Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Það er auðvelt að ferðast til eyjanna fyrir utan norðurströnd Íslands. Taka sér tíma og upplifa menninguna, skoða dýralífið og slaka á í rólegu umhverfi.  

Drangey
Drangey rís sæbrött fyrir miðjum Skagafirði.  Frá henni er víðsýni mikið um byggðir fjarðarins.  Hún er að mestu úr móbergi, hrikalegt hamravígi.  Er hennar fyrst getið í Grettis sögu en þar hafðist útlaginn við seinustu ár sín ásamt bróður sínum Illuga og þrælnum Glaumi og þar var hann veginn, helsjúkur, í skála sínum af Þorbirni öngli og mönnum hans.  Það mun hafa verið nær veturnóttum árið 1031.Fuglalíf er fjölbreytt í Drangey þótt mest beri þar á svartfuglategundum: stuttnefju, langvíu, álku og lunda.  Stuttnefjan og langvían verpa í bjarginu sjálfu en álkan einkum í urðum undir því.  Lundinn grefur sér aftur á móti holur á brúnunum.  Auk þess verpa rita og fýll í björgunum og hrafn og valur eiga sér þar einnig griðland. Daglegar ferðir eru í Drangey frá Sauðárkróki, frá 20. maí til 20. ágúst, en þess utan eftir samkomulagi við Drangey Tours.
Orbis et Globus
Kúlan er 3 metrar í þvermál og er hugmynd listamannanna sú að hún færist úr stað í samræmi við hreyfingar heimsskautsbaugsíns þar til hann yfirgefur eyjuna árið 2047 eða því sem næst. Listaverkið hefur vakið mikla athygli, bæði á Íslandi og erlendis. Hér að neðanverðu má finna hlekki á umfjallanir um það frá íslenskum og erlendum fjölmiðlum.
Flatey
Flatey á Skjálfanda er stærsta eyjan á Skjálfandaflóa við Norðurstönd Íslands. Eyjan liggur aðeins um 2,5 kílómetra frá landi við Flateyjardal. Í Flatey er mikiðfuglalíf og góð fiskimið allt í kringum eyjuna. Flatey er tilvalinn fyrir fuglaáhugafólk og ævintýri líkast að koma þangað á sumrin. Byggð er sunnan á eynni og auk íbúðarhúsa eru þar samkomuhús, skóli, viti og kirkja. Árið 1942, bjuggu 120 manns á Flatey en síðan 1967 hefur engin verið fasta búsetu á eynni.Yfir sumartímann koma ferðamenn til eyjunnar og einnig fólk sem á ættir að rekja til Flateyjar. Ekki er boðið upp á gistingu í Flatey en hægt er að fara þangað sjóleiðina frá Húsavík.  
Stuðlaberg í Grímsey
Basalt myndast við eldgos og ef það kólnar við ákveðin skilyrði myndast þessi sérstöku sexkanta kristallar sem kallast stuðlaberg. 
Grímseyjarviti
Vitinn er 9,6 m að hæð, var byggður árið 1937 samkvæmt teikningu Benedikts Jónassonar verkfræðings. Ljóshúsið er sænskt.Hegranesviti og Raufarhafnarviti eru byggðir eftir sömu teikningu og Grímseyjarviti.