Ferðamálafélag Hríseyjar
Hús Hákarla JörundarÍ þessu elsta húsi Hríseyjar er nú búið að koma upp vísi að sýningu sem tengist hákarlaveiðum við strendur Íslands fyrr á öldum. Húsið var byggt á árunum 1885-86 af Jörundi Jónssyni, eða Hákarla-Jörundi úr timbri norskra skipa er fórust við Hrísey, þann 11. september 1884. Húsið hefur verið gert upp og fært í upprunalegt útlit. Húsið er opið alla daga vikunnar frá 1. júní- 31. ágúst og utan þess tíma er hægt að hafa samaband í síma eða með tölvupósti.
Opnunartími Virkir dagar:1. júní - 31. ágúst: 13:00-17:001. september - 31. maí: Opið eftir samkomulagi.
Holt hús Öldu Halldórsdóttur, Austurvegur 35Alda Halldórsdóttir var fædd árið 1913 og bjó hún í Holti ásamt móður sinni. Mikið af hannyrðum eftir Öldu eru í húsinu einnig er mikið af ljósmyndum af vinum hennar og ættingjum. Í Holti er nú vísir að byggðasafni en Alda ánafnaði Hríseyjarhreppi húsinu eftir sinn dag. Ef áhugi er á að skoða húsið er hægt að hafa samband í síma 695-0077 eða senda fyrirspurn á hrisey@hrisey.net.
View