Fara í efni



Flugklasinn Air 66N er samstarfsverkefni fyrirtækja í ferðaþjónustu á Norðurlandi, sveitarfélaga, stofnana og annarra hagsmunaaðila í samfélaginu. Klasinn er leiðandi í að markaðssetja og kynna Akureyrarflugvöll sem nýjan áfangastað fyrir millilandaflug allt árið um kring með það að markmiði að fjölga ferðamönnum á Norðurlandi og lengja dvöl þeirra á svæðinu. Verkefnið fór af stað 2010 og í október það ár var ráðinn verkefnastjóri til að annast undirbúning að verkefninu í samvinnu við ýmsa hagsmunaaðila. Í október 2011 var klasinn svo formlega stofnaður. Verkefnið hefur frá upphafi verið hýst hjá Markaðsstofu Norðurlands (MN).

Framtíðarsýn Air 66N er að stöðug eftirspurn sé eftir ferðaþjónustu á Norðurlandi allt árið með reglulegu millilandaflugi á Akureyrarflugvöll þar sem nýr áfangastaður á Íslandi hafi verið opnaður.  

Millilandaflug um Akureyri

Eitt stærsta flugfélag Evrópu, easyJet, mun fljúga beint frá Gatwick í London til Akureyrar næsta vetur í áætlunarflugi. Flugfélagið hefur opnað fyrir bókanir, en fyrsta flugferðin verður 31. október. Flogið verður tvisvar í viku, á þriðjudögum og laugardögum, út mars 2024. Sjá: https://www.easyjet.com/en 

Svissneska flugfélagið Edelweiss býður beint flug til Akureyrar frá Zurich, yfir sjö vikna tímabil sumarið 2023 eða frá 7. júlí til 18. ágúst. Sjá: https://www.swiss.com/xx/en/book-and-manage/flights

Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel flýgur með farþega bæði á veturna og sumrin og það er flugfélagið Transavia sem sér um þær ferðir. Íslendingar geta keypt ferðir til Hollands hjá ferðaskrifstofunni Verdi. Sjá: www.verditravel.is

Á tímabilinu 15. október til 30. nóvember 2023, mun Icelandair bjóða upp á flug á milli Akureyrar og Keflavíkurflugvallar í tengslum við millilandaflug sitt. Á tímabilinu verður flogið þrisvar sinnum í viku frá Akureyri til Keflavíkur, á mánudögum, fimmtudögum og laugardögum klukkan 5:50 að morgni og þrisvar sinnum í viku frá Keflavík til Akureyrar á miðvikudögum klukkan 21:20 og föstudögum og sunnudögum klukkan 17:15. Sjá hér: www.icelandair.is 

Svissneska ferðaskrifstofan Kontiki býður upp á vetrarferðir til Norðurlands veturinn 2024, með beinu flugi frá Zurich til Akureyrar í febrúar og mars. Sjá nánari upplýsingar hér: https://www.kontiki.ch/nordisland-im-winter

Skýrslur

Sviðsmyndagreining

Markaðsstofa Norðurlands hefur látið meta ávinning af reglubundnu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. Settar voru fram fjórar mismunandi sviðsmyndir og ávinningurinn metinn út frá forsendum hverrar sviðsmyndar fyrir sig. Jón Þorvaldur Heiðarsson, hagfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri, gerði þetta mat og tölurnar sem hér eru birtar eru teknar úr greinargerð hans, sem má skoða með því að smella hér.

Sjá myndræna framsetningu á skýrslu

 

Stöðuskýrslur Flugklasans

Sjá stöðuskýrslur 

September 2022

Apríl 2022

Október 2021

Apríl 2021

September 2020

Október 2017

Mars 2017

Nóvember 2016

September 2016

Apríl 2016

Fréttir frá Flugklasanum

  • Fjölbreytt framboð á flugi frá Akureyri

    Í haust og vetur verður hægt að ferðast með flugi frá Akureyri um allan heim. Breska flugfélagið easyJet hefur flug til Akureyrar í lok október og Icelandair býður upp á beint flug á Keflavíkurflugvöll þaðan sem hægt er að tengja við flugáætlun félagsins bæði til Bandaríkjanna og Evrópu.
  • Fyrsta flugvél Edelweiss lenti í miðnætursól á Akureyri

    Rétt fyrir miðnætti á föstudaginn síðasta, 7. júlí, lenti fyrsta flugvélin frá svissneska flugfélaginu Edelweiss á Akureyri.
  • Líflegar umræður á fundi með Icelandair

    Icelandair og Markaðsstofa Norðurlands stóðu fyrir umræðufundi um tengiflug flugfélagsins á milli Akureyrar og Keflavíkur, sem hefst í október og verður í boði út nóvember. Á fundinn komu ýmsir gestir úr ferðaþjónustu og frá sveitarfélögum á Norðurlandi, til að ræða um tækifæri og áskoranir í þessu verkefni.
  • Umræðufundur með Icelandair um flug milli Akureyrar og Keflavíkur

    Föstudaginn 30. júní klukkan 9:30 verður haldinn fundur um alþjóðatengingu Icelandair frá Akureyrarflugvelli.