Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Kontiki og Voigt Travel bjóða til vinnufundar

Þann 29. september 2025, kl. 13:00-15:30, verður haldinn vinnufundur í Hofi, Akureyri undir yfirskriftinni “Become a part of the future of North Iceland”.

Fundurinn er haldinn í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands en að frumkvæði hollensku ferðaskrifstofnnar Voigt Travel og svissnesku ferðaskrifstofunnar Kontiki, sem hafa verið brautryðjendur í leiguflugi til Akureyrar. Um er að ræða mikilvægan vettvang fyrir stefnumótandi samtal um framtíðaruppbyggingu ferðaþjónustu á Norðurlandi.

Athugið að fundurinn fer fram á ensku.

Nánar um efni fundarins

Á fundinum munu fulltrúar ferðaskrifstofanna fara yfir umsvif þeirra á Norðurlandi undanfarin ár, hvernig leiguflug þeirra til Akureyrar hefur gengið og hvernig áfangastaðurinn Norðurland stendur í samanburði við aðra áfangastaði á norðlægum slóðum. Einnig verða rædd tækifæri til frekari uppbyggingar í ferðaþjónustu á Norðurlandi með sjálfbærum hætti. Markaðsstofa Norðurlands verður með innlegg og ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi munu deila sinni reynslu af áhrifum aukins millilandaflugs til Akureyrar. Í síðasta hluta fundarins verður vinnustofa, þar sem þátttakendum gefst kostur á að taka virkan þátt í samtalinu um hver séu næstu skref í átt að farsælli framtíð ferðaþjónustu á Norðurlandi.

Til fundarins er boðið þingmönnum, ráðuneytisfólki, fulltrúum stofnanna og samtaka sem koma að ferðaþjónustu, fulltrúum sveitarstjórna og fólki sem starfar í ferðaþjónustu á Norðurlandi. Við hvetjum öll til þess að mæta á fundinn og taka virkan þátt. Þátttaka er án endurgjalds, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrirfram.

 

Dagskrá

  • Address
    Ásthildur Sturludóttir, Mayor of Akureyri
  • Developing North Iceland
    Hjalti Páll Þórarinsson, Project Manager at Visit North Iceland
  • Become a part of the future of North Iceland
    Bruno Bisig, General Manager of Kontiki and Marloes Meijer, Managing Director of Voigt Travel, part of Northbound Travel
  • The importance of international flights to Akureyri
    • Steingrímur Birgisson, Höldur (Europcar)
    • Freyja Rut Emilsdóttir, 1238 – The Battle of Iceland
    • Aníta Elefsen, The Herring Era Museum
    • Anton Freyr Birgisson, Geo Travel – Mývatn & Saga Travel - Akureyri
  • Coffee break
  • Workshop – Shaping the future of North Iceland
  • Workshop results and closing remarks

  • Meeting moderator
    Arnheiður Jóhannsdóttir, Managing Director of Visit North Iceland

 

 Um Voigt Travel og Kontiki

Voigt Travel er hollensk ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í ferðalögum til norðurlægra áfangastaða. Síðan á áttunda áratugnum hefur ferðaskrifstofan verið brautryðjandi í að opna og þróa nýja áfangastaði s.s. í Lapplandi og á Íslandi. Persónuleg þjónusta og náið samstarf við heimafólk og birgja eru lykilþættir í starfi Voigt Travel til þess að skapa einstakar upplifanir sem auðga líf gestanna og styrkja efnahag áfangastaðarins. Voigt Travel hefur síðan 2019 staðið fyrir leiguflugi frá Hollandi til Akureyrar, bæði sumar og vetur.

 

Kontiki er svissnesk ferðaskrifstofa sem hefur í meira en 40 ár lagt áherslu á sjálfbæra þróun áfangastaða og er í dag í fararbroddi í því að bjóða ferðir til Norður-Evrópu. Kontiki kom á fót beinu flugi vetrarflugi frá Zurich til Akureyrar árið 2024 og opnaði þannig áfangastaðinn Norðurland fyrir svissneska ferðalanga. Kontiki stendur fyrir ábyrga ferðahegðun og einstök ævintýri á norðlægum áfangastöðum.