Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Norðurland er kjörinn staður fyrir allskonar útivist og eru fjölmörg svæði sem bjóða uppá skemmtilega möguleika til útiveru. 
Göngustígar og hjólastígar, lítil rjóður, lækir og nestisbekkir, gljúfur og fjöll. Hér er fjölbreytnin mikil og allir ættu að geta átt frábæran dag í notarlegu umhverfi.  

Reykjarhólsskógur
Reykjarhólsskógur er skógarreitur ofan byggðarinnar í Varmahlíð í Skagafirði. Hann tengist nærliggjandi svæðum og myndar fjölbreytt útivistarsvæði með merktum gönguleiðum. Best er að komast að Reykjarhólsskógi upp frá götunni Birkimel í Varmahlíð og taka svo fyrstu beygju til norðurs. Við aðkomuna að skóginum er knattspyrnuvöllur og tjaldsvæði. Í skóginum eru merktar gönguleiðir og útsýnisskífa á Hólnum þar sem útsýni er mjög gott til allra átta. Áningarstaðir eru í skóginum með bekkjum og borðum. Aðliggjandi tjaldsvæði er ekki í umsjón Skógræktarinnar en er þó samliggjandi skóginum með góðri aðstöðu og leiktækjum. Saman myndar tjaldsvæðið með skóginum ákjósanlegan áningar- og dvalarstað fyrir ferðafólk. Nánari upplýsingar: Reykjarhólsskógur 
Höfði í Mývatnssveit
Höfði er klettatangi sem gengur út í Mývatn. Útsýni er allgott af Höfðanum yfir Mývatn, voga þess og víkur og er kjörinn staður til fuglaskoðunar. Kálfastrandarvogur liggur meðfram Höfðanum og er sérstæður fyrir hraundrangamyndanir í voginum og við hann. Þessir drangar heita Klasar og Kálfastrandarstrípar en Kálfastrandarvogur og umhverfi Höfða þykir með fegurstu stöðum við Mývatn.
Gundarreitur í Eyjafirði
Grundarreitur í Eyjafirði, lætur ekki mikið yfir sér og virðist tilsýndar e.t.v. ekki sérstakur. Hann er þó ekki síður merkilegur en Furulundurinn á Þingvöllum og hefur svipaða sögulega og fræðilega þýðingu fyrir skógrækt. Þessir tveir staðir marka upphaf skógræktar á Íslandi.Skógurinn er ofan við veg þegar komið er að kirkjustaðnum Grund í innanverðum Eyjafirði. Hafa þarf augun hjá sér þegar ekið er í nágrenni Grundar því reiturinn getur auðveldlega farið fram hjá fólki. Stæði eru fyrir nokkra bíla þar sem gengið er inn í skóginn. Um reitinn liggja stígar og ýmsar trjátegundir eru merktar með tegundarheiti og gróðursetningarári. Reiturinn er því vísir að trjásafni. Áningarstaður með borðum og bekkjum er í miðjum reitnum. Í Grundarreit hafa verið haldnar listsýningar og aðrir viðburðir, en það merkilegasta við reitinn eru trén sjálf sem flest eru meira en aldargömul. Í miðjum reitnum er hóll, en af honum er ágætt útsýni og sagt er að í honum sé grafinn fjársjóður. Nánari upplýsingar: Grundarreitur í Eyjafirði 
Glerárgil
Glerárgil er með dýpstu og mikilfenglegustu árgiljum í Eyjafirði en jafnframt eitt hið gróðurríkasta. Það er grafið af Gleránni þar sem hún rennur fram úr mynni Glerárdals í um 200 m hæð yfir sjávarmáli og nær niður að Gleráreyrum. Þótt umhverfi gilsins hafi víða verið raskað til mikilla muna hefur gilið sjálft sloppið að mestu við breytingar af mannavöldum, enda á köflum lítt aðgengilegt.  Eðlilegt er að skipta Glerárgili í tvo hluta: Efra-Glerárgil og Neðra-Glerárgil. Eru mörkin á milli gilhlutanna um Réttarhvamm, sem var víður hvammur eða hvilft ofan við Rangárvallabrúna þar sem áin rennur á eyrum, enhvammur þessi hefur nú að mestu verið fylltur upp með jarðvegi. Gilhlutarnir eru á ýmsan hátt ólíkir og eiga sér ólíka sögu. Efra gilið er hrikalegt árgljúfur, allt að 80 m djúpt, og breitt að sama skapi, en neðra gilið er víðast fremur grunnt og þröngt enda greinilega yngra en efra gilið.  Góðir göngustígar eru meðfram gilinu allt frá ósum árinnar og upp að virkjunarlóninu og liggja all um 8 brýr liggja yfir ánna, sumt fyrir blandaða umferð eins og bíla og gangandi, á meðan aðrar eru eingöngu fyrir hjól og gangandi umferð.Með tilkomu nýju virkjunarinnar sem staðsett er við Réttarhvamm sem vígð var 2019 var byggt lón ofarlega í ánni og þangað liggur nýr göngu og hjólastígur sem einnig var tekin í notkun það ár. Í heild er vegalengdin um 12 km frá ós ogupp að virkjunarlóninu. Stígurinn fyrir neðan Réttarhvamm er að mestu leiti malbikaður á meðan sá hluti sem liggur frá virkjuninni og upp í dalinn að lóninu er grófur malarstígur. 
