Fjallaskálar geta verið sérstaklega áhugaverðir og skemmtileg upplifun. Á hálendi Íslands eru fjallakofar og skálar helstu gistimöguleikarnir og eru þeir mismunandi eins og þeir eru margir. Yfirleitt er svefnpokagisting í boði í þessum skálum.
Kerlingarfjöll Hálendismiðstöð
Kerlingarfjöll eru ein af náttúruperlum hálendisins. Þar fara saman stórkostlegt landslag, fjölbreytt og fróðleg jarðfræði og síðast en ekki síst samspil jökla og jarðhita, gróðurs og gróðurleysis og ótrúleg litadýrð. Af hæstu tindum er mjög víðsýnt og sér þaðan til sjávar bæði til norðurs og suðurs. Bjartur og fallegur dagur í Kerlingarfjöllum er mörgum ógleymanleg upplifun.
Hálendismiðstöðin í Kerlingarfjöllum er staðsett í dalnum Ásgarður í norðanverðum Kerlingarfjallaklasanum, þar er boðið upp á gistingu fjallaskálum, á staðnum er tjaldstæði og þar eru veitingar seldar.
View
Áfangi
Áfangi er gagnamannaskáli í eigu Húnavatnshrepps.Á sumrin er rekin ferðaþjónusta sem tekur á móti ýmiskonar hópum s.s hestahópum og gönguhópum. Veitingasala er í Áfanga fyrir gesti og gangandi.
Í Áfanga er svefnpokapláss fyrir 32 manns í 8 fjögura mann herbergjum. Svefnpláss á dýnum í setustofu. Hægt að fá uppábúin rúm.
Eldhús og borðsalur eru til afnota fyrir næturgesti og hópa. Aðkeyrsla og dyr beint inn í eldhúsið.Veitingasala og verslun er í Áfanga. Boðið er uppá morgunmat, hádegismat, kaffi og kvöldmat. Súpa og brauðmeti er ávallt til en stærri máltíðir þarf að panta fyrirfram. Bjór, gos og sælgæti er til sölu.
Í Áfanga er heitur pottur og góð sturtuaðstaða. Fátt er betra en hvíld í heitum potti eftir langan ferðadag.
GPS: N65°08,701 W19°44,148 Aðstaða fyrir hesta, hesthús og hey.
View
Aðrir (24)
Lambi - Ferðafél. Akureyrar/FÍ | Strandgata 23 | 600 Akureyri | 462-2720 |
Mosar-Reykjaheiði Ferðafélag Svarfdæla | Brimnes | 620 Dalvík | 466-1153 |
Tungnahryggsskáli - Ferðafélag Svarfdæla | Brimnes | 620 Dalvík | 466-1153 |
Hof - Ferðafélag Húsavíkur | Hof | 640 Húsavík | 894-0872 |
Þeistareykir - 4x4 Húsavíkurdeild | Þeistareykir | 640 Húsavík | 866 4083 |
Heilagsdalur - Ferðafélag Húsavíkur | Heilagsdalur | 640 Húsavík | 894-0872 |
Dreki - Ferðafél. Akureyrar/FÍ | Strandgata 23, 600 Akureyri | 462-2720 | |
Bræðrafell - Ferðafél. Akureyrar/FÍ | Strandgata 23, 600 Akureyri | 462-2720 | |
Kverkfjöll - Jöklarannsóknafélag Íslands | 125 Reykjavík | 525-4800 | |
Laugafell - Ferðafél. Akureyrar/FÍ | Strandgata 23, 600 Akureyri | 462-2720 | |
Þorsteinsskáli - Ferðafél. Akureyrar/FÍ | Strandgata 23, 600 Akureyri | 462-2720 | |
Baugasel - Ferðafélagið Hörgur/FÍ | 601 Akureyri | 897-2988 | |
Þúfnavellir - Ferðafélag Skagfirðinga | 550 Sauðárkrókur | 864-5889 | |
Trölli - Ferðafélag Skagfirðinga | 550 Sauðárkrókur | 864-5889 | |
Ingólfsskáli - Ferðafélag Skagfirðinga | 550 Sauðárkrókur | 864-5889 | |
Skiptabakki - 4x4 Skagafjarðardeild | Mörkin 6, 108 Reykjavík | 894-6233 | |
Nýidalur - Ferðafélag Íslands | Mörkin 6, 108 Reykjavík | 568-2533 | |
Réttartorfa - 4x4 Eyjafjarðardeild | Mörkin 6, 108 Reykjavík | 568-4444 | |
Hildarsel - Ferðafélag Skagfirðinga | 550 Sauðárkrókur | 864-5889 | |
Strangakvísl - Uppreks.fél. Eyvindarstaðaheiðar | Gil, 541 Blönduós | 823-5986 | |
Botni - Ferðafél. Akureyrar/FÍ | Strandgata 23, 600 Akureyri | 462-2720 | |
Dyngjufell - Ferðafél. Akureyrar/FÍ | Strandgata 23, 600 Akureyri | 462-2720 | |
Árbúðir | Myrkholti, Bláskógabyggð 801 Selfoss | 895-9500 | |
Þjófadalir - Ferðafélag Íslands | Mörkin 6, 108 Reykjavík | 568-2533 |