Fara í efni

Flugklasinn Air66NFlugklasinn Air 66N er samstarfsverkefni fyrirtækja í ferðaþjónustu á Norðurlandi, sveitarfélaga, stofnana og annarra hagsmunaaðila í samfélaginu. Klasinn er leiðandi í að markaðssetja og kynna Akureyrarflugvöll sem nýjan áfangastað fyrir millilandaflug allt árið um kring með það að markmiði að fjölga ferðamönnum á Norðurlandi og lengja dvöl þeirra á svæðinu. Verkefnið fór af stað 2010 og í október það ár var ráðinn verkefnastjóri til að annast undirbúning að verkefninu í samvinnu við ýmsa hagsmunaaðila. Í október 2011 var klasinn svo formlega stofnaður. Verkefnið hefur frá upphafi verið hýst hjá Markaðsstofu Norðurlands (MN).

Framtíðarsýn Air 66N er að stöðug eftirspurn sé eftir ferðaþjónustu á Norðurlandi allt árið með reglulegu millilandaflugi á Akureyrarflugvöll þar sem nýr áfangastaður á Íslandi hafi verið opnaður.  

 

Skýrslur

Sviðsmyndagreining

Markaðsstofa Norðurlands hefur látið meta ávinning af reglubundnu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. Settar voru fram fjórar mismunandi sviðsmyndir og ávinningurinn metinn út frá forsendum hverrar sviðsmyndar fyrir sig. Jón Þorvaldur Heiðarsson, hagfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri, gerði þetta mat og tölurnar sem hér eru birtar eru teknar úr greinargerð hans, sem má skoða með því að smella hér.

Sjá myndræna framsetningu á skýrslu

 

Stöðuskýrslur Flugklasans

Sjá stöðuskýrslur 

Apríl 2021

September 2020

Október 2017

Mars 2017

Nóvember 2016

September 2016

Apríl 2016

Fréttir frá Flugklasanum

 • Niceair á Dohop!

  Niceair á Dohop!

  Nú er mögulegt að bóka flug með Niceair í gegnum vefsíðu Dohop, vinsælustu flugleitarvélar á Íslandi.
 • Tökum flugið - dagskrá ráðstefnu

  Tökum flugið - dagskrá ráðstefnu

  Hér má sjá dagskrá og skráningarform fyrir ráðstefnuna „Tökum flugið“ í Hofi, 26. apríl.
 • Tökum flugið - Ráðstefna um flugmál

  Tökum flugið - Ráðstefna um flugmál

  Markaðsstofa Norðurlands og Flugklasinn Air 66N munu halda ráðstefnu um flugmál á Akureyri þann 26. apríl n.k
 • Samið um markaðssetningu Norðurlands í tengslum við Akureyrarflugvöll

  Samið um markaðssetningu Norðurlands í tengslum við Akureyrarflugvöll

  20 milljónir verða settar í markaðssetningu Norðurlands í tengslum við millilandaflug um Akureyri.