Kristnesskógur í Eyjafirði
Kristnes er í Eyjafirði um 8 km frá Akureyri. Skógurinn er í brekkunni ofan við Kristneshæli. Kristnesskógur er fjölbreyttur útivistarskógur og margar gönguleiðir eru merktar. Þar er um 300 metra langur malbikaður útivistarstígur sem fær er hreyfihömluðum. Malbikaðir stígar eru einnig á flötinni sunnan við Hælið. Úr Kristnesskógi er víða fallegt útsýni um sveitir Eyjafjarðar. Heilsuhælið að Kristnesi í Eyjafirði tók til starfa 1927, einkum sem berklahæli. Útivist var snar þáttur í meðferð við berklum og var því var þegar hafist handa við að gera umhverfi hælisins nýtilegt til útivistar með gróðursetningu trjágarðs í sama anda og gert var á Vífilsstöðum. Árið 1940 var trjágarðurinn svo stækkaður upp í 27 hektara og gróðursett í það land fram til 1956, eða um það leyti sem farið var að lækna berkla með lyfjum. Segja má að Kristnesskógur hafi verið fyrsti skógur á Íslandi sem ræktaður var fyrst og fremst til heilsueflingar. Svæðið er nú að heita má fullplantað og trén í eldri hluta hans orðin stór og mikil. Nánari upplýsingar: Kristnesskógur í Eyjafirði 
Lystigarðurinn á Akureyri
Garðurinn er einn af fegurstu perlum Akureyrarbæjar. Stofnað vartil hans fyrir forgöngu kvenna og stóð frú Anna Schiöth þar í fararbroddi. Í garðinum er að finna brjóstmynd af frú Margarethe Schiöth, tengdadóttur Önnu sem hélt starfinu áfram, og á stöpul hennar er letrað "Hún gerði garðinn frægan." Lystigarðurinn er nú í eigu Akureyrarbæjar en hann var opnaður árið 1912. Í honum má finna nánast allar þær plötur er finnast á Íslandi eða um 450 tegundir og rúmlega 6.000 erlendar tegundir. Garðurinn er formlega opinn frá 1. júní til 30. september frá klukkan 8-22 virka daga en 9-22 um helgar. Utan þess tíma er samt hægt að heimsækja garðinn því hliðin eru ávallt opin gestum. Starfsmenn Lystigarðsins halda úti fróðlegri heimasíðu þarsem er að finna hafsjó upplýsinga um plöntur og fleira.  
Hrútey
  Hrútey er skrautfjöður í hatti Blönduósbæjar, umlukin jökulánni Blöndu og skartar fjölbreyttum gróðri. Fuglalíf er auðugt og gæsin á griðland þar ásamt öðrum fuglum. Hrútey er í alfaraleið við þjóðveg nr. 1, góð bifreiðastæði eru við árbakkann og traust göngubrú út í eyjuna. Hrútey er tilvalin sem útivistar- og áningarstaður. Þar eru góðir göngustígar og rjóður með bekkjum og borðum.
