Mörg gistiheimili, einfaldari hótel, farfuglaheimili og aðilar sem reka bændagistingu, bjóða upp á svefnpokapláss, en það er ódýrara en uppábúið rúm.
Ferðaþjónustan Bakkaflöt
Bakkaflöt er fjölskyldurekið fyrirtæki sem byrjaði með gistingu og veitingar árið 1987. Erum með gistingu í smáhýsum með sérbaði, herbergjum með sameiginlegu baði, stærri sumarhúsum og tjaldstæði. Sundlaug, heitir pottar, veitingastaður og bar á staðnum.
Frá árinu 1994 höfum við boðið upp á fljótasiglingar niður Austari og Vestari jökulsá.
Í sumar(2020) erum við með tilboð í Vestari jökulsá: 11.900 kr á mann. 8.000 kr fyrir 9-12 ára.
Frábær ferð um skemmtilegt landslag. Stoppað til að fá sér kakó úr heitri uppsprettu og svo er auðvitað stoppað við stökk klettinn og þeir sem vilja stökkva ofan í ána.
Bjóðum einnig upp á Sit on top Kayak ferðir niður Svartá, Paintball, Þrautabraut og Loftbolta.
Á staðnum: Gisting í smáhýsum með sérbaði, stærri sumarhúsum, herbergjum án baðs, tjaldstæði, lítil sundlaug og heitir pottar, veitingastaður og bar.
View
Skíðasvæði Dalvíkur - Böggvisstaðafjalli
Skíðasvæðið á Dalvík er tilvalið fyrir alla fjölskylduna og býður upp á fjölbreyttar brekkur með tveimur skíðalyftum, en á svæðinu er 1.200 metra löng upplýst brekka. Á skíðasvæðinu er snjóframleiðslukerfi sem gerir skíðasvæðið enn tryggara með snjó en áður. Þegar aðstæður leyfa er troðin göngubraut rétt við skíðasvæðið. Skíðaleiga er á staðnum.
Það er tilvalið að koma til Dalvíkurbyggðar og upplifa kyrrð og ró í faðmi fjallanna.Upplýsingar: Skíðasvæðið: 466-1010 www.skidalvik.is
View
Sölvanes
Notaleg gisting á góðu verði á sveitabæ, 21 km sunnan við Varmahlíð. Í gestahúsinu er gisting í 4 herbergjum (3x2ja manna, 1x3+ manna), sameiginlegt eldhús og tvö baðherbergi. Morgunverður og kvöldverður ef pantað er fyrirfram. Hægt að bóka stök herbergi eða allt húsið.
Frítt WiFi
Hleðslustöð fyrir rafbíla (hleðsla innifalin í gistingu sumarið 2020)
Okkar kjötafurðir beint frá býli seldar á staðnum
Húsdýr og fjárhúsheimsóknir eftir árstíðum - sauðfé, hross, kálfar, hundur, köttur og hænur.
Fluguveiði í Svartá, bókanir eru gerðar á https://veida.is/vara/veidileyfi-i-svarta/
Góðar styttri gönguleiðir í heimalandinu og norður bakka Svartár. Stutt í hestaleigu/torfhesthús, handverkssölu/handverksnámskeið/geitur/endur.
Flúðasiglingar og náttúrulaug í nágrenni.
Lengri gönguleiðir í nágrenninu t.d. á Hamraheiði, Mælifellshnjúk, Glóðafeyki, Molduxa, Tindastól eða í Austurdal.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana eða bókið á solvanes.is
View
Gistiheimilið Hof / Ferðaþjónustan Hofi
Hof er í austanverðum Vatnsdal, við þjóðveg 722, 16 km frá hringveginum, þjóðvegi 1.
Gistiaðstaða í sérhúsi á sveitabæ. 6x2ja manna herbergi með baði, 3 x 2ja manna herbergi án baðs. Eldhús og hlýleg, stór setustofa. Grillhús. Góð aðstaða fyrir minni hópa.
• Kreditkort (Visa/Euro/Mastercard)• Reyklaus gisting• Hefðbundinn búskapur• Fuglaskoðun• Merktar gönguleiðir• Húsdýr til sýnis• Eldunaraðstaða og grillhús Landnámsjörð Vatnsdælasögu. Mjög góðar gönguleiðir í nágrenninu, nátturu- og/eða söguskoðun. Næsta verslun: Blönduós, 32 km
View
Tjaldsvæðið v/ Hegranes
Einkatjaldstæði fyrir hópa! Frábært svæði fyrir ættarmótið, afmælið, brúðkaupið eða vinahittinginn.
