Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sjálfbærni og ferðalög

Sjálfbærni

Sjálfbær ferðaþjónusta er áskorun, en í henni felast líka tækifæri. Ferðaþjónustuaðilar á Norðurlandi taka ábyrgðina sem felst í því að gera ferðaþjónustu sjálfbæra alvarlega.
Þetta er gert m.a. með því að bjóða upp á þjónustu árið um kring og þannig dreifa heimsóknum erlendra gesta á mismunandi árstíðir. Með þessu er dregið úr álaginu sem skapast vegna fjölda ferðamanna á sumrin og íbúar svæðanna fá reglubundnari tekjur. Þetta gæti jafnvel hvatt fjölskyldur til að snúa aftur frá höfuðborgarsvæðinu og flytja til heimkynna sinna á landsbyggðinni og vekja afskekkt þorp aftur til lífsins.

Ísland býr yfir mörgum náttúruauðlindum, t.d. fersku lofti og hreinu vatni, og ferðaþjónustuaðilar leggja mikla áherslu á að koma fram af virðingu við náttúruna. Forgangsatriði þeirra er ávallt að halda álagi á umhverfið í algjöru lágmarki. Fleiri og fleiri ferðaþjónustuaðilar á svæðunum fjárfesta í umhverfisvænum aðgerðum, m.a. kolefnishlutlausum samgöngum, endurvinnslu og náttúruvernd, og taka þátt í vistfræðirannsóknum.

Veitingastaðir og matvælaframleiðendur leggja aukna áherslu á notkun hráefna úr nærsveitum samkvæmt markmiðinu „frá framleiðanda til viðskiptavinar“, ekki aðeins til að tryggja gæði matarins heldur einnig til að flytja hann styttri vegalengdir og styðja bændur héraðsins.

Hvernig geta gestir tekið þátt í sjálfbærri ferðaþjónustu?

  • Kaupa íslenskar vörur þegar þeir versla, bæði mat og handunnar vörur
  • Ekki kaupa vatn í flöskum – kranavatnið okkar er ferskt, hreint og drykkjarhæft
  • Flokkaðu rusl. Það eru endurvinnslugámar í öllum bæjum og þorpum. Spyrjið íbúana.
  • Halda sig á göngustígum og virða mörk þeirra til að vernda gróður, jarðveg og dýralíf.
  • Virða náttúruverndarsvæði þar sem aðgangur er bannaður vegna fuglavarps og búsvæða æðafugla.
  • Ekki eyðileggja viðkvæman mosa eða fléttur.
  • Virða íslensk lög og reglur um gistingu í tjöldum.
  • Velja gististaði sem hafa fengið viðurkenningu fyrir fagmennsku.