Krossanesborgir
Krossanesborgir er svæði alsett klettaborgum eða stuttum klappaásum fyrir norðan Akureyri. Svæðið var friðlýst að hluta árið 2005 sem fólkvangur. Í borgunum er 5-10 milljóna ára basalt, sem myndar berggrunn Akureyrar. Langflestar borganna eru nokkurn veginn eins og ísaldarjökullinn skildi við þær fyrir um 10 þúsund árum. Þær liggja í óreglulegum röðum og þyrpingum, en á milli þeirra eru oftast mýrarsund, og tjarnir í sumum þeirra. Mikill gróður er í tjörnum á svæðinu, sérstaklega Djáknatjörn, en þar vaxa margar nykrutegundir, m.a. hin sjaldgæfa langnykra. Gróðurfar í borgunum er fjölbreytt og hafa þar fundist um 190 plöntutegundir, þar af 16 starategundir. Þetta er um 40% allra íslenskra blómplantna og byrkninga. Fuglalíf er fjölbreytt, þar verpa um 27 tegundir fugla eða um 35% af öllum íslenskum fuglategundum.  Heimild: heimasíða Umhverfisstofnunar.  Árið 2014 voru hönnuð upplýsingaskilti fyrir svæðið og má sjá þau hér fyrir neðan:  Yfirlitskorthttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/krossanes_skilti_2014.pdfKort af gönguleiðumhttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/krossanes_gonguleidakort_2014-fra-teikna-a-lofti.pdfÁveituskurðurhttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/aveituskurdur_2014_loka.pdfJurtir - blómhttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/engjaros_langnykra_reidingsgr_2014_loka.pdfFuglar - endurhttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/fuglar_skufond_raudh_2014_loka.pdfTré og runnar http://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/gulv_birki_reyniv_lodv_2014_loka.pdfMófuglar http://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/jadrakan_hrossag_spoi_2014_loka.pdfJarðfræði https://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/jardfraedi_2014_loka.pdfEyðibýlið Lónsgerðihttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/lonsgerdi_2014_loka.pdfFuglar - rjúpan https://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/rjupan_tillaga2_2014_loka.pdfFuglar - mávarhttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/silamafur_silfurmafur_svartbakur_2014_loka.pdfStríðsminjar https://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/stridsminjar_2_2014_loka.pdfVotlendisplönturhttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/vetrarkvidas_fergin_lofotur_2014_loka.pdf 
Ásbyrgi
Ásbyrgi er eitt helsta náttúruundur Íslands og er staðsett í Vatnajökulsþjóðgarði. Lagðir hafa verið göngustígar um svæðið og sett upp lítil upplýsingaskilti við þá. Í Ásbyrgi er mikið af fallegum gróðri og mikið fuglalíf. Það er upplifun fyrir alla fjölskylduna að virða fyrir sér tignarlega hamraveggi og njóta kyrrðarinnar. Það er ekki síður skemmtilegt að fara í Ásbyrgi á haustin, þar sem fallegir haustlitirnir setja skemmtilegan svip á þetta einstaka náttúruundur. Ásbyrgi er hluti af Demantshringnum sjáðu hann hér www.demantshringurinn.is 
Botnsvatn
Botnsvatn er skammt suðaustan Húsavíkur. Það er 1,05 km² og í 130 m hæð yfir sjó. Ekið er upp úr miðjum Húsavíkurbæ, eftir Ásgarðsvegi og eftir um 3 mín akstur blasir vatnið við. Búðará fellur úr því í gegnum Húsavík til sjávar. Hægt er að ganga hringinn kringum vatnið sem er 5,4 km langur. Einnig er hægt að ganga frá Skrúðgarði eftir merktum göngustíg upp með Búðará að Botnsvatni.  
Naustaborgir
Í Naustaborgum er mikil náttúrufegurð og fjölbreyttar gönguleiðir sem henta vel fyrir alla fjölskylduna. 