Húsið sem er um 270 fm, tekur um 110 manns í sæti (borð og stólar eru á staðanum). Í húsinu eru fjögur salerni, eldhús með uppþvottavél, ískáp, eldavél og kaffikönnu. Í húsinu eru dýnur og gistileyfi fyrir 20 manns.
Í kringum húsið er stærðar lóð sem nýtist sem tjaldstæði fyrir hópinn og rafmagn sem hægt er að nýta til að tengja hýsi sem þess þurfa.
Stutt er í innigistingu í nágrenninu, svo ef einhverjir í hópnum vilja ekki vera í tjöldum eða á dýnum er hægt að leigja frábær herbergi bæði í Keldudal, Ríp og á Hellulandi en aðeins örfáir km eru í alla þessa ferðaþjónustuaðila.
Verð 2020:Hópatjaldsvæði með inniaðstöðu (Innifalið tjaldstæði, inniaðstaða og rafmagn. Þrif greiðast aukalega).Helgin: 75.000 kr. Eða 95.000 kr með þrifumVirkur dagur: 35.000 kr. Eða 50 þús kr. Með þrifum.
View
Dæli Guesthouse
Ferðaþjónustan Dæli í Víðidal hefur verið rekin frá árinu 1988. Fjölbreytt aðstaða og afþreying, bæði fyrir einstaklinga og hópa, 16 herbergi með baði þar af 10 tveggja og 4 þriggja manna og 1 með aðgengi fyrir fatlaða. Þá eru 6 smáhýsi með rúmum og kojum fyrir allt að 24 manns og er hvert hús 12 m² að stærð með WC í hverju húsi. Sameiginleg sturtu- og snyrtiaðstöða. Þar er einnig matsalur með eldunaraðstöðu.
Í Dæli er rekin veitingasala með bar fyrir gesti og gangandi, hópa jafnt sem einstaklinga. Okkar rómaða kaffihlaðborð með heimabökuðu íslensku bakkelsi nýtur líka sívaxandi vinsælda. Við gerum tilboð í hópa, bæði í mat og kaffi, svo hafið endilega samband og fáið frekari upplýsingar!
Veitingasalan er opin alla daga og öll kvöld frá 15. maí til 30. september, en annars eftir samkomulagi.
Boðið er upp á hestasýningar fyrir 15 eða fleiri en þær þarf að panta fyrirfram. Þá bjóðum við upp á reiðkennslu fyrir einstaklinga og þarf að bóka það sérstaklega .
View
Fjalladýrð
Velkomin í Fjalladýrð í Möðrudal! Hér er að finna gistingu við allra hæfi, kaffi – og veitingahús. Hægt er að njóta umhverfisins á eigin spýtur en einnig eru skipulagðar skoðunarferði í boði. Möðrudalur er um 10 mín. akstur frá hringvegi 1, á vegi 901, mitt á milli Mývatnssveitar og Egilsstaða.
Möðrudalur er hæsta byggða ból á Íslandi, 469 metra yfir sjávarmáli. Bæinn er að finna á hásléttunni norðan Vatnajökuls. Möðrudalur var landnámsjörð og kirkjustaður allt frá fyrstu dögum kristni. Í dag er blandaður búskapur stundaður í Möðrudal og afurðir búsins nýttar í ferðaþjónustu staðarins. Í Möðrudal er lítil snotur kirkja sem reist var af ábúandanum Jóni Stefánssyni í minningu konu sinnar og málaði hann einnig altaristöfluna í sínum sérstaka stíl. Sonur hans Stefán Jónson, Stórval, gerði seinna garðinn frægan með myndum sínum af Herðubreið. Listin blundar enn í afkomendum Jóns bónda og myndir Írisar Lindar prýða betri herbergi Fjalladýrðar.
Fjallakaffi, er kaffi-/veitingahús staðarins og þar má gæða sér á kleinum og ástarpungum með kaffibollanum eða panta sér dýrindis máltíð af matseðlinum þar sem áhersla er á afurðir beint frá býli.
Nokkrar gönguleiðir eru í boði á svæðinu og hægt að nálgast kort í upplýsingamiðstöð. Þar er einnig hægt að sjá kvikmynd sem sýnir svipmyndir frá gosinu í Holuhrauni 2014. Úr Möðrudal er stutt í margar óviðjafnanlegar náttúruperlur eins og Herðubreiðarlindir, Öskju, Kverkfjöll, Hvannalindir, Jökuldalsheiði Stuðlagil og Stórurð.
Gistingin hjá okkur er með ýmsu sniði, hægt er að upplifa gömlu baðstofumenninguna í baðstofunum okkar sem eru frábær kostur fyrir fjölskyldur og vinahópa. Fyrir einstaklinga og pör eru herbergi með og án baðs í boði sem og aðgangur að eldhúsi. Síðast en ekki síst er tjaldstæðið okkar til reiðu fyrir bæði tjöld og húsbíla.
Tjaldsvæði opin frá júní fram í miðjan september.
View
Farfuglaheimilið Akureyri
Akureyri H.I. Hostel
Aðalbygging
Aðalbyggingin er á tveimur hæðum með 18 fallega búnum herbergjum;( : ) frá eins manns upp í sex manna fjölskylduherbergi. Inni á herbergjum eru;(:) rúm með lesljósi, sængur & koddar, borð & stólar, fataskápar, hárþurrkur, sjónvörp, frír netaðgangur og fleira.
Á hvorri hæð eru vel útbúin eldhús og góð mataraðstaða. Setustofa er á efri hæð hússins. Grill er á verön(l)dinni ásamt stólum & borðum. Herbergin og aðstaðan hentar fyrir einstaklinga, pör, fjölskyldur og þá sem ferðast saman í hópum. Hægt er að leigja aðra hvora hæðina eða allt húsið. Snyrtingar og sturtur eru sameiginlegar og eru þær á báðum hæðum en einnig er tveggja manna með sér snyrtingu.
Á neðrihæð hússins er góð aðstaða fyrir hreyfihamlaða.
Sumarhús
Tvö stór og fullbúin sumarhús eru í garðinum hjá farfuglaheimilinu. Hvort sumarhús fyrir sig tekur átta manns í rúm(J; eitt tveggja manna herbergi, eitt fjögurra manna herbergi og á svefnloftinu eru tvö rúm. Góð fullbúin eldhús eru í sumarhúsunum, baðherbergi með sturtu og seturstofa. Á palli sumarhúsanna eru borð & stólar og grillaðstaða. Í sumarhúsunum er frír netaðgangur. Með leigu á sumarhúsi er aðgangur að heitum potti.
Smáhýsi
Eitt smáhýsi er til leigu sem rúmar þrjá. Í húsinu eru borð & stólar og snyrting, ekki er sturta í smáhýsinu en leigendur fá( svo) lykil af aðalbyggingu til að notast við eldhús og sturtur. Á palli smáhýsisins eru borð & stólar. Frír netaðgangur er í smáhýsinu.
Boðið er upp á svefnpokapláss (tekinn er með svefnpoki eða rúmföt – sængur & koddar á herbergjum) einnig bjóðum við upp á uppábúin rúm.
Í nánasta umhverfi má finna Bónus, bakarí, Dóminos, Glerártorg u.þ.b. 200 metra frá og miðbærinn er í um 10 mínútna göngufjarðlægð.
Gestum er boðið upp á afsláttarmiða á Greifann veitingarhús, Hvalaskoðun og hestbak. Ef gestir þurfa höfum við farangursgeymslu og aðstöðu fyrir skíðafólk.
Fjölskyldan í Stórholti 1 hefur lagt sig fram síðan árið 1967 að bjóða alla velkomna og gera dvöl þeirra sem ánægjulegasta.
View
Skíðasvæðið Tindaöxl
Á Ólafsfirði eru kjöraðstæður til vetraríþrótta. Hægt er að fara í vélsleðaferðir um fjöll og dali í nágrenninnu og aðstaða til skíðaiðkunar er óvíða betri. Ólafsfirði er ein lyfta, 650 m löng. Brekkur við allra hæfi. Göngubrautir eru lagðar víða um bæinn og Skíðafélag Ólafsfjarðar stendur fyrir gönguferðum í nágrenni bæjarins. Á skíðasvæðinu í Tindaöxl eru skíðalyftur og góðar svigbrautir. Brettamenn fá stór ótroðin svæði. Í skíðaskála Skíðafélagsins er hægt að kaupa veitingar, og í skálanum er svefnloft þar sem u.þ.b. 25.manns geta gist í svefnpokaplássum.
View
Grímstunga I
Grímstunga er bændagisting í Fjallahreppi. Við bjóðum upp á gistingu í 2-3 húsum þar sem herbergi eru ýmist með vaski eða ekki. Við bjóðum upp á hefðbundna gistingu sem og svefnpokapláss.
View
Akureyri Backpackers
Akureyri Backpackers er staðsett í hjarta Akureyrar, við sjálfa Göngugötuna. Stutt er í alla þjónustu, en helstu kaffihús og veitingastaðir bæjarins eru í göngufjarlægð og Sundlaug Akureyrar er einungis í 500 m fjarlægð. Þá er Menningarhúsið Hof handan við hornið og hinn landsfrægi tónleikastaður Græni hatturinn er við hliðina á Akureyri Backpackers.
Hægt er að velja um sameiginleg herbergi í svefnpokaplássi eða tveggja manna herbergi. Sameiginlegar snyrtingar eru á öllum hæðum og sturtuaðstaða er í kjallara.
Á jarðhæð er svo ferðamiðstöð ásamt veitingastað og bar þar sem hægt er að njóta léttra veitinga.
• Morgunverður • Uppábúin rúm • Eldhús og grillaðstaða • Veitingasala • Þráðlaust internet • Sturtur • Gufubað • Skíðageymsla • „Preppaðstaða“ fyrir skíðafólk • Þvottavélar • Upplýsingamiðstöð • Læstir skápar • Farangursgeymsla • Hópar velkomni
Bestu kveðjur/Best regards
Akureyri Backpackers staff
View
Hlíð ferðaþjónusta
Hlíð ferðaþjónusta býður upp á nokkra möguleika í gistingu.
Hraunbrún: Svefnpokagisting í fjögurra manna herbergjum án baðs. Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar sameiginlegt.
Kytrur: 9m2 smáhýsi með 2 rúmum, hjónarúm. Eldunaraðstaða, setustofa, sturtur og snyrtingar í Hraunbrún eða á tjaldsvæðunum, hvorutveggja ca 100m í burtu.
Álfahlíð/Dvergahlíð: Sumarhús, 50m2 + 22m2 svefnloft. Í húsinu er eldunaraðstaða, þar eru 2 svefnherbergi annað með 2 * 80cm breiðu rúmi og hitt með 1 * 140cm breiðu rúmi, á svefnlofti eru dýnur, einnig er setustofa og snyrting með sturtu.
Andabyggð: Tveggja manna herbergi með sérbaðherbergi. 2 * 90cm breið rúm, uppábúið með morgunverði.
Tjaldsvæði: Við bjóðum upp á tjaldsvæði með fyrsta flokks aðstöðu. Alls konar tjaldsvæði eru í boði, dokkir og hraunbalar. Ekki er mikill trjágróður á staðnum. Það er lítil fluga vegna fjarlægðar við Mývatn og lítils trjágróðurs, en tjalsvæðin eru ca 1 km frá vatnsbakkanum. Vaskar með heitu og köldu vatni eru á nokkrum stöðum á tjaldsvæðinu, 2 snyrtingahús og 1 sturtuhús, sturta er innifalin í verði. Rafmagnstenglar eru í boði víðs vegar um svæðið og er borgað sér fyrir það. Við erum með litla verslun í afgreiðsluhúsi þar sem hægt er að kaupa sælgæti, gos og mjólkurvörur og einnig póstkort og filmur. Stórt eldhústjald er á svæðinu.
Hlíð ferðaþjónusta býður einnig upp á alls kyns afþreyingu, t.d er á tjaldsvæðunum leiksvæði fyrir börn og þar er einnig reiðhjólaleiga. Hægt er að fara í margar mismunandi gönguferðir, langar og stuttar yfir fjöll og fyrnindi, við gefum allar upplýsingar um þessar gönguleiðir. Í nánasta nágrenn við okkkur er upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sem vel er þess virði að heimsækja, þar er líka sundlaug, kaffihús, bar, og ýmsir matsölustaðir.
