Fara í efni

Bæjarganga

Á Norðurlandi eru fjölmargir áhugaverðir bæir, stórir og smáir, þar sem mannlíf og atvinnulíf er fjölbreytt. Hver bær hefur sín sérkenni en öllum er sameiginlegt að taka vel á móti gestum. 

Scandinavia Travel North ehf.
Scandinavia Travel North er ferðaskrifstofa og –skipuleggjandi á Íslandi, með sérstaka áherslu á norður- og austurhluta landsins. Við bjóðum alhliða ferðaþjónustu, þ.á.m. akstur, skoðunarferðir, leiðsögn, og bókarnir á gistingu, afþreyingu, viðburðum, veitingum o.s.frv. Scandinavia Travel North leggur sérstaka áherslu á vel útfærðar sérsniðnar ferðir með áherslu á heildarupplifun þátttakenda.  Auk hefðbundinna skoðunarferða og áfangastaða, bæði sem dagsferðir og nokkra daga pakkar, þá skipuleggjum við einnig ferðir utan alfaraleiða og vinsælustu svæðanna. Slíkar sérsniðnar ferðir gætu leitt þig til þekktra áfangastaða á landinu, en einnig til minna þekktra svæða eða áhugaverðra staða, með von um að heildarupplifun og reynsla verði sem mest og best. Við leggjum okkur fram um að segja sögur og tengja við staðhætti, menningu, hefðir og arfleifð. Skipulag hópferða er okkar fag. Við bjóðum bæði faglega og sérhæfða þjónustu í formi skipulags og undirbúnings, ásamt öllu utanumhaldi. Skipulag á landi, skoðunarferðir, gisting og veitingar, afþreying o.s.frv. Við eigum ferðaplön og hugmyndir, en erum ávallt tilbúin að útfæra sérstaklega ferðaskipulag í samræmi við þínar óskir, áhugasvið, tímaramma, aðstæður og hvað á að vera innifalið. Fyrir einstaklinga og litla hópa, þá bjóðum við sérferðir með leiðsögn og einnig bílaleigupakka. Scandinavia Travel North er með leyfi ferðaskrifstofu frá Ferðamálastofu. 
Huldustígur Lystigarðurinn Akureyri
Huldustígur Lystigarðurinn Akureyri er yndis ganga um Lystigarðinn á Akureyri. Gangan er klukkutíma löng með leiðsögn sjáanda. Í göngunni er gengið hægum skrefum og leiðsögumaður segir frá huldufólkinu og álfunum sem búa í garðinum, eins og um allt land, allt árið um kring. Hún segir frá hlutverkum þeirra og boðskap í dag og til forna. Huldukonurnar sem verða með í för hafa áhuga á tilveru þinni og eru þakklátar fyrir tíma þinn og heimsókn í garðinn.   Hér getur þú fundið orkuna sem íslenskir listamenn eru og hafa verið undir áhrifum af þegar þeir skapa sín meistaraverk.   
Akureyri - gakktu í bæinn
AKUREYRI - GAKKTU Í BÆINN! Hvað veistu um Akureyri? Fallegur Lystigarður? Glæsileg sundlaug? Ó, já! Ogmargt, margt fleira. Akureyri er blómlegur bær með iðandi mannlífi sem tekurferðalöngum opnum örmum.  Við erum leiðsögumenn með víðtæka reynslu og getum frætt ykkur um sögu bæjarins og sýnt ykkur nokkrar af perlum hans. Þetta eru gönguferðir á rólegu nótunum. Ef þið viljið getum við líka sérsniðið ferðir fyrir ykkur. Verðið er 3500 kr á mann en frítt fyrir 12 ára og yngri. Lágmarksfjöldi í ferð eru 5 fullorðnir.  Hlökkum til að sjá ykkur!  Elín, Margrét, Nanna, Rósa, Sigrún og Yngvar     UPPLÝSINGAR OG PANTANIR facebook.com/walkandvisit eða í síma 623 9595  FJÖLSKYLDUGANGA Fjölskylduferð með ís-stoppi - 2-3 klukkutíma ganga  Gangan hefst við Menningarhúsið Hof og þaðan er gengið meðfram sjónum í áttina að Innbænum. Saga húsanna og saga bæjarins verður í forgrunni. Besti ís á landinu fæst í Brynju og auðvitað stoppum við þar. Bragðarefur eða bara gamaldags ís í kramarhúsi. Akureyri er brekkubær og við leggjum á brattann og förum í Lystigarðinn, stoltið okkar. Við fræðum ykkur um garðinn og konurnarsem gerðu hann frægan. Síðan skilja leiðir. Hvort sem þið viljið sleikja sólina á grasflötinni, fá ykkur hressingu í litla veitingahúsinu í garðinum eða fara beint í sund, þá er valið ykkar.    RÓMANTÍSK SÍÐDEGISGANGA Rómantísk síðdegis- eða kvöldganga með kaffisopa í Innbænum - 2-3klukkutíma létt ferð Gangan hefst við Menningarhúsið Hof og þaðan er gengið meðfram sjónum í áttina að Innbænum. Við segjum ykkur frá gömlu húsunum og sögur af fólkinu sem þarnabjó. Við stöldrum við Laxdalshús, Höepfnershús, gamla apótekið og Gudmanns Minde. Áfram örkum við inn eftir Aðalstræti, framhjá Minjasafninu og Nonnahúsi. Innst í götunni bíður heitt kaffi á könnunni og tækifæri til þess að rabba um lífið og tilveruna í bænum við Pollinn.   SÉRSNIÐNAR FERÐIR Ef þið eruð með ykkar eigin hugmyndir og óskir viljum við endilega láta drauminn rætast. Það er margt að sjá á Akureyri og nágrenni. Við getum skipulagt ferð fyrir fjölskylduna eða hópinn ykkar fram í Kjarnaskóg eða í Krossanesborgir, á Eyrina eða í Bótina. Við getum búið til skemmtilega upplifun fyrir barnafjölskyldur eða vinahópa. Möguleikarnir eru endalausir. Hafið samband við okkur með nokkurra daga fyrirvara og við komum með áhugaverðar tillögur. Það er eitthvað fyrir alla í höfuðstað Norðurlands.     

Aðrir (2)

Iceland Untouched Meistaravellir 11 107 Reykjavík 696-0171
Guðmundur Jónasson ehf. Vesturvör 34 200 Kópavogur 5205200