Fara í efni

Á Norðurlandi er hægt að ferðast um svæðið og kynna sér sögufræga staði, hvort sem það tengist landnámi, bardögum, skáldum eða lifnaðarháttum fyrri tíma. 

Kaffi Klara - Gistihús og veitingar
KAFFI KLARA  Kaffi Klara er til húsa í gömlu pósthúsinu í Ólafsfirði, sögufrægt hús í hjarta Ólafsfjarðar sem gért var upp í 2013 og innréttað sem kaffihús og gistiheimili.   Kaffi Klara er notalegt og heimilislegt kaffhús þar sem lögð er áhersla á að hlúa vel að gestunum, nota hráefni úr héraði, elda matinn sem mest frá grunni og skapa matarupplifun. Boðið upp á rétt dagsins og um helgar er í boði súpa og brauð auk þess sem boðið er upp á smurt brauð, bökur, súrdeigspitsur, kökur, tertur og vöfflur.  Tapasveislur, hlaðborð, purusteikur, brunch, tónleikar, sýningar m.m. eru reglulega auglýst á facebooksíðu Kaffi Klöru. Kaffi Klara er einnig með veitingaþjónustu og tekur á móti smærra hópa ferðamanna, fjölskyldna, samstarfsfólks, saumaklúbbur, eða félagssamtök. GISTIHÚSIР Gistihúsið okkar er staðsett á efri hæð Kaffi Klöru, í miðbær Ólafsfjarðar. Það eru 5 herbergi og 2 baðherbergi. Við eigum 1 frábært stórt herbergi með pláss fyrir 4 t og 1 aðeins minni herbergi með pláss fyrir 3. Bæði herbergin eru tilvalin fyrir fjölskyldur. Herbergin eru með nútímalegum innréttingum og eru með viðargólf og handlaug. Gestir hafa aðgang að sameiginlegri baðherbergisaðstöðu auk sameiginlegs svæðis með ísskáp og hraðsuðukatli. Gistihúsið tekur 11-12 manns í gistingu. Gistihúsið er tilvalið fyrir stórfjölskyldan, fyrir göngu eða hjólahópa sem vilja njóta náttúrunnar á Tröllaskaga eða fyrir gólfarar. Leitið til okkar eftir tilboð fyrir gisting og fæði. 
Ferðaþjónustan á Hólum
Á Hólum er boðið upp á gistingu í smáhýsum og íbúðum og er eldunaraðstaða og borðbúnaður í þeim öllum. Veitingastaðurinn Kaffi Hólar er í háskólabyggingunni og er opinn allt árið. Hólar í Hjaltadal eru einn merkasti sögu- og menningarstaður landsins. Margt er að skoða á Hólum svo sem Háskólann, Hóladómkirkju, Auðunarstofu, Nýjabæ og Sögusetur íslenska hestsins. Gott útivistarsvæði með merktum gönguleiðum við allra hæfi er á Hólum einnig eru í boði lengri og meira krefjandi leiðir. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.  Hundar eru leyfðir á tjaldsvæðinu.
Safnahúsið á Húsavík
Á aðalhæð Safnahússins á Húsavík er sýningin Mannlíf og Náttúra - 100 ár í Þingeyjarsýslum.  Í sýningunni er fléttað saman náttúrugripum og munum úr byggðasafni Þingeyinga svo úr verður einkar athyglisverð sýning þar sem gestir upplifa sterkt samspil manns og náttúru í Þingeyjarsýslum á tímabilinu 1850 til 1950. Á jarðhæðinni er svo fastasýning sjóminjasafnsins en hún var opnuð í apríl 2002.  Sýningin gefur glögga mynd af þróun útgerðar og bátasmíði í Þingeyjarsýslum allt frá árabátaöldinni fram til vélbátaútgerðar. Tvær sérsýningar eru að jafnaði í húsinu, myndlist, saga, ljósmyndir eða annað áhugavert efni.
Ferðaþjónustan Lýtingsstöðum
Lýtingsstaðir er skagfirskur sveitabær með hrossarækt, staðsettur 19 km frá þjóðveg 1, sunnan við Varmahlíð. Héðan er stutt á Sprengisand og á Kjalveg. Hestatengd ferðaþjónusta hefur verið rekin á Lýtingsstöðum síðan árið 2000. Boðið er upp á stuttar hestaferðir fyrir vana og óvana. Lágmarksaldur til að fara í reiðtúr er 6 ára en hægt er að teyma undir börn 3-6 ára heim á hlaði og í kringum torfhúsin okkar. Það er líka hægt að koma bara í smá kynningarheimsókn og hestaknús. Lýtingsstaðir býður upp á gistingu í þremur gestahúsum (20fm og 41fm) sem hýsa 4-6 manns. Í húsunum er sér baðherbergi með sturtu. Einnig lítið eldhús.  Innblásið af sögu bæjarins var hlaðið gamaldags hesthús, skemma og rétt úr torfi. Torfhúsin eru meistaraverk íslensks handverks og hýsa sýningu með gamaldags reiðtygjum og annað. Hljóðleiðsögn er í boði sem hentar vel frá 6 ára aldri og tekur um það bil 30 mínútur.
