Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Njóttu með fjölskyldunni

Norðurland er hentugur áfangastaður fyrir alla fjölskylduna. Það getur verið krefjandi að ferðast um með börn en á Norðurlandi ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Skemmtilegt er að pakka nesti, ganga uppá fjöll eða sulla í fjörum. Skiptir mestu máli að hafa gaman og leyfa krökkunum að nota ímyndunaraflið úti í fallegri náttúrinni. 

Skúlahóll
Skúlahóll er einn af Vatnsdalshólunum óteljandi, hann stendur við stöðuvatnið Flóðið og af honum er gott útsýni yfir Flóðið og fram Vatnsdal.  Auðvelt er að komast upp á Skúlahól því þar hafa verið lagðar tröppur og þegar upp er komið er hægt að tylla sér á bekk og njóta útsýnis. Frá Skúlahól er örstutt í Listakot Dóru. Þetta svæði er hluti af eylendinu í Vatnsdal sem nær meðfram Vatnsdalsá frá Brúsastöðum og Hofi, um Flóðið og Húnavatn til sjávar. Svæðið er á náttúruminjaskrá vegna vistgerða og fulgalífs.Fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu og þá sérstaklega á fartíma er það hefur alþjóðlegt gildi fyrir álftir, helsingja og sem fjaðrafellistaður álfta. 
Naustaborgir
Í Naustaborgum er mikil náttúrufegurð og fjölbreyttar gönguleiðir sem henta vel fyrir alla fjölskylduna. 
Borgarsandur
Austan við Sauðárkrók er falleg svört sandströnd. Auðvelt er að leggja bílnum við vesturenda strandarinnar og fara í göngutúr til að njóta útsýnisins yfir Skagafjörð. Auðveld ganga sem hentar öllum og skemmtilegt að týna gersemar sem finnast á ströndinni.   
Borgarvirki
Borgarvirki á Vatnsnesi er klettaborg úr 10-15 metra háu stuðlabergi. Virkið er gostappi og tilgáta er um að þar hafi verið héraðsvirki og barist til forna. Á Borgarvirki er útsýnisskífa og þar er mjög víðsýnt yfir stóran hluta héraðsins. Einstakt náttúrufyrirbæri, endurbætt af mönnum fyrr á öldum. Sagan segir að þar hafi Víga-Barði Guðmundsson í Ásbjarnarnesi verið á ferð. Hann deildi við Borgfirðinga eins og segir frá í Heiðarvíga sögu. Sagt er að óvinir hans hafi komið að sunnan með óvígan her en Barði barst af því njósnir og kom sér og sínum mönnum fyrir í Borgarvirki, þar sem ómögulegt reyndist að sækja að honum. Tóku Borgfirðingar á það ráð að ætla að svelta Barða og hans menn inni. Þegar matinn þraut tóku virkisbúar sig til og hentu síðasta mörsiðrinu (sláturkeppnum) út úr virkinu. Voru þá Borgfirðingar vissir um að Barði hefði nægar vistir og héldu heim á leið. Frábært útsýni er úr Borgarvirki og þar hefur verið sett upp útsýnisskífa. 
Bjarg í Miðfirði
Bjarg í Miðfirði er fæðingarstaður Grettis sterka Ásmundarsonar en hann fæddist í lok 10. aldar og sagan segir að hann hafi manna lengst verið í útlegð á Íslandi eða í 19 ár alls. Grettissaga er ein af perlum íslenskra bókmennta og hefur lifað í gegnum aldirnar á skinnhandritum og í frásögnum sögumanna, þá hefur sagan verið uppspretta  ótal hugmynda listamanna og rithöfunda. Sagan um Gretti sterka verður sýnileg við Grettisból á Laugarbakka, en þar er verið að byggja upp leikvang með áherslu á hreysti og hæfni, aflraunir með þátttöku gesta, allt í anda frægðarsagna íslenskra fornkappa. Frá árinu 1996 hafa verið haldnar árlega Grettishátíðir á slóðum Grettis með sérstakri menningardagskrá. Leiðsögn er um fæðingarstað Grettis að Bjargi og saga hans rakin. Einnig er keppt í aflraunum þar sem tekist er á við hin ýmsu "Grettistök". Nánari upplýsingar um Grettishátíðina.
