Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Samgöngur

Bílaleigur

Fjöldinn allur er af bílaleigum um allt land. Sumar eru hluti af alþjóðlegum keðjum, aðrar í einkaeigu. Það getur verið mismikill verð- og gæðamunur á milli bílaleiga og því æskilegt að skoða vel alla valmöguleika.

Innanlandsflug

Á Íslandi eru nokkur flugfélög sem sinna bæði alþjóðlegu flugi og innanlands. Hægt er að bóka flug á heimasíðum þeirra eða í gegnum síma. 

Ferjur

Nokkrar ferjur ganga milli lands og þeirra eyja sem eru við Ísland. Einnig hefur alþjóðlega ferjan Norræna viðdvöl á Íslandi, en hún leggur að á Seyðisfirði.

Hjólaleigur

Hjólreiðar eru ódýr, heilnæmur og ekki síst umhverfisvænn ferðamáti. Víða um land er hægt að leigja hjól til lengri eða skemmri tíma.

Beint flug til og frá Norðurlandi

Árið 2024 verður hægt að ferðast með flugi frá Akureyri um allan heim. Breska flugfélagið easyJetf lýgur til London út mars og byrjar vetrarflugin að nýju í október. Edelweiss er með áætlunarflug yfir sumartímann til Zürich í Sviss ásamt því að leiguflug er á sama áfangastað yfir vetrartímann. Ferðaskrifstofan Verdi Travel selur flug bæði til Zürich og áfangastaði í Hollandi. Sjá flugáætlun hér neðar á síðunni.