Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fyrirtæki á Norðurstrandarleið

Norðurstrandarleið snýr baki við troðnum slóðum og beinir ferðamanninum inn á hið fáfarna og afskekkta – að kanna Íslands í næsta nágrenni við . Norðurstrandarleið fer um alla strandlengjuna, frá Hvammstanga í vestri til Bakkafjarðar í austri.
Frekari upplýsingar má sjá á www.nordurstrandarleid.is.

Drangeyjarferðir ehf.
Ferður út í Drangey frá Sauðárkróki hefjast 1. júní og eru til 20. ágúst. Förum daglega kl.9:30, og við bætum við ferðum eftir þörfum og óskum. Í maí og eftir 20.ágúst eru ferðir eftir samkomulagi. Sigling út í Drangey er ævintýri líkust enda er eyjan náttúruperla í miðjum Skagafirði. Eyjan er þverhníptur móbergsklettur um 180 metrar á hæð og býður því upp á frábært útsýni yfir allan fjörðinn. Fuglalíf er fjölbreytt í Drangey þótt mest beri þar á svartfuglategundum og er þar lundinn frægastur fugla. Ferðin í Drangey tekur ca. 4 klst. með siglingu, göngu, leiðsögn, fuglaskoðun og oftar en ekki láta selir og hvalir sjá sig á leiðinni. Komdu og njóttu fallegrar náttúru og upplifðu Drangey í allri sinni dýrð. Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Eyri Restaurant
Eyri er fallegur lítill veitingastaður á Hjalteyri. Þar er útsýni inn Eyjafjörðinn og sjarmerandi að hafa gömlu síldarverksmiðjuna í nágrenninu. Boðið er uppá ferskan mat út staðbundnum hráefnum.  Opið er í allt sumar kl.10:00-22:00  
Sigló Hótel
Sigló Hótel er byggt út í smábátahöfnina á Siglufirði og hafa öll herbergin útsýni yfir fallega náttúru svæðiðsins, bæði haf og fjöll, og úr notalegu gluggasæti má fylgjast með daglegu lífi á hafnarsvæðinu. Hótelið sem opið er allan ársins hring býður upp á 61 classic herbergi, 4 lúxus herbergi og 3 svítur. Inn á hótelinu er veitingastaðurinn Sunna ásamt Lobbý barnum. Hinir tveir veitingastaðir hótelsins, Hannes Boy og Kaffi Rauðka, eru í göngufæri. Allir gestir hafa aðgang að heitum pottum og gufubaði. Hugguleg arinstofa með útsýni yfir hafið er staðsett á jarðhæð. Starfsfólk Sigló Hótel leggur sig fram við að bjóða gestum upp á notalegt og afslappandi umhverfi með klassísku og rómantísku yfirbragði.
Verbúðin 66 Restaurant
Veitingastaðurinn er staðsettur í nálægð við höfnina. Opið er alla daga yfir sumartímann. Utan sumartíma er opið um helgar og fyrir hópa eftir samkomulagi.  Boðið er upp á ýmsa fiskirétti, súpu dagsins, hamborgara, kökur og kaffi. Í matreiðsluna er nýtt hráefni úr Hrísey og nágrenni.  Opnunartími í sumar:Frá 1. júní er opið alla daga frá 12:00-21:00. Eldhúsið er opið til 20:30  
Iceland Yurt
Iceland Yurt býður upp á einstaka gistingu í Mongólíu tjöldum (Ger/Yurt) allan ársins hring í rólegu og náttúrulegu umhverfi með stórkostlegt fjallaútsýni og útsýni yfir Eyjafjörð og Akureyri. Einnig eru þau með Gaia hofið þar sem boðið er upp á námskeið og heilsumeðferðir fyrir ferðamenn, náttúruunnendur og þá sem vilja efla eigin heilsu og innri styrk.Þetta býður upp á meiri meðvitund um náttúruna og umhverfið jafnt sem eigið andlegt og líkamlegt jafnvægi. Gaia hofið, námskeið og tónheilun Þóra Sólveig býður upp á námskeið, hugleiðslur, athafnir, hreyfingu í núvitund/dans, djúpa slökun og tónheilun. Solla spilar á gong, kristal hljómskálar og önnur heilandi hljóðfæri fyrir einstaklinga, pör og hópa í náttúrunni eða inni í Gaia hofinu í okkar einstaka hand útskorna Yurt. Hægt er m.a. að bóka einkatíma í hljóðheilun með kristal tónkvísl og hreinum kjarnaolíum.  