Þórðarstaðaskógur
Þórðarstaðaskógur er í innanverðum Fnjóskadal austan ár. Eyðijarðirnar Belgsá og Bakkasel eru sunnan við Þórðarstaði og eru hlíðar þar einnig skógi vaxnar. Þessir skógar mynda ásamt Lundsskógi eitt mesta samfellda skóglendi á Íslandi. Fyrir nokkru var land einnig friðað á jörðinni Lundi sem tengir þetta skóglendi við Vaglaskóg. Því hillir undir að samfellt skóglendi verði í öllum austanverðum Fnjóskadal frá Hálsi í mynni Ljósavatnsskarðs um Vaglaskóg og inn úr. Hægt er að komast akandi í Þórðarstaðaskóg að norðan frá Vaglaskógi og Lundi en þá er nauðsynlegt er að vera á fjórhjóladrifnum bíl. Þetta er líka skemmtileg leið til göngu, hjólreiða eða á hestum. Það sama gildir þegar komið er að sunnan yfir brú á Fnjóská við Illugastaði. Þaðan er einnig hægt að fara til suðurs um Belgsá og Bakkasel og áfram inn í Timburvalladal, einn þriggja afdala Fnjóskadals. Um Þórðarstaðaskóg liggja þjónustuslóðir eða skógarvegir sem hægt er að ganga um. Að öðru leyti hefur ekkert verið gert í þágu ferðalanga en áhugavert að skoða fjölbreytilegt skóglendið, náttúruskóg í bland við ræktaðan nytjaskóg. Töluvert er um sveppi í skógum Fnjóskadals og víða berjaspretta, ekki síst hrútaber. Nánari upplýsingar: Þórðastaðaskógur 
Kjarnaskógur
 Kjarnaskógur er eitt vinsælasta útivistarsvæði Akureyringa, um800 hektara að stærð. Við upphaf skógræktar á svæðinu um 1950 var landiðskóglaust með öllu. Síðan þá hefur verið plantað um 1.5 milljónum plantna og erþar mikil gróðursæld og gott skjól. Trjágróður í Kjarnaskógi er afarfjölbreyttur og trjásýnistígur liggur um hjarta skógarins meðfram Brunná.   ​Í skóginum má m.a. finna:* Þrjú leiksvæði með fjölda leiktækja* Blakvelli og trimmtæki* Yfirbyggðar grillaðstöður sem hentar jafnt einstaklingum sem hópum* Stærsta skipulagða gönguskíðasvæði landsins (í skóglendi) með allt að 20 kmtroðnum brautum, þar af eru 6 km upplýstir. Hægt er að nálgast upplýsingarum færð gönguskíðasvæðisins hér ,en litirnir á kortinu gefa til kynna tímann frá því að síðast var troðið(grænt, appelsínugult og bleikt eru frá nokkrum klukkustundum upp í 48 klst,meðan ljósblátt, dökkblátt og grátt er frá 2 upp í fleiri en 14 sólarhringar).* Á veturna er einnig boðið upp á sleðabrekkur þegar hægt er og eru þær viðEinar skógarvörð og fyrir neðan Sólúrið á Kjarnatúni.* Sérhönnuðu fjallahjólabraut með tengingu við fjallahjólabrautina íHlíðarfjalli - sem samanlagt gerir x km og þarmeð lengstu fjallahjólabrautlandsinsssss.* Um 12 km af malarbornum stígum, þar af eru 6 km upplýstir, auk fjölda annarraskógarstíga. Sjá kort neðan á síðunni. * Snyrtingar og vatnsbrunnur* 4 bílastæði  Svæðið er í eigu Akureyrarbæjar en í umsjá SkógræktarfélagsEyfirðinga.  Skógræktarfélag EyfirðingaSími: 462 4047Netfang: ingi@kjarnaskogur.isHeimasíða: www.kjarnaskogur.is Kort af svæðinu:Kjarnaskógur - léttleiða korthttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/kjarnasogur-lettleidir-1-.pdfKjarnaskógur - allar leiðar - stórt kort https://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/kort-2018-stora-kortid-a-orva-a2.pdfHamrarhttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/kort-2018-hamrar-lett-an-orva.pdfNaustaborgirhttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/kort-2018-naustaborgir-lett-an-orva.pdfGönguskíðabrautirhttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/gonguskidi.pdf 
Spákonufellshöfði
  Spákonufellshöfði er vinsælt útivistarsvæði skammt frá höfninni á Skagaströnd. Þar hafa verið merktar gönguleiðir og sett upp fræðsluskilti um fugla og gróður. Á björtum sumarkvöldum má sjá miðnætursólina setjast við hafasbrún í norðri. Raunar ganga heimamenn um Höfðann allan ársins hring og njóta þess sem hann býður upp á.
