Fara í efni
Ratsjáin

Ratsjáin – Nýsköpunar og þróunarverkefni

Ratsjáin er nýsköpunar og þróunarverkefni sem stuðlar að því að bjóða stjórnendum í starfandi ferðaþjónustufyrirtækjum þátttöku í þróunarferli með það að markmiði að efla þekkingu og hæfni sína á sviði fyrirtækjareksturs. Verkefninu er ætlað að ná til þeirra fyrirtækja sem eru að gera góða hluti í dag en vilja efla sig enn meira í ýmsum rekstrarþáttum.
@andrewstrain - Goðafoss

Erlendir ferðamenn á Norðurlandi 2010-2015 og fundur Íslandsstofu, skýrsla og glærur.

Markaðsstofa Norðurlands og Íslandsstofa héldu tvo fundi á Norðurlandi mánudaginn 25. apríl síðastliðin og hér má nálgast kynnignar frá fundinum. Markaðsstofan fékk Rannsóknir og ráðgjöf ferðaþjónustunnar í verkefnið að taka saman helstu tölur úr könnun þeirra á Norðurlandi. Hér má sjá tölur sem skiptast milli svæða á Norðurlandi. Tekið er saman eftirtalin svæði:
#nordurland

Fundur á Húsavík fellur niður:Markaðssetning í breyttu umhverfi 25. apríl á Norðurlandi

Við boðum til kynningarfunda ásamt Íslandsstofu til að kynna markaðssetningu á Íslandi og þar sem við munum fara yfir helstu niðurstöður könnunar Rannsókna og Ráðgjafar ferðaþjónustunnar um erlenda ferðamenn á Norðurlandi.
Trapped in Siglufjörður

Sigló vill keep you captive: At the scene of TRAPPED

This weekend the UK sees the finale of TRAPPED the Icelandic crime show that has taken viewers by storm. Set in a remote town in Iceland, the show was actually shot mostly in the town of Siglufjörður on the northern coast of Iceland. Insider tells us that the cast and crew endured heavy snow and gusty winds for weeks on end but exactly those weather conditions were detrimental for the shows dark and mysterious settings.
Iceland Winter Games 2016

Iceland Winter Games 2016 - Keppendur stökkva yfir eldfjall

Iceland Winter Games (IWG) er 10 daga löng vetrar- og útivistarhátíð sem haldin er á Norðurlandi í þriðja sinn í ár og hefur hún fest sig í sessi, jafnt hjá bæjarbúum sem og vetraríþróttafólki og áhugamönnum um allt land. Árið 2015 sameinuðust tvær stærstu vetrarhátíðir Norðurlands, Éljagangur og IWG undir nafni og merkjum Iceland Winter Games, sem gerir IWG að stærstu vetrarhátíð landsins og er enn í mjög örum vexti.
Iceland Winter Games 2016

Iceland Winter Games 2016 - Volcano Big Jump

Winter is finally back in the small city of Akureyri, the ski capital of Iceland. The mountains surrounding the city are full of snow, and for the people of Akureyri that means that preperation for Iceland Winter Games is on full steam and they´r counting down to their big winter festival.
Samgönguþing 2016

Upptaka: Samgönguþing Markaðsstofu Norðurlands 2016

Hér fyrir neðan má nálgast upptökur af Samgönguþingi Markaðsstofu Norðurlands 2016.
Samgönguþing

Samgönguþing Markaðsstofu Norðurlands 2016

Samgönguþing Markaðsstofu Norðurlands 2016 Almenningssamgöngur og skemmtiferðaskip Hofi Akureyri, miðvikudaginn 17. febrúar kl. 9:30
Credit: Nate Abbott, IWG 2015

Fréttaskot Markaðsstofu Norðurlands 28.1.2016

Mannamót markaðsstofanna eru afstaðin og var metþátttaka. Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í sýningunni á einn eða annan þátt fyrir og vonumst til þess að sjá sem flesta 19. janúar 2017 á Mannamótum. Mid Atlantic og útgáfa bókarinnar North Iceland Tourist Guide 2016-2017 er á næsta leiti. Við óskum eftir breytingum á upplýsingum í bók er varðar fyrirtæki sem eru í henni sem fyrst. Bókina sem kom út í fyrra má sjá hér http://www.nordurland.is/static/files/Baeklingar/official_tourist_guide_2015_lowrez.pdf Vinsamlegast sendið nýjar upplýsingar sem getur verið breyting á grunn upplýsingum eða myndum á netfangið info@nordurland.is fyrir 8. Febrúar.
Mannamót

Upplýsingar til sýnenda á Mannamótum 2016

Mannamót verða haldin fimmtudaginn 21. janúar í Flugskýli Ernis á Reykjavíkurflugvelli (bakvið Hótel Natura) , um 180 fyrirtæki af öllu landinu eru skráð til leiks, fullt hús og búið að loka fyrir skráningu. Það er enn opið fyrir skráningu gesta og nú þegar eru um 250 manns skráðir. Við megum því eiga von á að mikið verði um að vera.
Mannamót

Mannamót markaðsstofanna 2016

Landsbyggðin í sókn Markaðsstofur landshlutanna standa fyrir ferðasýningunni Mannamót 2016 fimmtudaginn 21. janúar. Tilgangur Mannamóts er að auka dreifingu ferðamanna um landið allt með því að mynda og efla tengsl á milli ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi. Gestir munu sjá og fræðast um allt það sem er efst á baugi í ferðaþjónustu á landsbyggðinni.
Ásbyrgi að vetri til

Glærur frá fundi um vsk breytingar og vetrarferðaþjónustu

Síðastliðin föstudag var haldinn fundur um breytingar á virðisaukaskattslögum er varðar ferðaþjónustu. KPMG hélt erindið og má sjá það hér með því að smella hér.