Fjölbreyttir valmöguleikar til baðferða
Hvergi á Íslandi er jafn fjölbreytt úrval af böðum og á Norðurlandi. Ferðamenn geta baðað sig upp úr heitum sjó – og auðvitað köldum líka, heitu hveravatni beint úr borholum og síðast en ekki síst, heitum bjór!