Vaglir á Þelamörk
Vaglir á Þelamörk eru við þjóðveg nr. 1, um 10 km norðan og vestan Akureyrar. Skógurinn er fyrir ofan veg og er aðkoma að honum yst (næst Akureyri). Þjónustuslóðir liggja um skóginn og hægt er að ganga eftir þeim. Bílastæði er skammt ofan þjóðvegar, heldur frumstætt, og lítið annað hefur verið gert fyrir ferðamenn. Unnið er að því að bæta skóginn með tilliti til útivistar, einkum með grisjun og skógvegagerð. Grisjunin er um leið þáttur í þroska skógarins sem nytjaskógar. Nánari upplýsingar: Vaglir á Þelamörk 
Glerárdalur
Glerárdalur er fólkvangur sem liggur upp af Akureyri. Um dalinnrennur áin Glerá. Dalurinn hentar vel til útivistar og liggur um hann gönguleiðinn að Lamba, húsi Ferðafélags Akureyrar. Húsið var byggt árið 2014 og kom í staðinnfyrir eldri byggingu sem stóð á sama stað.  Hægt er að fara í skipulagðar göngur á vegum FerðafélagsAkureyrar (FFA) inn að Lamba en einnig er hægt að útvega sér kort m.a. hjá FFAeða Upplýsingamiðstöð Ferðamanna í Hofi og fara á eigin vegum. Frá vegi aðskálanum er stikuð gönguleið, 10-11 km. Gistirými er fyrir 16 manns í Lamba. Olíukabyssa og áhöld eru í skálanum. Lækurskammt sunnan skálans. Fjölbreyttar gönguleiðir frá skálanum um fjöll og dali áGlerárdalssvæðinu. Forstofa er opin en innriskáli er læstur svo panta þarfgistingu fyrirfram á skrifstofuFFA.Staðsetning skálans er: 65°34.880 - 18°17.770 og hæð yfir sjávarmáli720m. Sjá myndir af skálanum á vef FFA.  Kort af fólkvanginum.https://www.ust.is/library/Skrar/Einstaklingar/Fridlyst-svaedi/Auglysingar/Glerardalur-folkvangur-10022014_LOKA.pdf  
Jökulsárgljúfur
Jökulsárgljúfur tilheyra Vatnajökulsþjóðgarði og umhverfi þeirra hafa heillað margan ferðalanginn. Fossasamtæða Jökulsár á Fjöllum með Selfoss, Dettifoss, Hafragilsfoss og Réttarfoss á sér fáa líka á jörðinni. Stórkostlegt umhverfi Jökulsárgljúfra er mótað af vatni, eldum og ís. Gífurleg hamfarahlaup eru talin hafa myndað og mótað gljúfur, gil, klappir og byrgi. Frægust þeirra er Ásbyrgi.
Vaglaskógur
Vaglaskógur er í margra huga einn stærsti og fegursti skógur landsins. Hann er vinsæll til útivistar og um hann liggja merktar gönguleiðir. Vinsæl tjaldsvæði eru í skóginum og fjöldi sumarhúsa í nágrenninu. Í skóginum er skemmtilegt trjásafn með fjölda tegunda. Margir leggja leið sína í Vaglaskóg til sveppa- eða berjatínslu og jurtaskoðunar.   Stutt er til Akureyrar frá Vöglum, eða um 34 km ef farið er um Víkurskarð en aðeins um 18 km um Vaðlaheiðargöng. Bogabrúin yfir Fnjóská er fyrsta steinbrú sinnar tegundar hér á landi og var hún hönnuð og byggð árið 1908. Upphaflega var brúin aðeins ætluð fyrir ríðandi menn og hestvagna en var notuð fyrir almenna umferð til ársins 1968. Eftir það var hún aðeins ætluð léttri umferð en var á endanum lokað fyrir bílaumferð árið 1993.  Nánari upplýsingar: Vaglaskógur 
Mela- og Skuggabjargaskógur
Mela- og Skuggabjargaskógur er meðal stærstu og mestu birkiskóga landsins. Þar er birkið síst lakara en í hinum gömlu „höfuðskógum Íslands“, Hallormsstaðaskógi, Vaglaskógi og Bæjarstaðaskógi. Vegfarendur á leið milli Eyjafjarðar og Þingeyjarsýslu sem vilja njóta landslagsins og ekki eru á hraðferð geta farið Grenivíkurveg út með Eyjafirði að austan, fram hjá Laufási og um Dalsmynni yfir í Fnjóskadal. Þar handan við Fnjóská blasir við frá þjóðveginum á alllöngum kafla einn af stórskógum Íslands, Mela- og Skuggabjargaskógur. Engin sérstök aðstaða er til útivistar í skóginum nema það sem skógurinn býður á náttúrlegan hátt. Víða er þægilegt að ganga um vegna þess hve stórvaxinn skógurinn er og er hann að því leyti ólíkur þéttvöxnu birkikjarri sem víða má finna og gjarnan er torfært göngufólki. Í skóginum er mjög gott berjaland og fuglalíf mikið. Nánari upplýsingar: Mela- og Skuggabjargaskógur