Fara í efni

Flugklasinn Air66NFlugklasinn Air 66N er samstarfsverkefni fyrirtækja í ferðaþjónustu á Norðurlandi, sveitarfélaga, stofnana og annarra hagsmunaaðila í samfélaginu. Klasinn er leiðandi í að markaðssetja og kynna Akureyrarflugvöll sem nýjan áfangastað fyrir millilandaflug allt árið um kring með það að markmiði að fjölga ferðamönnum á Norðurlandi og lengja dvöl þeirra á svæðinu. Verkefnið fór af stað 2010 og í október það ár var ráðinn verkefnastjóri til að annast undirbúning að verkefninu í samvinnu við ýmsa hagsmunaaðila. Í október 2011 var klasinn svo formlega stofnaður. Verkefnið hefur frá upphafi verið hýst hjá Markaðsstofu Norðurlands (MN).

Framtíðarsýn Air 66N er að stöðug eftirspurn sé eftir ferðaþjónustu á Norðurlandi allt árið með reglulegu millilandaflugi á Akureyrarflugvöll þar sem nýr áfangastaður á Íslandi hafi verið opnaður.  

 

Skýrslur

Sviðsmyndagreining

Markaðsstofa Norðurlands hefur látið meta ávinning af reglubundnu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll. Settar voru fram fjórar mismunandi sviðsmyndir og ávinningurinn metinn út frá forsendum hverrar sviðsmyndar fyrir sig. Jón Þorvaldur Heiðarsson, hagfræðingur og lektor við Háskólann á Akureyri, gerði þetta mat og tölurnar sem hér eru birtar eru teknar úr greinargerð hans, sem má skoða með því að smella hér.

Sjá myndræna framsetningu á skýrslu

 

Stöðuskýrslur Flugklasans

Sjá stöðuskýrslur 

Apríl 2021

September 2020

Október 2017

Mars 2017

Nóvember 2016

September 2016

Apríl 2016

Fréttir frá Flugklasanum

 • Myndir: Auðunn Níelsson fyrir Isavia

  Skóflustunga að stækkun flugstöðvar

  Fyrsta skóflustunga að stækkun flugstöðvar á Akureyrarflugvelli var framkvæmd í gær, þriðjudaginn 15.júní. Sigurður Ingi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hlaut þann heiður. Í ræðu hans var einnig staðfest að nýtt flughlað sé fjármagnað ásamt því …
 • Fundur um flugmál á Norðurlandi

  Fundur um flugmál á Norðurlandi

  Markaðsstofa Norðurlands heldur fund um flugmál á Norðurlandi þriðjudaginn 16. febrúar kl. 10:00 – 11:45. Á fundinum verður farið yfir niðurstöður greiningar á erlendum mörkuðum m.t.t. heimsókna til Norðurlands, kynntar niðurstöður könnunar sem gerð var á heimamarkaði og staðan tekin á uppbyggingu á Akureyrarflugvelli.
 • Vetrarflugi frá Hollandi aflýst vegna heimsfaraldurs

  Vetrarflugi frá Hollandi aflýst vegna heimsfaraldurs

  Ekkert verður af fyrirhuguðum flugferðum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel í vetur
 • Voigt Travel aflýsir sumarflugi

  Voigt Travel aflýsir sumarflugi

  Hollenska ferðaskrifstofan Voigt Travel hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum á sínum vegum í sumar, þ.m.t. til Akureyrar. Ástæðan er óvissan sem enn ríkir vegna Covid 19 faraldursins.