Fara í efni

Stöðugreining

Skráðar gistinætur á Norðurlandi: Fjöldi og þróun

Algeng leið til að mæla umsvif ferðaþjónustu á ákveðnum svæðum er að skoða fjölda skráðra gistinátta, en Hagstofan heldur saman gistináttafjölda eftir landshlutum. Taflan hér að neðan sýnir þróun fjölda skráðra gistinátta, á árunum 2017-2023, á Norðurlandi öllu, en einnig á Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra. Heildarfjöldi skráðra gistinátta á árinu 2023 var 1.172.376, þar af voru 990.622 á Norðurlandi eystra (84,5%) og 181.754 á Norðurlandi vestra (15,5%).