Fara í efni

Helmingur erlendra sumarferðamanna kemur á Norðurland

Á árinu 2017 má áætla að um 573 þúsund erlendir ferðamenn hafi komið á Norðurland, eða 29% af heildarfjölda erlendra ferðamanna sem komu til Íslands á árinu. Næturgestir voru 456 þúsund, sem gistu að meðaltali í rúmlega þrjár nætur. Samtals voru seldar gistinætur á síðasta ári 1.413 þúsund, sem er um 11% af heildarfjölda gistinótta erlendra ferðamanna. Þó nokkur munur er á fjölda þeirra sem kemur að sumri til annars vegar og vetri til hins vegar.
Arctic Coast Way/Norðurstrandarleið

Taktu þátt í þróun á upplifunum í apríl með Blue Sail!

Í apríl verða haldnar vinnustofur með breska ráðgjafafyrirtækinu Blue Sail. Skráning fer fram á heimasíðu MN og hefst þriðjudaginn 27. Mars. Við viljum þróa það besta sem völ er á þegar kemur að upplifun ferðamanna, þar á meðal þeim sem tengjast mat og matargerð.

Bonefight at the Icelandic Winter Games

The Icelandic Winter Games will be held at Hlíðarfjall Ski Resort in Akureyri, the next weekend. The IWG is now returning after a one year pause, but they were first held in 2014. Contestants from all over the world are expected, from the USA, Canada and Austria to name a few nationalities.

Bonefight á Icelandic Winter Games

Iceland Winter Games (IWG) hátíðin verður haldin í Hlíðarfjalli á Akureyri dagana 23.-25. mars nk. Um alþjóðlega vetrarhátíð er að ræða en hátíðin var fyrst haldin árið 2014 en snýr nú aftur eftir tveggja ára hlé. Í ár er von á keppendum víðs vegar að úr heiminum, m.a. frá Bandaríkjunum, Kanada, Austurríki og fleiri Evrópulöndum.

Vilt þú vera með á Birdfair 2018?

Markaðsstofan tekur þátt í Birdfair eins og fyrri ár í gegnum verkefnið Birding Iceland. Sýningin stækkar ár frá ári og sömuleiðis eykst alltaf áhuginn á Íslandi.

Super Break í samningaviðræðum við nýtt flugfélag

Breska ferðaskrifstofan Super Break, sem hefur undanfarnar vikur komið með um 2500 breska farþega til Akureyrar, áformar nú að nota enn öflugri og stærri vél fyrir Norðurlandsferðirnar en verið hefur.

The 3rd Update report for ACW

The 3rd Update Report about the Arctic Coast Way – Norðurstrandarleið has now been published. This report is focused on the process of the experience development, which we run in cooperation with Blue Sail, the consultancy from the UK.

Þriðja áfangaskýrsla Norðurstrandarleiðar komin út

Nú er þriðja áfangaskýrslan um Arctic Coast Way - Norðurstrandarleið komin út. Í skýrslunni er fjallað um þróun á upplifunum, en sú vinna er unnin í samstarfi við breska ráðgjafafyrirtækið Blue Sail.

Fréttaskot í febrúar

Það má með sanni segja að janúar hafi verið mánuður ferðasýninganna, þar sem bæði Mannamót og Mid-Atlantic voru áberandi, svo eitthvað sé nefnt.

Norðurstrandarleið fær styrki úr uppbyggingarsjóðum

Verkefnið Norðurstrandarleið - Arctic Coast Way fékk á dögunum tvo peningastyrki, annarsvegar úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra sem Eyþing heldur utan um og hinsvegar úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands Vestra sem SSNV heldur utan um.

Arctic Coast Way gets further funding

We are very happy to announce that the Arctic Coast Way got further support from the regional associations Eything and SSNV.

Matarauður Íslands og Norðurstrandarleið í samstarf

Það gleður okkur mikið að tilkynna um samstarf Norðurstrandarleiðar og verkefnisins Matarauður Íslands, til að skapa svokallaðar „matarupplifanir“ á þessum nýja ferðamannavegi. Í samstarfinu felst fjárhagslegur stuðningur Matarauðs við Norðurstrandarleiðarverkefnið og mun peningurinn meðal annars fara í kaup á ráðgjöf frá fyrirtækinu Blue Sail um þróun á matarupplifunum á þessu ári.