Höfðagerðissandur
Höfðagerðissandur heitir breið sandfjara milli Héðinshöfða og Eyvíkur. Höfðagerðissandur er vinsælt útivistarsvæði Tjörnesinga og Húsvíkinga og er talvalin staður fyrir göngu- og hlaupatúra. Frá fjörunni sést til Lundeyjar. Höfðagerðissandur er 5km norðan við Húsavík, keyrt er úr bænum framhjá PCC og átt að Tjörnesi og er afleggjari til vinstri þar sem er hægt að leggja bílnum.  
Fjaran á Dalvík
Í Dalvíkurhöfn er lítil trébrú þar sem hægt er að komast að svartri sandströnd. Hægt er að ganga að Svarfaðardalsá. Takið ykkur tíma, stoppið og fylgist með fjölbreyttu fuglalífi á leiðinni. 
Ásbyrgi
Ásbyrgi er eitt helsta náttúruundur Íslands og er staðsett í Vatnajökulsþjóðgarði. Lagðir hafa verið göngustígar um svæðið og sett upp lítil upplýsingaskilti við þá. Í Ásbyrgi er mikið af fallegum gróðri og mikið fuglalíf. Það er upplifun fyrir alla fjölskylduna að virða fyrir sér tignarlega hamraveggi og njóta kyrrðarinnar. Það er ekki síður skemmtilegt að fara í Ásbyrgi á haustin, þar sem fallegir haustlitirnir setja skemmtilegan svip á þetta einstaka náttúruundur. Ásbyrgi er hluti af Demantshringnum sjáðu hann hér www.demantshringurinn.is 
Kjarnaskógur
 Kjarnaskógur er eitt vinsælasta útivistarsvæði Akureyringa, um800 hektara að stærð. Við upphaf skógræktar á svæðinu um 1950 var landiðskóglaust með öllu. Síðan þá hefur verið plantað um 1.5 milljónum plantna og erþar mikil gróðursæld og gott skjól. Trjágróður í Kjarnaskógi er afarfjölbreyttur og trjásýnistígur liggur um hjarta skógarins meðfram Brunná.   ​Í skóginum má m.a. finna:* Þrjú leiksvæði með fjölda leiktækja* Blakvelli og trimmtæki* Yfirbyggðar grillaðstöður sem hentar jafnt einstaklingum sem hópum* Stærsta skipulagða gönguskíðasvæði landsins (í skóglendi) með allt að 20 kmtroðnum brautum, þar af eru 6 km upplýstir. Hægt er að nálgast upplýsingarum færð gönguskíðasvæðisins hér ,en litirnir á kortinu gefa til kynna tímann frá því að síðast var troðið(grænt, appelsínugult og bleikt eru frá nokkrum klukkustundum upp í 48 klst,meðan ljósblátt, dökkblátt og grátt er frá 2 upp í fleiri en 14 sólarhringar).* Á veturna er einnig boðið upp á sleðabrekkur þegar hægt er og eru þær viðEinar skógarvörð og fyrir neðan Sólúrið á Kjarnatúni.* Sérhönnuðu fjallahjólabraut með tengingu við fjallahjólabrautina íHlíðarfjalli - sem samanlagt gerir x km og þarmeð lengstu fjallahjólabrautlandsinsssss.* Um 12 km af malarbornum stígum, þar af eru 6 km upplýstir, auk fjölda annarraskógarstíga. Sjá kort neðan á síðunni. * Snyrtingar og vatnsbrunnur* 4 bílastæði  Svæðið er í eigu Akureyrarbæjar en í umsjá SkógræktarfélagsEyfirðinga.  Skógræktarfélag EyfirðingaSími: 462 4047Netfang: ingi@kjarnaskogur.isHeimasíða: www.kjarnaskogur.is Kort af svæðinu:Kjarnaskógur - léttleiða korthttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/kjarnasogur-lettleidir-1-.pdfKjarnaskógur - allar leiðar - stórt kort https://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/kort-2018-stora-kortid-a-orva-a2.pdfHamrarhttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/kort-2018-hamrar-lett-an-orva.pdfNaustaborgirhttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/kort-2018-naustaborgir-lett-an-orva.pdfGönguskíðabrautirhttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/gonguskidi.pdf 
Krossanesborgir
