Fara í efni

Málþing um sjókvíaeldi í Ólafsfirði

Fjallabyggð stendur fyrir málþingi um sjókvíaeldi. Málþingið verður haldið í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði föstudaginn 30. júní 2017 frá kl. 13:00 – 17:00.

Hæfilegur fjöldi ferðamanna yfir sumartímann

Meirihluti íbúa í Eyjafirði telur að ferðamenn í þeirra heimabyggð séu hæfilega margir yfir sumartímann en heldur fáir á veturna. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunarinnar „Eyfirðingurinn í hnotskurn“ sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri gerði á Eyjafjarðarsvæðinu.

Rögnvaldur Már ráðinn í starf verkefnisstjóra Kjarnaveita

Í vetur var auglýst staða verkefnisstjóra fyrir Kjarnaveitur og útgáfu. Starfið felur í sér fjölbreytt verkefni í markaðssetningu og þróun á upplýsingaveitum fyrir ferðamenn. Í starfið var ráðinn Rögnvaldur Már Helgason og hóf hann störf um miðjan maí.

Bjórböðin opnuð með pompi og prakt

Formleg opnun Bjórbaðanna á Árskógssandi var á fimmtudaginn 1. júní síðastliðinn. Undirbúningur hefur staðið yfir í þó nokkurn tíma og bygging húsanna hefur gengið vel í vetur. Óhætt er að segja að beðið hafi verið eftir þessum böðum með mikilli eftirvæntingu enda kom fjöldi fólks til að skoða það sem boðið er upp á.
Beer and Geothermal Hot Water

The Beer Spa is now open

The official opening of the Beer Spa at Árskógssandur was on 1st of June. Preparations have been going on for a while and the construction of the spa went according to plan this last winter. It‘s safe to say that people have been anxious to finally see the spa in action, as a big crowd gathered at the spa for the opening.

Ambassador offers trips to Hrísey

Ambassador Whale Watching now offers special trips to Hrísey, called „The Pearl – Hrisey Island.“ Bookings are now available on their website, and the company sails out to Hrísey four times a week. Another similar trip to Grímsey is available three times a week. Visitors are taken aboard the Arctic Circle and the boat leaves at 18:00 pm from Torfnuesbryggja in downtown Akureyri. Estimated arrival back to Akureyri is at around 22:30 pm.

Ambassador býður upp á ferðir til Hríseyjar

Hvalaskoðunarfyrirtækið Ambassador býður nú upp ferðir til Hríseyjar, fjóra daga vikunnar. Þessar ferðir verða farnar til móts við Grímseyjarferðir fyrirtækisins, sem eru á áætlun þrjá daga vikunnar. Siglt er á bátnum Arctic Circle klukkan 18:00 frá Torfunefsbryggju og komið til baka um 22:30.
Unnur, Arngrímur, Sigríður, Edda, Sigríður, Tómas, Þórdís.

Þrír nýir aðalmenn í stjórn Markaðsstofunnar

Þrír nýir stjórnarmenn voru kjörnir í stjórn Markaðsstofu Norðurlands, á aðalfundi sem haldinn var á Hótel KEA þriðjudaginn 16. maí. Dagskrá fundarins var samkvæmt skipulagsskrá.
Markaðsstofa Norðurlands

Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands 2017

Markaðsstofa Norðurlands Markaðsstofa Norðurlands boðar til aðalfundar þriðjudagurinn 16. maí 2017 kl 13-15. Fundurinn er haldinn á Hótel KEA.
#skiiceland

Á skíðum skemmti ég mér - stóra Norðlenska skíðaferðin er afstaðin

Markaðsstofa Norðurlands ásamt skíðasvæðunum á Norðurlandi buðu 40 ferðaþjónustuaðilum í 5x skíðaferð í gegnum verkefnið Ski Iceland. Fimmtudaginn 7. apríl fóru 40 aðilar sem tengjast ferðaþjónustu beint og óbeint að skoða og prófa skíðasvæðin á Norðurlandi og tókst það vel til.
Björn H. Reynisson

Björn H. Reynisson ráðinn í starf verkefnisstjóra DMP

Ráðningarferli vegna verkefnisstjóra DMP er nú lokið og munum við hefja verkefnið af fullum krafti á næstu vikum.

Skýrsla RRF um dreifingu gistinátta á Norðurlandi 2010-2016

Markaðsstofan fékk Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar í verkefnið að taka saman helstu tölur úr könnun þeirra á Norðurlandi. Hér má sjá tölur sem skiptast milli svæða á Norðurlandi. Tekið er saman eftirtalin svæði: