Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Gestastofur

Gestastofan í Kröflu
Gestastofan í Kröflu er staðsett í aðalrými stöðvarhússins í Kröflustöð. Gestastofan okkar veitir gestum innsýn þá ótrúlegu krafta sem búa í iðrum jarðar en Kröflusvæðið í Mývatnssveit er eitt frægasta jarðhitasvæði heims.  Það er opið hjá okkur alla daga í sumar frá 10-17.  Aðgangur að gestastofunni er gjaldfrjáls og á staðnum er salerni og kaffi.Ef þú hyggst koma í heimsókn með hóp (10 eða fleiri) þarftu að fylla út heimsóknarbeiðni:www.landsvirkjun.is/form/heimsoknarbeidni
Segull 67 Brugghús
Segull 67 er fjölskyldurekið brugghús, staðsett á Siglufirði í gamla frystihúsinu sem hefur verið tómt til margra ára. Árið 2015 var hafist handa og gamla frystihúsið fékk nýtt hlutverk. Verksmiðjan sjálf er inni gamla frystiklefanum og smökkunar barinn þar sem fiskurinn var frystur í pönnur og fyrir ofan allt saman var sjálf fisk vinnslulínan. Nú er hægt að taka brugghús kynningu um verksmiðjuna og smakkað á handverks bjórum. 
Ullarvinnslan Gilhagi
Ullarvinnsla heima á bæ þar sem hægt er kynnast ferlinu við vinnslu ullar allt frá sauðkind í ullarflík. Gestastofan er opin mánudaga til föstudaga frá 10-14Í gestastofunni er hægt að nálgast vörur okkar og frá framleiðendum úr nágrenni okkar ásamt léttri hressinguVinnslan er lítil í sniðum og hefur sterka tengingu við handverkið við ullarvinnslu. Hrein ólituð íslensk ull beint frá bændum spunnin í náttúrulegum sauðalitum. Íslenska kindin hefur einstaka ull og eiginleika sem skila sér í bandinu og fullkláraðri flík.Ullarbandið er ólitað í náttúrulegum litum íslensku sauðkindarinnar.Tengingin við náttúruna er mikil og gott að njóta kyrrðarinnar sem henni fylgir.(Yfir vetrarmánuði mælum við með að hafa samband til að athuga með færð og opnunartíma)
Gestastofa og upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs í Ásbyrgi, Gljúfrastofa
Gljúfrastofa er ein af gestastofum Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar er falleg fræðslusýning og upplýsingagjöf fyrir gesti. Þar má fá upplýsingar um þjóðgarðinn og nágrenni hans, gönguleiðir, náttúruperlur, sögu og þjónustu. Gljúfrastofa er hluti af Norðurstrandarleið og Demantshringnum. Þar er rafhleðslustöð frá ON Afgreiðslutími í Gljúfrastofu 2024:16. jan - apr: 11-15 mánudaga til föstudagmaí: 10-16 alla dagajún - ágú: 9-17 alla dagasept - okt: 11-16 alla daganóv - des: 11-15 virka daga Til að skoða vefsíðuna okkar, vinsamlegast smellið hér .