Dagskrá Iceland Airwaves á Akureyri tilbúin
Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves verður nú haldin bæði í Reykjavík og á Akureyri í fyrsta skipti. Skipuleggjendur hátíðarinnar ákváðu að færa út kvíarnar og bjóða upp á tónleika á Akureyri, en fjölmargir listamenn munu koma þar fram.