Með þjóðgörðum og friðlýstum svæðum, tryggjum við rétt okkar og komandi kynslóða til að njóta ósnortinnar náttúru.
Vatnajökulsþjóðgarður - norðursvæði
Vatnajökulsþjóðgarður er víðfemur og nær yfir tæp 13% af Íslandi. Þó stór hluti þjóðgarðsins sé undir jökulhettu Vatnajökuls er landslag hans fjölbreytilegt. Má það helst þakka samspili eldvirkni, jarðhita og myndunar jökla, landmótun jökla og vatnsfalla.Vatnajökulsþjóðgarði er skipt í fjögur svæði og á norðursvæðinu má meðal annars finna náttúruperlur eins og Öskju, Herðubreiðarlindir, Dettifoss og Ásbyrgi.Sumum finnst Jökulsárgljúfur fegursti staður á landinu til gönguferða, bæði lengri og skemmri, og það má til sanns vegar færa. Gönguleiðum er vel lýst í bæklingi þjóðgarðsins. Áhugamenn um jarðfræði, flóru og fánu finna þar líka góðar lýsingar.
Heimasíða þjóðgarðsins er www.vjp.is
View
Skútustaðagígar
Skútustaðagígar eru gervigígar sem mynduðust við gufusprengingu þegar hraun rann yfir votlendi. Gígarnir eru vinsæll staður til fuglaskoðunar og eru þeir friðlýstir sem náttúruvætti.
View
Hrútey
Hrútey er skrautfjöður í hatti Blönduósbæjar, umlukin jökulánni Blöndu og skartar fjölbreyttum gróðri. Fuglalíf er auðugt og gæsin á griðland þar ásamt öðrum fuglum. Hrútey er í alfaraleið við þjóðveg nr. 1, góð bifreiðastæði eru við árbakkann og traust göngubrú út í eyjuna. Hrútey er tilvalin sem útivistar- og áningarstaður. Þar eru góðir göngustígar og rjóður með bekkjum og borðum.
View
Krossanesborgir
Krossanesborgir er svæði alsett klettaborgum eða stuttum klappaásum fyrir norðan Akureyri. Svæðið var friðlýst að hluta árið 2005 sem fólkvangur. Í borgunum er 5-10 milljóna ára basalt, sem myndar berggrunn Akureyrar. Langflestar borganna eru nokkurn veginn eins og ísaldarjökullinn skildi við þær fyrir um 10 þúsund árum. Þær liggja í óreglulegum röðum og þyrpingum, en á milli þeirra eru oftast mýrarsund, og tjarnir í sumum þeirra.
Mikill gróður er í tjörnum á svæðinu, sérstaklega Djáknatjörn, en þar vaxa margar nykrutegundir, m.a. hin sjaldgæfa langnykra. Gróðurfar í borgunum er fjölbreytt og hafa þar fundist um 190 plöntutegundir, þar af 16 starategundir.
Þetta er um 40% allra íslenskra blómplantna og byrkninga. Fuglalíf er fjölbreytt, þar verpa um 27 tegundir fugla eða um 35% af öllum íslenskum fuglategundum.
Heimild: heimasíða Umhverfisstofnunar.
Árið 2014 voru hönnuð upplýsingaskilti fyrir svæðið og má sjá þau hér fyrir neðan:
Yfirlitskorthttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/krossanes_skilti_2014.pdfKort af gönguleiðumhttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/krossanes_gonguleidakort_2014-fra-teikna-a-lofti.pdfÁveituskurðurhttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/aveituskurdur_2014_loka.pdfJurtir - blómhttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/engjaros_langnykra_reidingsgr_2014_loka.pdfFuglar - endurhttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/fuglar_skufond_raudh_2014_loka.pdfTré og runnar http://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/gulv_birki_reyniv_lodv_2014_loka.pdfMófuglar http://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/jadrakan_hrossag_spoi_2014_loka.pdfJarðfræði https://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/jardfraedi_2014_loka.pdfEyðibýlið Lónsgerðihttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/lonsgerdi_2014_loka.pdfFuglar - rjúpan https://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/rjupan_tillaga2_2014_loka.pdfFuglar - mávarhttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/silamafur_silfurmafur_svartbakur_2014_loka.pdfStríðsminjar https://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/stridsminjar_2_2014_loka.pdfVotlendisplönturhttps://www.visitakureyri.is/static/files/2012-VISIT/pdf/vetrarkvidas_fergin_lofotur_2014_loka.pdf
View
Dettifoss
Dettifoss er talinn aflmesti foss í Evrópu. Hann er 44 metra hár og rúmlega 100 m breiður foss í Jökulsá á Fjöllum. Áin rennur um Jökulsárgljúfur sem eru hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Þeir eru ófáir, staðirnir eins og þessi, þar sem maður upplifir smæð mannsins eins skýrt og við þennan mikilfenglega foss.
