Fara í efni



Flugklasinn Air 66N er samstarfsverkefni fyrirtækja í ferðaþjónustu á Norðurlandi, sveitarfélaga, stofnana og annarra hagsmunaaðila í samfélaginu. Klasinn er leiðandi í að markaðssetja og kynna Akureyrarflugvöll sem nýjan áfangastað fyrir millilandaflug allt árið um kring með það að markmiði að fjölga ferðamönnum á Norðurlandi og lengja dvöl þeirra á svæðinu. Verkefnið fór af stað 2010 og í október það ár var ráðinn verkefnastjóri til að annast undirbúning að verkefninu í samvinnu við ýmsa hagsmunaaðila. Í október 2011 var klasinn svo formlega stofnaður. Verkefnið hefur frá upphafi verið hýst hjá Markaðsstofu Norðurlands (MN).

Framtíðarsýn Air 66N er að stöðug eftirspurn sé eftir ferðaþjónustu á Norðurlandi allt árið með reglulegu millilandaflugi á Akureyrarflugvöll þar sem nýr áfangastaður á Íslandi hafi verið opnaður.  

Skýrslur

Sviðsmyndagreining

Markaðsstofa Norðurlands hefur látið meta ávinning af reglubundnu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. Settar voru fram fjórar mismunandi sviðsmyndir og ávinningurinn metinn út frá forsendum hverrar sviðsmyndar fyrir sig. Jón Þorvaldur Heiðarsson, hagfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri, gerði þetta mat og tölurnar sem hér eru birtar eru teknar úr greinargerð hans, sem má skoða með því að smella hér.

Sjá myndræna framsetningu á skýrslu

 

Stöðuskýrslur Flugklasans

Sjá stöðuskýrslur 

September 2022

Apríl 2022

Október 2021

Apríl 2021

September 2020

Október 2017

Mars 2017

Nóvember 2016

September 2016

Apríl 2016

Millilandaflug um Akureyri

Svissneska flugfélagið Edelweiss býður beint flug til Akureyrar frá Zurich, yfir sjö vikna tímabil sumarið 2023 eða frá 7. júlí til 18. ágúst. Sjá: https://www.swiss.com/xx/en/book-and-manage/flights

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel flýgur með farþega bæði á veturna og sumrin og það er flugfélagið Transavia sem sér um þær ferðir. Íslendingar geta keypt ferðir til Hollands hjá ferðaskrifstofunni Verdi. Sjá: www.verditravel.is

Svissneska ferðaskrifstofan Kontiki býður upp á vetrarferðir til Norðurlands veturinn 2024, með beinu flugi frá Zurich til Akureyrar í febrúar og mars. Sjá nánari upplýsingar hér: https://www.kontiki.ch/nordisland-im-winter

Fréttir frá Flugklasanum

  • Icelandair býður upp á alþjóðatengingu milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar

    Á tímabilinu 15. október til 30. nóvember 2023, mun Icelandair bjóða upp á flug á milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í tengslum við millilandaflug sitt.
  • easyJet flýgur beint frá London til Akureyrar

    Eitt stærsta flugfélag Evrópu, easyJet, mun fljúga beint frá Gatwick í London til Akureyrar næsta vetur í áætlunarflugi. Flugfélagið tilkynnti þetta í dag og hefur nú þegar opnað fyrir bókanir, en fyrsta flugferðin verður 31. október. Flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, út mars 2024.
  • Kontiki býður vetrarferðir frá Zurich til Norðurlands

    Svissneska ferðaskrifstofan Kontiki hefur ákveðið að bjóða upp á vetrarferðir til Norðurlands næsta vetur, í beinu flugi frá Zurich. Þetta er í fyrsta sinn sem ferðaskrifstofan býður ferðir beint til Norðurlands, en hún hefur töluverða reynslu af því að selja ferðir til Íslands allt árið um kring
  • Condor hættir við áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða

    Þýska flugfélagið Condor hefur ákveðið að hætta við allt flug frá Frankfurt til Akureyrar og Egilsstaða í sumar.