Fara í efni

Kynningarfundir ferðamálaráðherra 3. og 5. júní

Á haustmánuðum 2017 ákvað ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að ráðast í viðamikið verkefni um viðmið sjálfbærni vegna fjölda ferðamanna á Íslandi m.t.t. innviða og samfélags. Slíkt verkefni hefur ekki verið unnið áður á landsvísu sem gerir það einstakt á heimsvísu. Fyrsta áfanga verkefnisins lauk haustið 2018 með skilgreiningu hátt í sjötíu vísa um sjálfbærni út frá efnahagslegum, umhverfislegum og samfélagslegum þáttum, í því skyni að leggja mat á hversu mörgum ferðamönnum er hægt að taka á móti á Íslandi.

Fyrsta flug Voigt Travel og Transavia til Akureyrar

Fyrsta ferð Transavia með ferðamenn á vegum Voigt Travel kom mánudaginn 27. maí frá Rotterdam. Þetta er fyrsta flugið af 16 hjá Transavia í sumar til höfuðstaðar Norðurlands. Við þetta tækifæri tilkynnti Cees van den Bosch, framkvæmdastjóri Voigt Travel að ákveðið hefði verið að fljúga frá flugvellinum á Akureyri til Amsterdam næsta vetur. Flogið yrði á mánudögum og föstudögum frá 14. febrúar. Farnar yrðu alls átta ferðir.

Lonely Planet names Arctic Coast Way as a top 10 destination

Lonely Planet has announced its Top 10 list of the best destinations in Europe for 2019, and the upcoming Arctic Coast Way is ranked as the third best destination to visit.

Norðurstrandarleið einn besti áfangastaður Evrópu

Arctic Coast Way – Norðurstrandarleið var í dag valið á topp 10 lista yfir þá áfangastaði í Evrópu sem best er að heimsækja, að mati Lonely Planet sem er einn vinsælasti útgefandi ferðahandbóka í heiminum.
Demantshringurinn

Markaðssetning á Demantshringnum - Umræðufundur

Viltu taka þátt í þróun á þessari fallegu ferðamannaleið? Fimmtudaginn 23. maí kl 13:00 – 15:00 á veitingahúsinu Sölku á Húsavík.

Kynning á störfum Markaðsstofunnar frá aðalfundi

Á aðalfundi Markaðsstofu Norðurlands var venju samkvæmt var farið yfir störf MN á síðasta ári. Hér að neðan má sjá upptöku frá þeirri kynningu .

Lokaskýrsla um þróun upplifana birt

Lokaskýrsla Blue Sail um þróun upplifana á Arctic Coast Way/Norðurstrandarleið hefur nú verið birt. Í skýrslunni er að finna samantekt á því starfi sem hefur verið unnið í tengslum við þróun upplifana, en sú vinna fór fram í fimm þrepum frá því í nóvember 2017 og fram í október 2018.

Samstarf um markaðssetningu Diamond Circle

Markaðsstofa Norðurlands og Húsavíkurstofa hafa gert með sér samning um notkun á heitinu Diamond Circle sem er í eigu Húsavíkurstofu.
Ný stjórn Markaðsstofu Norðurlands. Á myndina vantar Viggó Jónsson og Arngrím Arnarson.

Ný stjórn kosin á aðalfundi

Þrír stjórnarmenn voru kjörnir í stjórn Markaðsstofu Norðurlands, á aðalfundi sem haldinn var á Fosshótel Húsavík þriðjudaginn 7. maí. Dagskrá fundarins var samkvæmt skipulagsskrá, en fundargögn koma inn á vefsíðuna síðar.

Transavia selur flugsæti til og frá Akureyri

Hollenska flugfélagið Transavia hefur hafið beina sölu á flugsætum til Akureyrar frá Rotterdam, í ferðir sem farnar verða í sumar og næsta vetur.

Vinnustofur Voigt Travel og MN í maí

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel, sem mun hefja flugferðir beint til Akureyrar í lok maí, mun í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands og Flugklasann Air 66N halda vinnustofur á Akureyri í maí. Vinnustofurnar eru ætlaðar þeim ferðaþjónustufyrirtækjum sem vilja læra um hollenska ferðamenn og styrkja kynni sín við Voigt Travel. Skilyrði fyrir þátttöku er að fyrirtækið sé samstarfsfyrirtæki MN.

Vorráðstefna MN 2019 - „Okkar Áfangastaður“

Vorráðstefna Markaðsstofu Norðurlands verður haldin á Fosshótel Húsavík, þriðjudaginn 7. maí næstkomandi, frá 13-15:00. Heiti ráðstefnunnar að þessu sinni er „Okkar Áfangastaður“ og verður þar fjallað um þrjú viðamikil verkefni hjá Markaðsstofunni.