View
Vogar, ferðaþjónusta
Fyrirtækið Vogar, ferðaþjónusta ehf bíður upp á margþætta þjónustu fyrir ferðamenn s.s. tjaldsvæði, svefnpokagistingu, gistingu í herbergjum án baðs og með baði, morgunverð, pizzur, létta drykki, veiði, leigubíl ofl. Auk þess eru innan við 7 km í marga af vinsælustu stöðunum í Mývatnssveit s.s Grjótagjá, Hverfjall, Dimmuborgir, Hverarönd, Jarðböðin ofl.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
View
Kerlingarfjöll Hálendismiðstöð
Kerlingarfjöll eru ein af náttúruperlum hálendisins. Þar fara saman stórkostlegt landslag, fjölbreytt og fróðleg jarðfræði og síðast en ekki síst samspil jökla og jarðhita, gróðurs og gróðurleysis og ótrúleg litadýrð. Af hæstu tindum er mjög víðsýnt og sér þaðan til sjávar bæði til norðurs og suðurs. Bjartur og fallegur dagur í Kerlingarfjöllum er mörgum ógleymanleg upplifun.
Hálendismiðstöðin í Kerlingarfjöllum er staðsett í dalnum Ásgarður í norðanverðum Kerlingarfjallaklasanum, þar er boðið upp á gistingu fjallaskálum, á staðnum er tjaldstæði og þar eru veitingar seldar.
View
Ósar Hostel
Ósar Hostel er á Vatnsnesi, aðeins um 25 kílómetra frá hringveginum. Á undanförnum árum hefur heimilið verð tekið til gagngerrar endurbóta og hafa þær breytingar heppast sérlega vel.
Nafn sitt taka Ósar af því hve sólsetrið er fagurt á þessum slóðum. Ströndin, rétt neðan við húsið, er líka full af lífi og þar má sjá seli, æðarfugl og aðra fugla og þar rís kletturinn Hvítserkur í göngufæri við farfuglaheimilið. Ósnert náttúran, kyrrlátt umhverfið og fjölbreytt afþreying gera Ósa að óskastað ferðamannsins. Aðeins þarf að ganga í fimm mínútur frá hostelinu til að komast í nána snertingu við náttúruna. Hér geta gestir séð fjölda fuglategunda og úti fyrir ströndinni synda selir, en hér eru ein fjölskipuðustu sellátur Íslands.
Fyrir utan þetta er rétt að nefna að margar fallegar gönguleiðir eru út frá Ósum.
Eldunaraðstaða.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
View
Aðrir (16)
Hey Iceland | Síðumúli 2 | 108 Reykjavík | 570-2700 |
Gistihús Tangahús Borðeyri | Borðeyri | 500 Staður | 849-9852 |
Langafit, gistiheimili | Laugarbakki | 531 Hvammstangi | 451-2987 |
Stekkjardalur | Stekkjardalur | 541 Blönduós | 452-7171 |
Stóra-Giljá | Ásar | 541 Blönduós | 845-2684 |
Keldudalur | Hegranesi | 551 Sauðárkrókur | 846-8185 |
Ferðaþjónustan Glæsibær | Skagafjörður | 551 Sauðárkrókur | 892-5530 |
Mosar-Reykjaheiði Ferðafélag Svarfdæla | Brimnes | 620 Dalvík | 896 3775 |
Tungnahryggsskáli - Ferðafélag Svarfdæla | Brimnes | 620 Dalvík | 896 3775 |
Hof - Ferðafélag Húsavíkur | Hof | 640 Húsavík | 894-0872 |
Heilagsdalur - Ferðafélag Húsavíkur | Heilagsdalur | 640 Húsavík | 894-0872 |
Gistiheimilið Kiðagil | Barnaskóla Bárðdæla | 645 Fosshóll | 464-3290 |
Stóru-Laugar | Reykjadal | 650 Laugar | 464-2990 |
Gistihúsið Grímsstöðum | Grímsstaðir á Fjöllum | 660 Mývatn | 464-4292 |
Gistiheimilið Eldá / Helluhraun / Birkihraun | Helluhraun 15 | 660 Mývatn | 899-6203 |
Keldunes | Keldunes II | 671 Kópasker | 465-2275 |