. Þetta kemur fram í bragðinu og segja sumir að íslenska lambið kryddi sig sjálft. Íslenski geitastofninn er afar smár og jafnvel í hætta á að deyja út, en íslendingar hafa þó tekið við sér hvað varðar geitaafurðir og hjálpar það við að halda stofninum við. Hrossakjöt er í raun hliðarafurð af ást Íslendinga á því að fara á bak íslenska hestinum. Íslenski hesturinn er mikið útivið á beit og stuðlar það að heilnæmu kjöti. Pylsumenning Íslendinga er nokkuð einfaldari en margra annarra þjóða, en hér höfum við auðvitað lamba-pylsurnar okkar, sem eru reyndar yfirleitt kallaðar bjúgu og eru herramanns matur með uppstúfi, kartöflum og jafnvel grænum baunum.

Á ensku

lamb and mutton / lamba- og ærkjöt
liver sausage and black pudding / lifrarpylsa og blóðmör (slátur)
sheep‘s head / svið

beef / nautakjöt
goat meat / geita- og kiðlingakjöt
horse and foal meat / hrossa- og foldakjöt
pork / svínakjöt
farmer-made sausage / heimagerð pylsa