Síldarminjasafn Íslands
Síldarminjasafn Íslands Síldarminjasafn Íslands er eitt af stærstu söfnum landsins. Í þremur húsum kynnumst við síldveiðum og vinnslu á silfri hafsins. Róaldsbrakki er norskt síldarhús frá 1907. Þar er flest eins og var á árum síldarævintýrisins þegar síldarfólkið bjó þar. Í Gránu er safn um sögu bræðsluiðnaðarins sem löngum var kallaður fyrsta stóriðja Íslendinga. Í Bátahúsinu liggja bátar, stórir og smáir, við bryggjur. Síldarminjasafnið hlaut Íslensku safnverðlaunin 2000 og Evrópuverðlaun safna 2004, þegar það var valið besta, nýja iðnaðarsafn Evrópu. Síldin var einn helsti örlagavaldur Íslands á 20. öld og grunnur þess að landsmenn hurfu frá áralangri fátækt og gátu byggt upp nútíma samfélag. Atburðirnir í kring um síldina voru svo mikilvægir fyrir fólkið og landið að talað var um ævintýri – síldarævintýrið. Við hverja höfn, norðanlands- og austan risu síldarbæir stórir og smáir. Siglufjörður var þeirra stærstur og frægastur. Þótt norðurlandssíldin sé fyrir löngu horfin ber staðurinn skýr merki hinna stórbrotnu atburða síldaráranna.  Opnunartímar eru sem hér segir:Maí og september: 13 – 17Júní, júlí og ágúst: 10 – 18Vetur: Eftir samkomulagi  Siglufjörður er aðeins í klukkustundar akstursfjarlægð frá Akureyri!
Miðaldadagar á Gásum
Þriðja helgi í júlí.
Langanesferðir
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
1238: The Battle of Iceland
Sögusetrið 1238 Baráttan um Ísland segir sögu Sturlungaaldarinnar í gagnvirkri sýningu sem gengur skrefinu lengra en hefðbundnar fræðslusýningar. Með hjálp nýjustu tækni, í miðlun og sýndarveruleika, bjóðum við gestum á öllum aldri að taka þátt og upplifa söguna sem aldrei fyrr. Áhersla er lögð á þá stóru bardaga sem einkenndu öld Sturluna, einkum Örlygsstaðabardaga, sem fram fór árið 1238. Í anddyri sýningarinnar er einnig rekin minjagripaverslun, upplýsingamiðstöð og veitingastaðurinn Grána Bistró.  Sumaropnunartími: Opið alla daga 10:00 – 16:00Vetraropnunartími: Opið mán-lau 10:00 - 16:00 Þið finnið okkur á Facebook. 
Minjasafnið á Akureyri
Minjasafnið á Akureyri er í elsta bæjarhluta Akureyrar, Innbænum og Fjörunni. Í sýningarsafnsins gefa innsýn sögu íbúa svæðisins með fjölbreyttum og fjölskylduvænum sýningum. Skelltu þér í búðarleik, prófaðu trommusettið eða skelltu þér í búning. Miðinn gildir á 5 söfn og tilvalið að grípa Safnapassa fjölskyldunnar með í ferðalagið.  Minjasafnið á Akureyri er handhafi Íslensku safnaverðlaunanna 2022. Sýningar: Tónlistarbærinn Akureyri. Akureyri bærinn við Pollinn. Ástarsaga Íslandskortanna – Íslandskortasafn Schulte 1550-1808. (maí-október) Jólasýning Minjasafnsins (nóvember-janúar) Með lífið í lúkunum. (júní - september) Kjörbúðin - leikrými  Fyrir framan safnið er einn elsti skrúðgarður landsins,  rúmlega aldargamall, sem er tilvalinn áningarstaður með bekkjum, borðum og stólum og útileikföngum.  Í garðinum stendur Minjasafnskirkjan byggð 1846 sem er leigð út fyrir athafnir og tónleika. Minjasafnið er á sömu lóð og Nonnahús og einungis  200 metrum frá Leikfangahúsinu.  Opnunartími: 1.6.-30.9.: Daglega frá 11-17. 1.10-31.5.: Daglega frá 13-16. Verð:2300 kr. fyrir 18 ára og eldri –  Börn 17 ára og yngri ókeypis, Öryrkjar ókeypis. Eldri borgarar 1300 kr.Miðinn gildir allt árið á 5 söfn: Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús, Leikfangahúsið, Davíðshús og Laufás. 