Nokkur orð frá gestum okkar: Gisting í Yurt: ‘Amazing yurt, very cozy and warm. Beautiful view in such a quiet place’ ‘This place is truly amazing. The kids will be talking about their stay in the yurt for a long time to come´ ´This was such a fun and memorable experience for myself, my husband, and our 2-year old son.´ ´We stayed at Iceland Yurt with three of us when travelling around Iceland in August. I have never slept in a yurt before and I am really impressed how clean and comfortable everything was. The yurt is really cozy with a stove in the middle, the beds are great and there are plenty of woollen blankets and pillows. We fell asleep listening to the light drizzle of rain outside and woke up next morning to a beautiful view over Akureyri and with a great breakfast lovingly prepared in a small cooling box. The hosts are so nice and welcoming and I'll gladly stay here again.´ Heilsumeðferð í Gaia hofinu: ´Amazing experience with Solla- felt like a part inside of me was awaken again and I felt new born after!! I felt like in peace surrounded with relaxing and nourishing healing bowls and  gong sounds, touching the body and soul- and Solla guided me with a respectful and intuitive way through sounds and touch to remember my own being again. A deep and healing experience - I warmly recommend to receive a healing session with Solla! So grateful to get the first private session with her!´ (in the Gaia Temple).
1238: The Battle of Iceland
Sögusetrið 1238 Baráttan um Ísland segir sögu Sturlungaaldarinnar í gagnvirkri sýningu sem gengur skrefinu lengra en hefðbundnar fræðslusýningar. Með hjálp nýjustu tækni, í miðlun og sýndarveruleika, bjóðum við gestum á öllum aldri að taka þátt og upplifa söguna sem aldrei fyrr. Áhersla er lögð á þá stóru bardaga sem einkenndu öld Sturluna, einkum Örlygsstaðabardaga, sem fram fór árið 1238. Í anddyri sýningarinnar er einnig rekin minjagripaverslun, upplýsingamiðstöð og veitingastaðurinn Grána Bistró.  Sumaropnunartími: Opið alla daga 10:00 – 16:00Vetraropnunartími: Opið mán-lau 10:00 - 16:00 Þið finnið okkur á Facebook.  
Fell Cottages
Jörðin Fell er á Norðausturlandi, nánar tiltekið á svonefndri Langanesströnd, sem liggur milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Frá Felli eru 13 km til Þórshafnar, 32 km til Bakkafjarðar og 55 km til Vopnafjarðar, stærsta þéttbýliskjarnans á svæðinu. Fell stendur stutt frá sjó í mikilli náttúrufegurð og rólegu umhverfi undir fellinu sem bærinn dregur nafn sitt af, Smyrlafelli. Við bænum blasir einnig Gunnólfsvíkurfjall, 719 metra hátt og tignarlegt.Búið er að koma upp sjósundskýli og því fullkomin ástæða til að skella sér í sjóinn í þessari fallegu fjöru.  Boðið er uppá gistingu í 2 sumarhúsum. Smyrill 15 fm hús með 2 rúmum og 1 efri koju, snyrting en ekki sturta. Eldunaraðstaða. Fálki 25 fm hús með 2 rúmum í sérherbergi og svefnsófa fyrir 2 í alrými. Baðherbergi með sturtu. Eldunaraðstaða. Verið velkomin í gistingu að Felli. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Gistihúsið Hreiðrið
