Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Múlakolla Gönguleið

Múlakolla er gjarnan kölluð útvörður fjarðarins og er hún 984 m.y.s. en þaðan er útsýn stórkostleg og sést vítt um fjöll og dali.

Nánari upplýsingar

Landshluti
Norðurland, Fjallabyggð
Upphafspunktur
66.077050, -18.635734
Erfiðleikastig
Þrep 2 - Miðlungs leið
1 2 3 4
Merkingar
Stikuð - merkt leið með stiku, staur eða stöng með reglulegu millibili
Tímalengd
4 - 6 klukkustundir
Yfirborð
  • Möl
  • Gras
  • Stórgrýtt
Hindranir
Þrep - Trappa, stallur, stig eða lágur hjalli sem þarf að stíga upp á
Hættur
  • Vindstrengir - Leið þekkt fyrir kröftuga vindstrengi
  • Snjóflóð
  • Hálka - Hál og sleip leið
  • Berghrun - Grjót getur fallið úr klettum, skriðum og fjallshlíðum
Þjónusta á leiðinni
Engin þjónusta
Lýsing
Óupplýst leið
Tímabil
Opið alla árstíma
Gangan hefst frá veginum norðan við Brimnesá á vinstri hönd, Ólafsfjarðarmegin. Þar eru bílastæði. Múlakolla er gjarnan kölluð útvörður fjarðarins og er hún 984 m.y.s. en þaðan er útsýn stórkostleg og sést vítt um fjöll og dali. 

Ekki verður sagt að þessi leið sé vandrötuð en halda má sem leið liggur upp fjallið og stöðugt blasir kollan við. Farið er upp norðan Brimnesár og gengið upp gróið land í fyrstu. Þegar komið er upp fyrsta brattann verða fyrir smátjarnir og frá þeim er haldið áfram beina leið upp allbrattan hjalla, vel gróin. Fyrir ofan þessa brún tekur við ofurlítil lægð. Oft eru þarna vatnspollar sem hitna af sólarljósinu. Við erum nú í litlu dalverpi, á vinstri hönd er Múlinn og á hægri hönd er Kistufell, 1078 m. Við göngum þannig að við höldum okkur hægramegin og nær Kistufelli. Framundan er nú brattasti hluti leiðarinnar upp í skál sem nefnist Gvendarskál; skál þessi er oftast full af snjó. Þegar gengið er upp í Gvendarskál er hægt að velja um tvær leiðir. Önnur er sú að ganga beint upp brattann en hann er mjög laus í sér og stórgrýttur. Auðveldari leið er að fara hægramegin við skriðuna og ganga á snjó upp í Gvendarskál, sú leið er greiðfær. Þegar brúnum skálarinnar er náð er gengið eftir ölduhryggjum til norðausturs í áttina að Múlakollu og er þessi hluti leiðarinnar mjög auðveldur göngu. Gangan hefst frá veginum norðan við Brimnesá á vinstri hönd, Ólafsfjarðarmegin. Þar eru bílastæði. Múlakolla er gjarnan kölluð útvörður fjarðarins og er hún 984 m.y.s. en þaðan er útsýn stórkostleg og sést vítt um fjöll og dali. Ekki verður sagt að þessi leið sé vandrötuð en halda má sem leið liggur upp fjallið og stöðugt blasir kollan við. Farið er upp norðan Brimnesár og gengið upp gróið land í fyrstu. Þegar komið er upp fyrsta brattann verða fyrir smátjarnir og frá þeim er haldið áfram beina leið upp allbrattan hjalla, vel gróin. Fyrir ofan þessa brún tekur við ofurlítil lægð. Oft eru þarna vatnspollar sem hitna af sólarljósinu. Við erum nú í litlu dalverpi, á vinstri hönd er Múlinn og á hægri hönd er Kistufell, 1078 m. Við göngum þannig að við höldum okkur hægramegin og nær Kistufelli. Framundan er nú brattasti hluti leiðarinnar upp í skál sem nefnist Gvendarskál; skál þessi er oftast full af snjó. Þegar gengið er upp í Gvendarskál er hægt að velja um tvær leiðir. Önnur er sú að ganga beint upp brattann en hann er mjög laus í sér og stórgrýttur. Auðveldari leið er að fara hægramegin við skriðuna og ganga á snjó upp í Gvendarskál, sú leið er greiðfær. Þegar brúnum skálarinnar er náð er gengið eftir ölduhryggjum til norðausturs í áttina að Múlakollu og er þessi hluti leiðarinnar mjög auðveldur göngu.