Spákonuhof
Spákonuhof á Skagaströnd Sýning, sögustund og spádómar.    Sýning um Þórdísi spákonu, fyrsta nafngreinda íbúa Skagastrandar sem uppi var á síðari hluta 10. aldar. Margháttaðan fróðleik um spádóma og spáaðferðir er að finna á sýningunni. Lifandi leiðsögn. Gestir geta látið spá fyrir sér eða fengið lófalestur. Börnin skoða í gullkistur Þórdísar, þar sem ýmislegt leynist.   Handverk / Kaffiveitingar.   Litla sölubúðin okkar er með úrval af íslensku handverki og hönnun.   Opnunartími:  Júní - sept. Þriðjudaga - sunnudaga          13:00 – 18:00 Lokað á mánudögum   Sept. - júní  er opið eftir þörfum. Hafið samband í síma 861 5089  / 452 2726
Kakalaskáli
Í Kakalaskála í Kringlumýri, Skagafirði, er sögu- og listasýning með hljóðleiðsögn frá átakatímum 13. aldar með áherslu á líf Þórðar kakala. Sigurður Hansen, eigandi Kakalaskála, skrifaði lengri hljóðleiðsögn og Anna Dóra Antonsdóttir styttri útgáfu. Hljóðleiðsögnin er til á íslensku, ensku, þýsku, norsku og tyrknesku. Sýninguna prýða 30 listaverk sem unnin eru af 14 listamönnum frá 10 þjóðlöndum. Jón Adólfs Steinólfsson, myndhöggvari, var listrænn stjórnandi sýningarinnar. Við Kakalaskála er jafnframt að finna stórt útilistaverk, Sviðsetningu Haugsnesbardaga 1246 (Grjótherinn). Verkið var sett upp af Sigurði Hansen. Sturlungaöldin einkenndist af miklum átökum milli helstu höfðingjaætta Íslands um eignir og völd en endalok tímabilsins miðast við árið 1262 þegar Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd með Gamla sáttmála. Skagafjörður varð miðpunktur þessara átaka og þar voru háðar nokkrar af stórorrustum Sturlungaaldar. Meðal þeirra var Haugsnesbardagi sem fram fór þann 19. apríl 1246 og er hann mannskæðasti bardagi sem háður hefur verið á Íslandi en þar féllu eitt hundrað og ellefu manns. Sigurður Hansen bóndi í Kringlumýri hefur alla tíð verið áhugamaður um Sturlunga sögu og haft sögusvið Haugsnesbardaga fyrir augum sér en hann fékk söguna ekki til að ganga upp í landslaginu. Árið 2009 byrjaði hann að safna saman stórum steinum á þeim slóðum sem bardaginn á að hafa farið fram og raða þeim upp eins og hann sá fyrir sér að fylkingarnar hefðu verið augnabliki áður en þeim laust saman. Sviðsetning Sigurðar telur yfir þrettán hundruð stóra grjóthnullunga, sem vega samtals um 600 tonn, og táknar hver steinn einn þátttakanda bardagans. Sumir steinanna eru merktir með krossi til að tákna þá sem féllu. Í Kringlumýri hefur Sigurður breytt útihúsum í samkomusal er nefnist Kakalaskáli og er það hlýlegur, timburklæddur salur sem nýtist undir ýmiskonar viðburði. Þar hefur verið boðið upp á fyrirlestra sem tengjast sögu og menningu, ráðstefnur, málþing og tónleika en hljómburðurinn í skálanum þykir sérlega góður. Kakalaskáli hentar jafnframt vel undir veislur, s.s. brúðkaup- og fermingaveislur. Sigurður býður upp á leiðsögn um sviðsetningu Haugsnesbardaga þar sem hann segir frá tilgátu sinni um aðdraganda og atburðarrás bardagans. Á staðnum er Vinnustofa Maríu þar sem er að finna handverk og ýmislegt gamalt og nýtt. Opnunartími sögu- og listasýningar:Alla daga frá kl. 13-17 frá 1. júní nema mánudaga. Utan þess tíma eftir samkomulagi: 8992027 (Sigurður), 8658227 (María), 6708822 (Esther) Aðgangur: 3200 kr. / Eldri borgarar 2700 kr.Frítt fyrir yngri en 12 ára Opnunartími Sviðsetningar Haugsnesbardaga (Grjóthersins): Alltaf opiðFrítt inn Opnunartími Vinnustofu Maríu: Fylgir opnunartíma sögu- og listasýningar: 8658227 (María)
Local tours ATV
Fjórhjólaferðir með leiðsögumanni um Norðausturland. Smellið á facebook slóðina til að fá meiri upplýsingar.  Skipuleggjum fjórhjólaferðir á norð-austurlandi út frá Ásbyrgi og fleiri stöðum Endilega hafið samband og segið okkur hvernig ferð þið viljið fara í og hvert og við skipuleggjum draumaferðina fyrir ykkur. Lágmarks leiga fyrir hópaferðir eru 3 fjórhjól og 6 manns.

Aðrir (5)

Ghaukur / North Wind Melavegur 6 530 Hvammstangi 893-4378
Grettistak Laugabakka 531 Hvammstangi 451-0050
Þingeyrakirkja Þingeyrum 541 Blönduós 895-4473
Víkingaland Moldhaugar 601 Akureyri 899-1072
Heimskautagerðið Raufarhöfn 675 Raufarhöfn 465-1233