Fara í efni

Saga og menning

Söfn

Norðurland er þekkt fyrir merkilega sögu og ferðaþjónustan þar er menningartengd. Möguleikar á að skoða fornar slóðir merkra Íslendinga eru margir og anda þeirra má finna svífa yfir viðkomandi stöðum. 
Á Norðurlandi eru fjölmörg söfn og fræðasetur sem mörg hver hafa vakið verðskuldaða athygli bæði innanlands og erlendis. Sem dæmi má nefna söfn eins og Textílsafnið á Blönduósi, Síldarminjasafnið á Siglufirði, Byggðasafnið Hvoll á Dalvík, Hvalasafnið á Húsavík, Vesturfarasetrið á Hofsósi, Nonnahús á Akureyri auk fjölda byggðasafna og listasafna. Öll eru söfnin óþrjótandi uppspretta fróðleiks, fegurðar og skemmtunar. 

Sjón er sögu ríkari. 
Komdu, sjáðu, skoðaðu og umfram allt njóttu alls þess besta sem Norðurland hefur upp á að bjóða!

Sýningar

Vertu viss um að skoða hinar ýmsu sýningar sem eru í boði á Norðurlandi allt árið.

Handverk og hönnun

Þetta er þitt tækifæri til að skoða og kynnast íslensku handverki og hönnun. Heimsæktu heimamenn og lærðu um einstaka og sérstaka hönnun frá Norðurlandi.

Söguferðaþjónusta

Á Norðurlandi er hægt að ferðast um svæðið og kynna sér sögufræga staði, hvort sem það tengist landnámi, bardögum, skáldum eða lifnaðarháttum fyrri tíma. 

Vitar á Norðurlandi

Það er auðvelt að ganga upp að vitum sem standa við strandlengju Norðurlands. Þeir eru fjölbreyttir í útliti og oftar en ekki huggulegt að hlusta á sjávarniðinn og horfa á fuglalífið í leiðinni. 

Kirkjur á Norðurlandi

Það eru svo sannarlega margar kirkjur á Íslandi og þegar ferðast er um Norðurland eru nokkrar sem vert er að stoppa við og skoða betur. Hægt er að fara inní sumar þeirra og þá er gaman að skoða altaristöfluna, sem einkennir oft kirkjur landsins. 

Sögufrægir staðir

Á Norðurlandi er hægt að ferðast um svæðið og kynna sér sögufræga staði, hvort sem það tengist landnámi, bardögum, skáldum eða lifnaðarháttum fyrri tíma.