Frá vegi 85 liggur vegur 864 framhjá Dettifossi austanverðum að þjóðvegi 1. Vegur 864 er malarvegur og þarf ökuhraði að miðast við aðstæður hverju sinni. Vegurinn lokast í byrjun október og er opnaður seinnihlutann í maí eða í júní.
Vestanmegin er malbikaður vegur frá þjóðvegi 1 og alla leið að Ásbyrgi. Athuga þarf að þessi vegur er ekki í þjónustu frá 1.janúar til 30. mars.Dettifoss er hluti af Demantshringnum.
View
Spákonufellshöfði
Spákonufellshöfði er vinsælt útivistarsvæði skammt frá höfninni á Skagaströnd. Þar hafa verið merktar gönguleiðir og sett upp fræðsluskilti um fugla og gróður. Á björtum sumarkvöldum má sjá miðnætursólina setjast við hafasbrún í norðri. Raunar ganga heimamenn um Höfðann allan ársins hring og njóta þess sem hann býður upp á.
View
Glerárdalur
Glerárdalur er fólkvangur sem liggur upp af Akureyri. Um dalinnrennur áin Glerá. Dalurinn hentar vel til útivistar og liggur um hann gönguleiðinn að Lamba, húsi Ferðafélags Akureyrar. Húsið var byggt árið 2014 og kom í staðinnfyrir eldri byggingu sem stóð á sama stað.
Hægt er að fara í skipulagðar göngur á vegum FerðafélagsAkureyrar (FFA) inn að Lamba en einnig er hægt að útvega sér kort m.a. hjá FFAeða Upplýsingamiðstöð Ferðamanna í Hofi og fara á eigin vegum. Frá vegi aðskálanum er stikuð gönguleið, 10-11 km. Gistirými er fyrir 16 manns í Lamba. Olíukabyssa og áhöld eru í skálanum. Lækurskammt sunnan skálans. Fjölbreyttar gönguleiðir frá skálanum um fjöll og dali áGlerárdalssvæðinu. Forstofa er opin en innriskáli er læstur svo panta þarfgistingu fyrirfram á skrifstofuFFA.Staðsetning skálans er: 65°34.880 - 18°17.770 og hæð yfir sjávarmáli720m. Sjá myndir af skálanum á vef FFA.
Kort af fólkvanginum.https://www.ust.is/library/Skrar/Einstaklingar/Fridlyst-svaedi/Auglysingar/Glerardalur-folkvangur-10022014_LOKA.pdf
View
Hveravellir
Hveravellir er jarðhitasvæði norðan undir Kjalhrauni, eitt af stærstu hverasvæðum landsins. Frægasti útilegumaður Íslands, Fjalla Eyvindur, dvaldist þar um skeið ásamt Höllu konu sinni. Á Hveravöllum er að finna náttúrulegan heitan pott.
View
Mývatn verndarsvæði
Á og við Mývatn er mikið og fjölbreitt fuglalíf. Einkum
lifa þar vatna- og votlendisfuglar af ýmsum tegundum en þekktast er
Mývatn fyrir fjölda andategunda sem á sumrin eru fleiri við vatnið en á
nokkrum öðrum stað á jörðinni.Mývatn er verndað með sérstökum lögum
og er á skrá um alþjóðlega mikilvæg votlendissvæði ásamt Laxá sem úr því
rennur.
View
Dimmuborgir
Dimmuborgir eru dramatískar og sundurtættar hraunborgir með gróðri og kjarri. Í Dimmuborgum gefur að líta hvers konar furðumyndir, gatkletta og smáhella, en sá frægasti er líklega Kirkjan, há og mikil hvelfing sem er opin í báða enda. Það er ekki síður mikil upplifun að fara í Dimmuborgir yfir vetrartímann og í desember er hægt að heimsækja jólasveinana sem búa þar.
View
Jökulsárgljúfur
Jökulsárgljúfur tilheyra Vatnajökulsþjóðgarði og umhverfi þeirra hafa heillað margan ferðalanginn. Fossasamtæða Jökulsár á Fjöllum með Selfoss, Dettifoss, Hafragilsfoss og Réttarfoss á sér fáa líka á jörðinni. Stórkostlegt umhverfi Jökulsárgljúfra er mótað af vatni, eldum og ís. Gífurleg hamfarahlaup eru talin hafa myndað og mótað gljúfur, gil, klappir og byrgi. Frægust þeirra er Ásbyrgi.
View
Hverfjall
Í Hverfjalli er stór, hringlaga sprengigígur, um 140 m djúpur og um 1000 m í þvermál. Hverfjall er í röð fegurstu og reglubundnustu sprengigígamyndana sem getur að líta á Íslandi og talið í röð þeirra stærstu sinnar tegundar á jörðinni. Telja má víst að gígurinn hafi myndast við sprengigos og er aldur þess áætlaður 2800-2900 ár.
View