Á Raufarhöfn við heimskautsbaug er þetta hlýlega gistihús. Uppbúin rúm í eins til þriggja manna herbergjum. Sameiginlegar snyrtingar með sturtum. Á báðum hæðum er góð eldhúsaðstaða og setustofa með sjónvarpi. Einnig bjóðum við upp á þriggja manna fjölskylduíbúð. Góð rúm í öllum herbergjum. Þráðlaust frítt net er í húsinu. Húsið rúmar 30 manns. Góð aðstaða fyrir hópa. Hreiðrið er opið allan ársins hring, yfir vetrartímann þarf að bóka með fyrirvara. Raufarhöfn, þorpið við heimskautsbaug er nyrsta kauptún Íslands, aðeins örstutt frá baugnum. Hvergi er vornóttin bjartari eða betra að njóta miðnætursólar en á Melrakkasléttu. Sama á við um norðurljósin haust og vetur. Á Raufarhöfn má finna sundlaug og sauna, veitingastað á Hótel Norðurljósum og Kaupfélagið sem er gallerí, kaffihús og veitingastaður. Einnig Félagann Bar, matvörubúðina Gunnubúð, heilsugæslu og lyfjaverslun, banka og pósthús, bifreiða-, dekkja- og vélaverkstæði ásamt fleiru.  Gönguferð um Höfðann við höfnina afhjúpar mörg falin leyndarmál. Einnig er hringur um ásinn ofan við þorpið góð gönguleið. Hægt er að fara í sögugöngu með leiðsögn um Raufarhöfn ef bókað er með fyrirvara. Ofan við þorpið er að rísa stærsta útilistaverk á Íslandi, Heimskautsgerðið. Þar er sjóndeildarhringurinn hreinn, ekkert hindrar sólarljós eða tunglsljós. Öll sólris og sólsetur sjást að því gefnu að ekki sé skýjað. Sama á við um gang tungls. Skammt norðan við Raufarhöfn, nyrst á Melrakkasléttu er Hraunhafnartangi, nyrsti hluti Íslands. Þar er Þorgeirsdys sem talin er vera haugur fornhetjunnar Þorgeirs Hávarssonar, en frá vígi hans í frækilegum bardaga segir í Fóstbræðrasögu. Gaman er að ganga út í vitann í Hraunhöfn. Ströndin er vogskorin og lífríkar fjörurnar iðandi af fjölskrúðugu fuglalífi. Víða á Melrakkasléttu er hægt að fá veiðileyfi í vötnum. Í nágrenninu: Rauðanes í Þistilfirði er falleg og sérstæð náttúruperla. Um nesið er merkt gönguleið sem er um 7 km, liggur í hring og er auðfarin. Forystufjársetur, sýning um forystufé á Svalbarði í Þistilfirði. Í kjallara setursins er notalegt kaffihús, Sillukaffi sem býður þjóðlegar veitingar.
Bílaleiga Akureyrar
Þínar þarfir – okkar þjónusta. Bílaleiga Akureyrar - Höldur ehf. er stærsta bílaleiga landsins með afgreiðslustaði um land allt. Bílaflotinn er bæði stór og fjölbreyttur enda rík áhersla ávallt lögð á gott úrval nýlegra bíla allt frá litlum fólksbílum upp í stóra jeppa, 9-17 sæta smárútur, rafbíla, lúxusbíla, húsbíla og sendibíla af mörgum gerðum.  Fjöldi afgreiðslustaða hringinn í kringum landið gera viðskiptavinum okkar hægt um vik að leigja bíl á einum stað og skila á öðrum. Við bjóðum upp á skammtímaleigu, langtímaleigu, vetrarleigu og mánaðarleigu bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga auk þess seljum við bíla. Góð þjónusta og sveigjanleiki er okkar aðalsmerki. Bílaleiga Akureyrar er fyrsta bílaleigan á Íslandi til þess að hljóta vottun samkvæmt gæðastaðlinum ÍST ISO 9001. Umhverfismálefni eru snar þáttur í rekstrinum og þann 13. janúar 2010 fékk Bílaleiga Akureyrar vottun samkvæmt alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001. Okkur hjá Bílaleigu Akureyrar er mikilvægt að starfsemi fyrirtækisins sé í sátt við samfélagið og umhverfið í heild. Við vinnum því að stöðugum umbótum í umhverfismálum til lágmarka umhverfisáhrif af rekstri fyrirtækisins. Bílaleiga Akureyrar stuðlar að aukinni umhverfisvitund starfsmanna og leggur áherslu á ábyrga nýtingu auðlinda og lágmörkun úrgangs og losun gróðurhúsalofttegunda.