Krossanesborgir er svæði alsett klettaborgum eða stuttum klappaásum fyrir norðan Akureyri. Svæðið var friðlýst að hluta árið 2005 sem fólkvangur. Í borgunum er 5-10 milljóna ára basalt, sem myndar berggrunn Akureyrar. Langflestar borganna eru nokkurn veginn eins og ísaldarjökullinn skildi við þær fyrir um 10 þúsund árum. Þær liggja í óreglulegum röðum og þyrpingum, en á milli þeirra eru oftast mýrarsund, og tjarnir í sumum þeirra. Mikill gróður er í tjörnum á svæðinu, sérstaklega Djáknatjörn, en þar vaxa margar nykrutegundir, m.a. hin sjaldgæfa langnykra. Gróðurfar í borgunum er fjölbreytt og hafa þar fundist um 190 plöntutegundir, þar af 16 starategundir. Þetta er um 40% allra íslenskra blómplantna og byrkninga. Fuglalíf er fjölbreytt, þar verpa um 27 tegundir fugla eða um 35% af öllum íslenskum fuglategundum.  Heimild: heimasíða Umhverfisstofnunar.  Árið 2014 voru hönnuð upplýsingaskilti fyrir svæðið og má sjá þau hér fyrir neðan:  Yfirlitskorthttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/krossanes_skilti_2014.pdfKort af gönguleiðumhttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/krossanes_gonguleidakort_2014-fra-teikna-a-lofti.pdfÁveituskurðurhttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/aveituskurdur_2014_loka.pdfJurtir - blómhttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/engjaros_langnykra_reidingsgr_2014_loka.pdfFuglar - endurhttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/fuglar_skufond_raudh_2014_loka.pdfTré og runnar http://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/gulv_birki_reyniv_lodv_2014_loka.pdfMófuglar http://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/jadrakan_hrossag_spoi_2014_loka.pdfJarðfræði https://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/jardfraedi_2014_loka.pdfEyðibýlið Lónsgerðihttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/lonsgerdi_2014_loka.pdfFuglar - rjúpan https://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/rjupan_tillaga2_2014_loka.pdfFuglar - mávarhttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/silamafur_silfurmafur_svartbakur_2014_loka.pdfStríðsminjar https://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/stridsminjar_2_2014_loka.pdfVotlendisplönturhttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/vetrarkvidas_fergin_lofotur_2014_loka.pdf 
Lambanes
Malarvegur nr. 869 leiðir þig á Langanesið. Nálægt bænum Ytra-Lóni er falleg fjara, ein fárra fjara á Íslandi sem er ekki með svörtum sand. Hér gefst gott tækifæri til að fylgjast með ríku fuglalífi svæðisins og er lítið fuglahús í nágrenninu. Ekki missa af því að ganga þessa fallegu strönd.   Lambanes er aðgengilegt á sumrin.  
Ánastaðastapi
Skilti merkt Ánastaðastapi við veg nr.711 sýnir hver bílastæðið er. Notið stigann til að fara yfir girðinguna og gangið stuttan spöl niður hlíðina, meðfram litlum læk og niður á strönd. Hér finnur þú fallegan sjóklett, Ánastaðastapa. Vinsamlegast athugið að þessi staður er lokaður fram í júlí vegna sauðburðar. 
Sellátur
Sellátur er svæði nærri sjó þar sem selir kæpa. Sellátur er að finna víðast hvar þar sem selir halda sig og er Vatnsnesið eitt helsta selaskoðunarsvæði Norðurlands. Látur eru yfirleitt nærri flæðarmálinu og selirnir liggja þar á fjöru en svamla í sjónum á flóði. Í einu látri geta verið allt frá fáeinum dýrum upp í mörg hundruð.
Fjallahöfn
Leiðin austur eftir vegi nr.85, liggur eftir bröttum klettum Tjörnes og niður á flata svæðið í Öxarfirði. Þegar komið er niður brekkuna blasir við löng sandströnd og er lítið bílastæði vinstramegin við veginn. Kjörið tækifæri til að leggja bílnum þar og taka sér göngutúr eftir svartri sandströndinni og njóta ferska sjávarloftsins og útsýnisins.  Vinsamlegast ekki reyna að keyra eftir ströndinni.  
