Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Tvíburarnir James og Oliver Phelps ferðuðust um Norðurland við tökur á þætti í haust. Mynd: Off the …

Þrír breskir sjónvarpsþættir teknir upp á Norðurlandi

Í haust hefur efni í þrjá breska sjónvarpsþætti verið tekið upp á Norðurlandi. Þó nokkur leynd hvílir yfir þessum verkefnum, eins og venja er en þó styttist í að tveir af þessum þáttum verði sýndir. 

Nýtt myndabankakerfi tekið í notkun

Á undanförnum vikum hefur verið ráðist í uppfærslu á því hvernig myndabanki Markaðsstofu Norðurlands er hýstur. Hann er nú kominn inn í glænýtt kerfi frá Brandcenter, sem býður upp á alls kyns möguleika til deilingar á myndefni, skjölum og myndböndum.

Vetrarþjónustu mjög ábótavant við ferðamannastaði

Stjórn Markaðsstofu Norðurlands telur það óásættanlegt að vetrarþjónustu að vegum á ferðamannastöðum á Norðurlandi sé jafn ábótavant og raun ber vitni. Þetta kemur fram í ályktun sem var samþykkt á síðasta stjórnarfundi MN.

Norðurstrandarleið hlýtur nýsköpunarviðurkenningu ferðaþjónustunnar

Markaðsstofa Norðurlands var tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna ferðaþjónustunnar í ár, en verðlaunin voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Tilnefninguna hlaut MN vegna Norðurstrandarleiðar – Arctic Coast Way, sem opnaði við hátíðlega athöfn árið 2019 og hefur orðið að stórum segli í ferðaþjónustu á Norðurlandi.

Vel heppnaður ársfundur Norðurstrandarleiðar

Ársfundur Norðurstrandarleiðar var haldinn á mánudag. Vegna aðstæðna í samfélaginu var ákveðið að halda fjarfund en ekki staðarfund eins og upphaflega var áætlað.

Viðurkenningar á Uppskeruhátíð 2021

Fjögur fyrirtæki fengu viðurkenningar fyrir störf sín í ferðaþjónustu á Norðurlandi.

Skráning er hafin á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna 2022

Markaðsstofur landshlutanna setja upp ferðakaupsýninguna Mannamót Markaðsstofa landshlutanna fyrir samstarfsfyrirtæki sín fimmtudaginn 20. janúar 2022 kl. 12:00 – 17:00 í Kórnum í Kópavogi.

Nýr starfsmaður á nýrri starfsstöð

Auður Ingólfsdóttir hóf störf í vikunni hjá Markaðsstofu Norðurlandsog hélt í dag á Sauðárkrók þar sem hún verður með starfsstöð, en hún mun deila skrifstofu með starfsmönnum SSNV.

Uppskeruhátíð verður 14. október

Það er okkur hjá Markaðsstofu Norðurlands mikið gleðiefni að boða til árlegrar Uppskeruhátíðar ferðaþjónustunnar á Norðurlandi fimmtudaginn 14. október.

Hópur Breta kynnti sér norðlenska matarmenningu

Síðustu daga hefur hópur Breta verið á ferðalagi um Norðurland til að kynnast matargerð, framleiðslu og öðru sem tengist mat í norðlenskri ferðaþjónustu.

Auður ráðin sem verkefnastjóri áfangastaðaáætlunar

Auður Ingólfsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri áfangastaðaáætlunar og kemur inn í teymi MN í lok september, en hún mun starfa á Sauðárkróki.

Við leitum að verkefnastjóra áfangastaðaáætlunar