Gistiheimilið Dettifoss
Dettifoss guesthouse er í Lundi í Öxarfirði umlukið Birkiskógi við þjóðbraut. Í næsta nágrenni eru merkir áningastaðir, svo sem Vatnajökulsþjóðgarður, Hljóðaklettar, Dettifoss, Rauðinúpur og Hraunhafnartangi. Allt sannkallaðar náttúruperlur. Ásbyrgi í 5 mínútna fjarlægð. Frábærar vel merktar gönguleiðir í nágrenninu. Mellrakkasléttan geymir líka stórbrotið fuglalíf. Falleg strandlengjan með rekaviði er einnig ómissandi. Stutt í hvalaskoðun og ferðir yfir heimskautsbaug. Sundlaug er í göngufæri frá gistiheimilininu Fullbúið sameiginlegt eldhús er í Dettifoss guesthouse eins er aðstaða til að grilla, ásamt því að boðið er upp á ókeypis WiFi hvarvetna á gistiheimilinu. Herbergin á gistiheimilinu eru með sameiginlegt baðherbergi. Við getum með góðu móti tekið á móti 26 manns í herbergjum. Verið velkomin í Dettifoss guesthouse. Við keppumst við að gera heimsókn þína ógleymanlega.
Hótel Mikligarður - Arctichotels
Hótel Mikligarður er sumarhótel staðsett í heimavist Fjölbrautaskólans Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Hér eru í boði 65 herbergi með baði (einstaklings, tveggja-, þriggja manna eða fjölskylduherbergi). Þráðlaust net er að finna í hverju herbergi. Boðið er upp á morgunverðarhlaðborð á hverjum morgni. Starfsfólk okkar aðstoðar þig síðan eftir besta megni við að skipuleggja dvöl þína hér í fríinu og gera hana sem ánægjulegasta. Hótelið er vel staðsett í bænum með alla þá þjónustu sem hann hefur upp á að bjóða rétt innan seilingar s.s. 3 veitingastaði, bakarí, upplýsingamiðstöð, sundlaug, Minjahús, gólfvöll, þreksal og góðar gönguleiðir svo eitthvað sé nefnt. 
Sóti Lodge
Sóta Lodge er sveitahótel í hjarta Fljóta, þar sem lögð er áhersla á að bjóða góðan mat, friðsæld og náttúruupplifun í fögru landslagi nyrst á Tröllaskaga. Sóti Lodge býður upp á gæðagistingu og þjónustu fyrir allt að 15 gesti og er tilvalinn áfangastaður smærri hópa og fjölskyldna, sem vilja eiga einstakar stundir í faðmi Fljótafjallanna. Öll herbergi eru með salerni og sturtu og hlýleg stofa og borðstofa með útsýni til fjalla halda vel utan um gesti við hvíld og leik. Barðslaug, sveitalaug með yfir 125 ára sögu, er í næsta húsi og er opin gestum Sóta Lodge. Þar er heitur pottur og lögð áhersla á að bjóða upp á aðstæður til leikja. Þar er líka boðið upp á endurnærandi flotstundir fyrir hópa. Starfsfólk Sóta Lodge leggur sig fram um að veita persónulega gæðaþjónustu og uppfylla drauma og væntingar gesta. 
Fairytale at sea
Fairytale At Sea er sæþotu afþreyingarfyrirtæki á Ólafsfirði sem býður upp á spennandi úsýnisferðir í óspilltri náttúru undir Ólafsfjarðarmúla og hæsta standbergi Íslands, Hvanndalabjargi.  Höfrungar, hvalir, lundar og selir verða oft á vegi okkar í þessum ævintýraferðum! 4 Yamaha Waverunner sæþotur sem hafa sæti fyrir tvo. Hámark 8 manns í hverri ferð.Leiðsögumaður fer með í hverri ferð.Allur hlífðarfatnaður og öryggisbúnaður innifalinn.Myndir/myndskeið úr ferðinni fylgir frítt.Einnig er í boði á sérferðir eftir óskum viðskiptavina. Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðu okkar www.fairytale.is   Verið hjartanlega velkomin til okkar.
Saltvík ehf.
