Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Þegar þú ferðast um Norðurland ertu aldrei fjarri uppruna þess sem þú borðar og sögunnar á bakvið hvert hráefni. Svæðið einkennist af landslagi sem er mótað af eldshræringum og sjávarströnd sem ískalt hafið skellur á, þar sem smá samfélög lifa í sátt við oft á tíðum ofsafengið veður og stutt sumur. Nokkra mánuði ársins vex ekkert og menn, dýr og plöntur þurfa að vera harðgerð til að komast af. Þessar krefjandi aðstæður eiga sinn þátt í því að stuðla að fersku og tæru bragði náttúrunnar – eldfjallajarðvegur, tært vatnið, löngu sumardagarnir – öllu er pakkað í stutt en ákaft líf.

Hér mætast jörð sem hefur orðið til í jarðhræringum og ískalt Norður-Atlantshafið í 1100 km langri strandlengju, sem tryggir okkur ferskan fisk á diskinn okkar. Kindur og hross ganga laus í náttúrunni og tryggja okkur ferskt kjöt. Þótt það sé erfitt að rækta grænmeti utandyra erum við svo heppin að hafa aðgang að heitu hveravatni sem hitar upp gróðurhús og tryggir okkur til dæmis tómata sem eru ef til vill þeir tómatar sem eru ræktaðir nyrst í heiminum. Víðir dalir veita svo gott beitarlendi fyrir kýr, sem gefur af sér alls kyns mjólkurafurðir, eins og hið víðfræga skyr.

Tínsla er enn stunduð af mörgum og auk hins sívinsæla berjamós á haustin hefur sveppatínsla notið vaxandi vinsælda, auk þess sem fólk tínir t.d. mosa, jurtir og hvönn. Svartfuglsegg eru hirt af sjávarklöppum og villigæs er vinsæl á haustin, þegar nóg er af henni.

Norðlensk hráefni

Jurtir og krydd
Íslendingar byrjuðu snemma að nota plöntur sem þeir gátu tínt í náttúrunni. Á meðal þeirra eru jurtir eins og blóðberg, einiber, auk villtra lauka, graslauks og hvítlauks. Vinsælustu jurtirnar í te voru blóðberg, vallhumall, rjúpnalauf og ljónslappi.
Grænmeti
Grænmeti lifir við erfiðar aðstæður á Íslandi. Kalt loftslag og stutt sumur eru áskoranir fyrir plöntur sem eru að reyna að vaxa og þroskast.
Kjöt
Fyrstu landnemarnir fluttu skepnur með sér til landsins – kindur, nautgripi, svín, hross og geitur. Landnemarnir þurftu að aðlagast nýju heimkynnunum og óblíðu náttúrufari, en þá þróaðist það svo að kjöt kom mest af kindum, en mjólkin kom svo til eingöngu úr kúm, á meðan svín svo til hurfu smám saman.
Ber og rabbarbari
Það er ekki auðsótt að fá næg vítamín úr hinu hefðbundna íslenska fæði, en uppsprettur þess er þó að finna í t.d. berjum og rabarbara.
Mjólkurvörur
Í dag eru langflestar mjólkurafurðir framleiddar úr kúamjólk, en allt frá landnámi hefur geitamjólk einnig verið notuð í alls kyns framleiðslu og nýtur nú á ný vaxandi vinsælda.
Brauð og bakkelsi
Bygg er svo til eina korntegundin sem hefur verið ræktuð á Íslandi í gegnum tíðina, á meðan rúgur og hveiti hafa verið innflutt. Núorðið er bygg ræktað á örfáum hlýrri og skjólsælli stöðum.
Fiskur
Fiskur er á meðan algengustu hráefna í matargerð á Íslandi og íslenskur fiskur stendur fyrir gæðavöru. Fiskur hefur leikið stórt hlutverk í lífi fólks allt frá því að fyrstu landnemarnir settust að á landinu, sem var skorið sundur af ám, fullum af laxi og silungi.