Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Það er fátt betra en að slaka á í notalegu umhverfi. Láttu streituna líða úr þér á Norðurlandi.

Sjóböðin-Geosea
Í GeoSea sjóböðunum nýtur þú náttúrunnar á einstakan hátt. Hitinn í iðrum jarðar sér um að sjórinn í böðunum sé hlýr og góður og steinefnaríkt vatnið gælir við hörundið. Á meðan hlýr sjórinn vinnur sín kraftaverk nýtur þú útsýnis yfir fjallgarðinn í vestri, Skjálfandaflóann fyrir neðan klettana og sjálfan Norður-heimskautsbauginn við sjóndeildarhring. Vatnið í GeoSea sjóböðunum kemur úr tveimur borholum sem þegar eru til staðar, önnur er í notkun við ostakarið og hin er við Húsavíkurhöfn. Ekki er þörf á hreinsiefnum eða búnaði í sjóböðunum því stöðugt gegnumstreymi vatns frá borholum GeoSea sjóböðin eru í útjaðri Húsavíkur. Flugfélagið Ernir flýgur á Aðaldalsflugvöll, rétt fyrir utan bæinn og Air Iceland Connect flýgur á Akureyrarflugvöll þaðan sem er tæplega klukkustundar akstur til Húsavíkur. Strætó gengur frá Reykjavík til Akureyrar og þaðan eru fastar ferðir til Húsavíkur. Opnunartímar:September-Maí er opið alla daga: 12:00-22:00Júní-Ágúst: 12:00-00:00  
Bjórböðin
Bjórbað virkar þannig að þú liggur í 25 mínútur í baði sem er fyllt af bjór, vatni, humlum og geri. Eftir það ferðu upp í slökun þar sem þú liggur í aðrar 25 mínútur. Bjór gerið er notað á ýmsan hátt, það sem algengast er, er töfluform þar sem eiginleikar gersins nýtast mjög vel. „Bjórbað“ þar sem er baðað sig í bæði ungum bjór og lifandi bjórgeri, án þess að sturta það af sér fyrr en einhverjum klukkustundum síðar, hefur afar öflug áhrif á líkamann og húð. Þessi meðferð er bæði mjög hreinsandi fyrir húðina og hefur einnig mjög jákvæð áhrif á heilsuna. Kerin eru 7 talsins og getum við því tekið á móti 14 manns á klukkutíma. Það er í boði að fara einn eða tveir saman. Það er ekkert aldurstakmark í bjórbað þar sem bjórvatnið er ódrykkjarhæft en bjórdæla er við hvert bað fyrir þá sem eru 20 ára og eldri. 16 ára og yngri þurfa að koma í fylgd með fullorðnum. 
Iceland Yurt
Iceland Yurt býður upp á einstaka gistingu í Mongólíu tjöldum (Ger/Yurt) allan ársins hring í rólegu og náttúrulegu umhverfi með stórkostlegt fjallaútsýni og útsýni yfir Eyjafjörð og Akureyri. Einnig eru þau með Gaia hofið þar sem boðið er upp á námskeið og heilsumeðferðir fyrir ferðamenn, náttúruunnendur og þá sem vilja efla eigin heilsu og innri styrk.Þetta býður upp á meiri meðvitund um náttúruna og umhverfið jafnt sem eigið andlegt og líkamlegt jafnvægi. Gaia hofið, námskeið og tónheilun Þóra Sólveig býður upp á námskeið, hugleiðslur, athafnir, hreyfingu í núvitund/dans, djúpa slökun og tónheilun. Solla spilar á gong, kristal hljómskálar og önnur heilandi hljóðfæri fyrir einstaklinga, pör og hópa í náttúrunni eða inni í Gaia hofinu í okkar einstaka hand útskorna Yurt. Hægt er m.a. að bóka einkatíma í hljóðheilun með kristal tónkvísl og hreinum kjarnaolíum.  Nokkur orð frá gestum okkar: Gisting í Yurt: ‘Amazing yurt, very cozy and warm. Beautiful view in such a quiet place’ ‘This place is truly amazing. The kids will be talking about their stay in the yurt for a long time to come´ ´This was such a fun and memorable experience for myself, my husband, and our 2-year old son.´ ´We stayed at Iceland Yurt with three of us when travelling around Iceland in August. I have never slept in a yurt before and I am really impressed how clean and comfortable everything was. The yurt is really cozy with a stove in the middle, the beds are great and there are plenty of woollen blankets and pillows. We fell asleep listening to the light drizzle of rain outside and woke up next morning to a beautiful view over Akureyri and with a great breakfast lovingly prepared in a small cooling box. The hosts are so nice and welcoming and I'll gladly stay here again.