Fjaran á Ólafsfirði
Hægt er að leggja bílnum í bænum og fara í göngutúr að fallegri svartri strönd, gengið er í átt að Kleifum. Einnig er hægt að komast að ströndinni á bíl en verið viss um að leggja á afmörkuð bílastæði. 
Heimskautsgerði
Heimskautsgerðið er sprottið upp úr vangaveltum Erlings Thoroddsen um hvernig hægt er að virkja endalausa víðáttu, þar sem ekkert skyggir á sjóndeildarhringinn, heimskautsbirtuna og miðnætursólina. Inn í þessum vangaveltum kom hugmyndin að nota dvergatal  Völuspár og Snorra Eddu og dusta rykið af fornum sagnaheimi og færa til nútíðar. Utan um þennan hugarheim rís Heimskautsgerðið á Melrakkaási við Raufarhöfn. Haukur Halldórsson listamaður tók þátt í hugmyndavinnu með Erlingi, gerði skissur og líkan sem stuðst er við. Heimskautsgerðið er um 50 metrar í þvermál, 6 metra há hlið vísa til höfuðáttanna.  Í miðju hringsins er 10 metra há súla  á fjórum stöplum, sem áform eru uppi um að skarti kristaltoppi sem brýtur sólarljósið og varpar geislum sólar um allt Gerðið.  Fjórir skúlptúrar eru inní Gerðinu hvert með sínu sniði. Pólstjörnubendir sem vísar á Pólstjörnuna.  Hásæti sólar þar sem birtan í ákveðinni stöðu boðar sumarkomu. Geislakór er rými á milli hárra stöpla þar sem hægt  verður að setjast niður, tæma hugann og endurnýja orku sína.  Altari elds og vatns sem virkjar frumkraftana. Inni Gerðinu verður árhringur dverga, steinar sem hver um sig tákna ákveðinn dverg.  Þessir dvergar eru alls 72 talsins og er getið í íslenskum fornbókmenntum.  Með þeim fjölda á hver dvergur sitt „vik“ í árinu, ef miðað er við 5 daga viku.  Með því að tengja nöfn dverganna við árstíðir, eins og til dæmis nafnið Vetrarfaðir á fyrsta vetrardag þá ganga nöfnin upp eftir því hvar í árinu þeir lenda sem myndar 72 vikur.  Árhringur dverga er þannig orðinn einskonar almanak, þar sem hver dvergur ræður 5 dögum.  Til dæmis Várkaldur í viku vors, Bjartur í viku sumars þegar nætur eru bjartar og Dvalinn í haustviku þegar allt leggst í dvala fyrir veturinn. Enginn hefur getað útskýrt tilurð eða hlutverk dverganna í Völuspá nema þeirra Austra, Vestra, Norðra og Suðra, sem halda uppi himninum.  Í hugmyndafræði Heimskautsgerðisins hefur öllum dvergum verið gefið hlutverk og þeir verið persónugerðir.  Þannig er hægt að tengja dvergana við afmælisdaga og mynda tengsl við þá. Dvergarnir eru svo hluti af tímabilum goðanna sem eru gömlu mánuðirnir.  Þegar á árið er litið sést að það eru 6 dvergar sem tilheyra hverjum (gamla) mánuði og hver mánuður tilheyrir ákveðnu goði.  Hliðin, Austri, Vestri, Norðri og Suðri, á milli stöplanna vísa mót höfuðáttunum, þannig að miðnætursólin sést frá suðurhliði gegnum miðsúlu og norðurhlið, á sama hátt og sólarupprás sést frá vesturhliði í gegn um miðsúlu og austurhlið.  Samspil ljóss og skugga sýnir eyktamörkin.Nánari upplýsingar um hugmyndafræði Heimskautsgerðisins er að finna á heimasíðunni www.heimskautsgerdi.is.  Heimskautsgerðið er 50 km frá Kópaskeri, 54 km frá Þórhöfn og 154 km frá Húsavík. Hér má sjá leiðina.