Í Saltvík er boðið uppá gistingu í gamla sveitabænum og er sú gisting helst notuð fyrir þá gesti sem taka þátt í fjöldaga reiðtúrum. Í gamla húsinu eru 6 herbergi, fyrir 2-4 einstaklinga hvert og sameiginlegu baðherbergi.  EInnig er í boði gisting í nýja gistiheimilinu, þar eru 7 tveggja manna herbergi með sér baðherbergi og jafnframt íbúð sem hentar vel fyrir 4-5 manns. Gistiheimilið er staðsett 5km frá miðbæ Húsavíkur og býður uppá gistingu með útsýni yfir nærlyggjandi fjöll og Skjálfandaflóa.  Undanfarin 20 ár höfum við skipulagt 5-10 daga hestaferðir uppá hálendi Íslands. Þessar ferðir eru í boði undir nafninu Riding Iceland og er hægt að fá frekari upplýsingar á síðunni www.riding-iceland.com. Í Saltvík er einnig boðið uppá fjölbreyttar hestaferðir sem henta öllum, reyndum knöpum og byrjendum.  Vinsamlegast hafið samband vegna bókana og ferða.
Garður gistiheimili
Garður gistihús er við þjóðveg 85 um 50 km austan Húsavíkur og 10 mínútna akstur frá Ásbyrgi.  Í húsinu eru 8 herbergi með gistingu fyrir allt að 19 manns með sameiginlegri aðstöðu. Þar eru tvö fullbúin eldhús, 2 ½ baðherbergi, setustofa, stofa með sjónvarpi og fríu interneti, þvottahús, barnarúm og barnastólar. Hægt er að leigja allt húsið eða stök herbergi.  Staðsetningin er frábær til að skoða Vatnajökulsþjóðgarð, Mývatnssveitina, Heimskautagerðið og Húsavík.
Sjóböðin-Geosea
Í GeoSea sjóböðunum nýtur þú náttúrunnar á einstakan hátt. Hitinn í iðrum jarðar sér um að sjórinn í böðunum sé hlýr og góður og steinefnaríkt vatnið gælir við hörundið. Á meðan hlýr sjórinn vinnur sín kraftaverk nýtur þú útsýnis yfir fjallgarðinn í vestri, Skjálfandaflóann fyrir neðan klettana og sjálfan Norður-heimskautsbauginn við sjóndeildarhring. Vatnið í GeoSea sjóböðunum kemur úr tveimur borholum sem þegar eru til staðar, önnur er í notkun við ostakarið og hin er við Húsavíkurhöfn. Ekki er þörf á hreinsiefnum eða búnaði í sjóböðunum því stöðugt gegnumstreymi vatns frá borholum GeoSea sjóböðin eru í útjaðri Húsavíkur. Flugfélagið Ernir flýgur á Aðaldalsflugvöll, rétt fyrir utan bæinn og Air Iceland Connect flýgur á Akureyrarflugvöll þaðan sem er tæplega klukkustundar akstur til Húsavíkur. Strætó gengur frá Reykjavík til Akureyrar og þaðan eru fastar ferðir til Húsavíkur. Opnunartímar:September-Maí er opið alla daga: 12:00-22:00Júní-Ágúst: 12:00-00:00  
Bjórböðin
Bjórbað virkar þannig að þú liggur í 25 mínútur í baði sem er fyllt af bjór, vatni, humlum og geri. Eftir það ferðu upp í slökun þar sem þú liggur í aðrar 25 mínútur. Bjór gerið er notað á ýmsan hátt, það sem algengast er, er töfluform þar sem eiginleikar gersins nýtast mjög vel. „Bjórbað“ þar sem er baðað sig í bæði ungum bjór og lifandi bjórgeri, án þess að sturta það af sér fyrr en einhverjum klukkustundum síðar, hefur afar öflug áhrif á líkamann og húð. Þessi meðferð er bæði mjög hreinsandi fyrir húðina og hefur einnig mjög jákvæð áhrif á heilsuna. Kerin eru 7 talsins og getum við því tekið á móti 14 manns á klukkutíma. Það er í boði að fara einn eða tveir saman. Það er ekkert aldurstakmark í bjórbað þar sem bjórvatnið er ódrykkjarhæft en bjórdæla er við hvert bað fyrir þá sem eru 20 ára og eldri. 16 ára og yngri þurfa að koma í fylgd með fullorðnum. 
