Kynningarfundir ferðamálaráðherra 3. og 5. júní
Á haustmánuðum 2017 ákvað ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að ráðast í viðamikið verkefni um viðmið sjálfbærni vegna fjölda ferðamanna á Íslandi m.t.t. innviða og samfélags. Slíkt verkefni hefur ekki verið unnið áður á landsvísu sem gerir það einstakt á heimsvísu. Fyrsta áfanga verkefnisins lauk haustið 2018 með skilgreiningu hátt í sjötíu vísa um sjálfbærni út frá efnahagslegum, umhverfislegum og samfélagslegum þáttum, í því skyni að leggja mat á hversu mörgum ferðamönnum er hægt að taka á móti á Íslandi.