Þrístapar
Þrístapar eru þrír hólar í vestandverðum Vatnsdalshólum skammt norðan við hringveginn. Þar fór fram síðasta opinbera aftakan á Íslandi þann 12. janúar 1830 en þá voru Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir hálshöggvin fyrir morðin á Natani Ketilssyni og Pétri Jónssyni á Illugastöðum 1828. Böðullinn, Guðmundur Ketilsson, var bróðir Natans. Öxin og höggstokkurinn eru varðveitt á Þjóðminjasafni Íslands en afsteypa af öxinni er til sýnis á Þrístöpum. Til er frásögn af konu í Reykjavík sem árið 1932 kom á framfæri skilaboðum og óskum að handan sem leiddu til þess að höfuð Agnesar og Friðriks fundust og jarðneskar leifa þeirra voru jarðsettar að Tjörn á Vatnsnesi árið 1934. Sögu Agnesar hefur verið gerð góð skil í sögulegu skáldsögunni Náðarstund eftir Hannah Kent sem kom út á íslensku 2014. Nú er í vinnslu kvikmynd þar sem Jennifer Lawrence fer með hlutverk Agnesar. Áður hafði María Ellingsen leikið Agnesi í samnefndri kvikmynd sem kom út árið 1995. Aðrar bækur sem helgaðar eru þessum atburðum eru Yfirvaldið eftir Þorgeir þorgeirsson, Enginn má undan líta eftir Guðlaug Guðmundsson og Saga Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu eftir Brynjúlf Jónsson frá Minna-Núpi. Á Þrístöpum er sögu Agnesar og Friðriks gerð góð skil og vel þess virði að staldra þar við og taka göngutúr um svæðið. Sumarið 2024 verður sett upp hljóðleiðsögn um svæðið.
Hvítserkur
Hvítserkur er sérkennilegur brimsorfinn klettur í sjó við vestanverðan botn Húnafjarðar í Vestur-Húnavatnssýslu. Hvítserkur er hvítur af fugladriti og er sennilegt að nafnið sé dregið af því. Kletturinn er 15 metra hár. Hægt er að labba niður í fjöruna og skoða klettinn enn nánar, skemmtileg fjöruferð fyrir börnin. Sagan segir að Hvítserkur sé steinrunninn tröllkarl. Þjósaga er um Hvítserk að hann hafi í forneskju verið tröll sem bjó norður á Ströndum sem vildi brjóta niður kirkjuklukkur Þingeyraklausturskirkju. Leiðin var torsóttari en hann gerði ráð fyrir og þegar sólin reis um morguninn hafði honum ekki tekist að ljúka ætlunarverki sínu og breyttist hann því í stein er hann leit fyrstu sólargeislana.
Spákonufellshöfði
  Spákonufellshöfði er vinsælt útivistarsvæði skammt frá höfninni á Skagaströnd. Þar hafa verið merktar gönguleiðir og sett upp fræðsluskilti um fugla og gróður. Á björtum sumarkvöldum má sjá miðnætursólina setjast við hafasbrún í norðri. Raunar ganga heimamenn um Höfðann allan ársins hring og njóta þess sem hann býður upp á.
Höfði í Mývatnssveit
Höfði er klettatangi sem gengur út í Mývatn. Útsýni er allgott af Höfðanum yfir Mývatn, voga þess og víkur og er kjörinn staður til fuglaskoðunar. Kálfastrandarvogur liggur meðfram Höfðanum og er sérstæður fyrir hraundrangamyndanir í voginum og við hann. Þessir drangar heita Klasar og Kálfastrandarstrípar en Kálfastrandarvogur og umhverfi Höfða þykir með fegurstu stöðum við Mývatn.
Hverfjall
Í Hverfjalli er stór, hringlaga sprengigígur, um 140 m djúpur og um 1000 m í þvermál. Hverfjall er í röð fegurstu og reglubundnustu sprengigígamyndana sem getur að líta á Íslandi og talið í röð þeirra stærstu sinnar tegundar á jörðinni. Telja má víst að gígurinn hafi myndast við sprengigos og er aldur þess áætlaður 2800-2900 ár.