Grenivík Guesthouse
Grenivík Guesthouse býður upp á gistingu í fjórum rúmgóðum tveggja manna herbergjum með sér baðherbergi. Í hverju herbergi er sjónvarp, ísskápur og hárþurrka.  Aðgengi er að þráðlausu interneti. Á morgunverðarborðinu er matur úr héraði og heimabakað. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu. Frá fyrsta September til loka maí er gistiheimilið leigt í heilu lagi. Bókanir eru á grenivikguesthouse.is eða sendið okkur tölvupóst á info@grenivikguesthouse.is  eða í síma 861 2899
Gísli, Eiríkur, Helgi - Kaffihús
Kaffihús Bakkabræðra, Gísl, Eiríkur, Helgi. Á Dalvík finnur þú kaffihús Bakkabræðra, Gísli, Eiríkur, Helgi að Grundargötu 1. Það er tileinkað Bakkabræðrum sem bjuggu á Bakka í Svarfaðardal. Á kaffihúsinu er að finna fróðleik um þá bræður og húsnæðið hannað og skreytt með sögurnar og anda þeirra í huga. Sérstaklega vinsæll viðkomustaður skíðafólks á vetrum til að mynda fjallaskíðafólks mars - maí. Við bjóðum vinsæla fiskisúpu með bjórbrauði (bakað úr Kalda bjór), fersku salati, uppáhellt kaffi eða te fylgir. Heimabakaðar kökur ásamt bjórnum Kalda úr héraði! Við rekum einnig Ungó - leikhúsið á Dalvík sem er áfast kaffihúsinu, þar er aðstaða (svið og sæti fyrir allt að 95 manns) fyrir uppákomur, tónleika og sýningar t.d.  Á okkar vegum er einnig gisting á Dalvík í hosteli/gistiheimili og í smáhýsum. Upplýsingar í símum 666 3399 og 865 8391.
North West Hotel
North West Hotel er staðsett í Víðidalstungu við hringveginn. Ókeypis WiFi er í boði. Öll herbergin eru með setusvæði og sér baðherbergi með sturtu. Það er einnig veitingastaður á staðnum. Herbergin bjóða upp útsýni til fjalla eða yfir garð. Rúmföt eru í boði. Morgunverður er í boði frá lok maí til miðjan október. Á North West er garður, verönd og bar. Eignin er einnig með sameiginlega setustofu og leiksvæði fyrir börn.Ókeypis bílastæði eru í boði.
Sportferðir ehf.
Sportferðir er ferðaþjónustufyrirtæki, staðsett í Eyjafirði með hópferða- og ferðaskrifstofuleyfi. Sportferðir sérhæfa sig í skipulagningu hvataferða og hópeflis fyrir fyrirtæki og einnig árshátíða- og skemmtiferða  hverskonar fyrir einstaklinga, félög og fyrirtæki. Ferðirnar eru framkvæmdar um allt land og í samvinnu við marga aðra ferðaþjónustuaðila. Gísting á vegum Sportferða er í Ytri-Vík í Eyjafirði.  Gamla húsið er steinhús á þremur hæðum sem byggt var 1929 og hefur verið mikið endurnýjað.Í húsinu eru 7 svefnherbergi tveggja- og þriggjamanna og rúmar húsið 16 manns í uppbúin rúm. Í húsinu er fullbúið eldhús og borðstofa sem rúmar 25 manns og einnig lítil setustofa.  Í kjallara hússins er gufubað og búningsaðstaða fyrir gesti og stór heitur pottur fyrir utan.Frístundahúsin Í Ytri Vík eru einnig 7  fullbúin sumarhús.
Hótel Natur
Hótel Natur er fjölskyldurekið sveitahótel á Þórisstöðum í Eyjafirði, miðsvæðis á Norðurlandi. Hlaða, fjós og vélageymsla hafa verið endurbyggð og breytt í hótel. Jafnvel gamall votheysturn er nýttur sem útsýnisturn. Við viljum tryggja gestum okkar sem best aðgengi að náttúru svæðisins með góðum göngustígum niður í fjöru og upp í fjall og bjóðum upp á létta afþreyingu úti sem inni.Verið hjartanlega velkomin og njótið kyrrðar með útsýni til allra átta.