´ Heilsumeðferð í Gaia hofinu: ´Amazing experience with Solla- felt like a part inside of me was awaken again and I felt new born after!! I felt like in peace surrounded with relaxing and nourishing healing bowls and  gong sounds, touching the body and soul- and Solla guided me with a respectful and intuitive way through sounds and touch to remember my own being again. A deep and healing experience - I warmly recommend to receive a healing session with Solla! So grateful to get the first private session with her!´ (in the Gaia Temple).
Skógarböð
Skógarböðin eru náttúrulaugar, staðsettar í Vaðlaheiði gegnt Akureyri. Á svæðinu er hægt að njóta nátturulauganna, þurrsánu, baða sig í kaldri laug, panta sér drykki af tveimur börum sem staðsettir eru í lauginni. Á staðnum er einnig að finna Skógar Bistró - þar sem hægt er að sitja inni og njóta góðra veitinga í fallegu umhverfi eða sitja úti á palli fyrir utan.
Jarðböðin við Mývatn
Jarðböðin við Mývatn eru staðsett í Jarðbaðshólum, um 4 km frá Reykjahlíð. Hér hafa verið stunduð heit jarðböð til heilsubótar allt frá landnámsöld en snemma á þrettándu öld vígð Guðmundur góði, biskup, gufuholu í Jarðbaðshólum sem notuð var til gufubaða (þurrabaða). Jarðböðin eru fyrir alla sem vilja njóta þess að vera í beinni snertingu við náttúruna, slaka á og endurnæra líkama og sál. Boðið er upp á náttúruleg gufuböð, baðlón með heitu hveravatni og heitan pott. Öll aðstaða fyrir gesti er góð, búningsklefar með læstum skápum, útiklefar og góðar sturtur. Hægt er að leigja sundfatnað og handklæði. Með Jarðböðunum við Mývatn er ætlunin að viðhalda aldagamalli hefð fyrir böðum í Mývatnssveit, auka fjölbreytni í afþreyingu fyrir ferðamenn, styrkja atvinnulíf á svæðinu og opna nýja möguleika í heilsutengdri ferðaþjónustu. Veitingasala er í Kaffi Kviku með stórkostlegu útsýni yfir baðlónið og Mývatn. Opnunartími:Sumar: 10:00-23:00 Vetur: 12:00-22:00
Vökuland guesthouse & wellness
Vökuland Guesthouse er staðsett í hjarta Eyjafjarðarsveitar, aðeins 12 km frá Akureyri, umvafið fegurð norðlenskra fjalla. Staðurinn er opinn allan ársins hring og er staðsetningin góð fyrir þá sem vilja nýta sér skíðasvæðið í Hlíðarfjalli eða aðra afþreyingu á Akureyri og nágrenni. Við bjóðum gistingu í hlýlegri og vel útbúinni íbúð með tveimur 4 manna herbergjum og einu baðherbergi, með sturtu.  Íbúðin er með góðu eldhúsi, rúmgóðu holi og lítilli setustofu.  Heitur pottur og grill er til afnota fyrir gesti.  Úr heita pottinum er fallegt útsýni um allan fjörðinn og til Akureyrar.  Á veturnar má oft sjá norðurljósin dansa á stjörnubjörtum himninum og dásamlegt er að fylgjast með þeim úr heita pottinum. Finna má margs konar afþreyingu í Eyjafjarðarsveit, s.s. veitingahús, söfn, sundlaug, golfvöll, kaffihús, kirkjur og handverksgallerí. Fallegar gönguleiðir eru í nánasta umhverfi og hestaleigur. Upplifðu tónbað / tónheilun / yoga í fallega mongólska Eagles North kyrrðarhofinu hjá Vökuland wellness. Haldnir eru einstakir viðburðir og námskeið með yoga, djúpslökun (yoga Nidra), tónbaði og tónheilun fyrir hópa og einstaklinga allan ársins hring.  Kristalskál, tíbeskar og inverskar tónskálar, gong og fleiri fagurlega hönnuð hljóðfæri hjálpa til við að komast í djúpslökun í andlega bætandi ferðalagi.  Hver stund er í 1–1,5 klst. Og 10 – 12 manns komast í einu í hofið.  Hægt er að panta gistingu á staðnum í hlýlegri og vel útbúinni íbúð.  Til að bóka tíma fyrirfram er haft samband við Sólveigu í info@eaglesnorth.is

Aðrir (4)

Sólarmusterið Finnastaðir 601 Akureyri 863-6912
Inspiration Iceland Knarrarberg 601 Akureyri 865-9429
Ómur Yoga & Gongsetur Lyngholti 20 603 Akureyri 862-3700
Alkemia Helgafell 606 Akureyri 847-4133