Flatey
Flatey á Skjálfanda er stærsta eyjan á Skjálfandaflóa við Norðurstönd Íslands. Eyjan liggur aðeins um 2,5 kílómetra frá landi við Flateyjardal. Í Flatey er mikiðfuglalíf og góð fiskimið allt í kringum eyjuna. Flatey er tilvalinn fyrir fuglaáhugafólk og ævintýri líkast að koma þangað á sumrin. Byggð er sunnan á eynni og auk íbúðarhúsa eru þar samkomuhús, skóli, viti og kirkja. Árið 1942, bjuggu 120 manns á Flatey en síðan 1967 hefur engin verið fasta búsetu á eynni.Yfir sumartímann koma ferðamenn til eyjunnar og einnig fólk sem á ættir að rekja til Flateyjar. Ekki er boðið upp á gistingu í Flatey en hægt er að fara þangað sjóleiðina frá Húsavík.  
Dimmuborgir
Dimmuborgir eru dramatískar og sundurtættar hraunborgir með gróðri og kjarri. Í Dimmuborgum gefur að líta hvers konar furðumyndir, gatkletta og smáhella, en sá frægasti er líklega Kirkjan, há og mikil hvelfing sem er opin í báða enda. Það er ekki síður mikil upplifun að fara í Dimmuborgir yfir vetrartímann og í desember er hægt að heimsækja jólasveinana sem búa þar.
Húsavíkurfjall
Húsavíkurfjall er 417 metrar og er þægileg gönguleið er á fjallið frá þjóðvegi norðan Húsavíkur. Byrjað er hjá tjaldsvæðinu og gengið eftir góðum bröttum vegslóða. Fallegt útsýni yfir Húsavík og Skjálfanda. Einnig sjást eyjurnar Flatey og Lundey.  
Botnsvatn
Botnsvatn er skammt suðaustan Húsavíkur. Það er 1,05 km² og í 130 m hæð yfir sjó. Ekið er upp úr miðjum Húsavíkurbæ, eftir Ásgarðsvegi og eftir um 3 mín akstur blasir vatnið við. Búðará fellur úr því í gegnum Húsavík til sjávar. Hægt er að ganga hringinn kringum vatnið sem er 5,4 km langur. Einnig er hægt að ganga frá Skrúðgarði eftir merktum göngustíg upp með Búðará að Botnsvatni.  
Lystigarðurinn á Akureyri
Garðurinn er einn af fegurstu perlum Akureyrarbæjar. Stofnað vartil hans fyrir forgöngu kvenna og stóð frú Anna Schiöth þar í fararbroddi. Í garðinum er að finna brjóstmynd af frú Margarethe Schiöth, tengdadóttur Önnu sem hélt starfinu áfram, og á stöpul hennar er letrað "Hún gerði garðinn frægan." Lystigarðurinn er nú í eigu Akureyrarbæjar en hann var opnaður árið 1912. Í honum má finna nánast allar þær plötur er finnast á Íslandi eða um 450 tegundir og rúmlega 6.000 erlendar tegundir. Garðurinn er formlega opinn frá 1. júní til 30. september frá klukkan 8-22 virka daga en 9-22 um helgar. Utan þess tíma er samt hægt að heimsækja garðinn því hliðin eru ávallt opin gestum. Starfsmenn Lystigarðsins halda úti fróðlegri heimasíðu þarsem er að finna hafsjó upplýsinga um plöntur og fleira.  
Gásir í Eyjafirði
Gásir er einn af merkustu minjastöðum á Norðurlandi enda best varðveitti miðaldakaupstaður hér á landi. Gásir er einstakur sögustaður sem er víða getið í rituðum heimildum og er sú elsta frá 1162. Á Gásum var verslað, unnið var að handverki og iðnaði. Hugsanlegt er að verslun á Gásum hafi staðið allt þar til verslun hófst á Akureyri um 1550. Á Gásum fór fram fornleifa- og gróðurfarsrannsókn 2001-2006 undir stjórn Minjasafnins á Akureyri. Rústir hins forna kaupstaðar er friðlýstur og í umsjón Fornleifaverndar ríkisins. Svæðið hefur alþjóðlegt náttúruverndargildi vegna fuglalífs en þar eru einnig sjálfgæfar plöntutegundir. Nánari upplýsingar á www.gasir.is