Hótel Laugarbakki
Hótelið er miðja vegu á milli Reykjavíkur og Akureyrar, eða 193 km frá Reykjavík. 198 km eru frá Laugarbakka norður á Akureyri. Frá hótelinu er útsýni yfir Miðfjarðará, eina frægustu laxveiðiá landsins. Á leiðinni fyrir Vatnsnes eru söguslóðir Vatnsenda-Rósu og klettadrangurinn Hvítserkur gnæfir yfir sjávarmálinu. Grettir Ásmundarson, frægasti útlagi Íslendingasagnanna, ólst upp í Miðfirði og úti á Húnaflóa háðu Þórður kakali og Kolbeinn ungi einu sjóorrustuna við Ísland, Flóabardaga árið 1244. 56 herbergi öll með baði eru á Hótel Laugarbakka. Erum með 1×1, 1×2, 1×3, fjölskylduherbergi og junior svítur.Öll herbergi eru útbúin með sjónvarpi, hárþurrku, tekatli-instant kaffi&te, baðvörum, og sloppum.Restaurant Bakki og Bakki Bar er á hótelinu. Bistro staður með áherslur á mat úr héraði ásamt bar.Fundar-og ráðstefnusalir eru á Hótel Laugarbakka, Ásdísarstofa fyrir minni fundi, Grettir fyrir stærri ráðstefnur. Heitir pottar og útisturtur eru á hótelinu frítt fyrir gesti.Frítt þráðlaust net í alrýmum hótelsins og í öllum herbergjumFrí bílastæðiÚtileiksvæði fyrir börnÝmis afþreying er í boði fyrir gesti, upplýsingar hægt að nálgast í móttöku og á heimasíðu okkar. Birkividur studios Á Hótel Laugarbakka er aðstaða fyrir æfingar og upptökur á tónlist. Upptökubúnaður er á staðnum.Birkividur studios er ný aðstaða hjá okkur. Tilvalið fyrir tónlistarfólk: einstaklinga, kóra og hljómsveitir.Sigurvald Ivar Helgason er umsjónaraðili fyrir stúdióið og veitir allar upplýsingar: birkividurstudios@laugarbakki.is  Bakki veitingastaður Veitingastaðurinn Bakki er staðsettur á Hótel Laugarbakka. Markmiðið okkar er að vera eitt besta sveitahótel á landinu. Við leggjum áherslu á mat úr héraði, góður og ferskur matur úr sveitinni á sanngjörnu verði. Hráefni úr sýslunni er okkur hjartans mál, allt lambakjöt er úr Húnaþingi, nautakjöt frá bænum Jörfa, silungurinn af heiðinni og salat og jurtir frá gróðurhúsinu Skrúðvangi. Opin fyrir morgunmat og kvöldmat. Hádegishópa þarf að panta fyrirfram. Borðapantanir nauðsynlegar yfir sumartímann. Gestir velkomnir af götunni. Opnunartími veitingastaðar- morgunmatur: 0700 - 1000-hádegisverður: hlaðborð (panta fyrirfram)-kvöldverður: 1800-2200
Salthús Gistiheimili
Gistiheimili, Salthús gallerí og gestavinnustofur listamanna á Skagaströnd. Salthúsið á Skagaströnd var endurgert árið 2017 og breytt í gistiheimili. Það fékk nafn sitt um 1950 þegar þar var saltaður saltfiskur á vegum fiskvinnslufélags Skagstrendings. Salthúsið er staðsett nyrst í bænum á Spákonufellshöfða, þar sem hægt er að skoða bæði sólsetur, norðurljós og fara í göngutúr eftir stígum á höfðanum. Salthúsið er á tveimur hæðum og getur tekið á móti allt að 36 gestum. Á hverri hæð eru 7 rúmgóð herbergi með sér baðherbergi og vel útbúnu sameiginlegu eldhúsi. Á fyrstu hæðinni eru 4 fjölskylduherbergi með sjávarútsýni og aðgengi út í garð, þrjú tveggja manna herbergi með fjallasýn, þar af tvö með aðgengi fyrir fatlaða. Á efri hæðinni eru sjö hjónaherbergi með sjávarútsýni til suðurs eða fjallasýn til norðurs. Í almennu rými Salthússins er rekið gallerí með sama nafni sem sýnir nútíma verk listamanna sem dvalið hafa í Nes listamiðstöð, en einnig verk annara listamanna innlendra sem erlendra. Á Skagaströnd er hægt að njóta nátturunnar á göngu, fjallgöngu í golfi eða að veiða í vötnum og ám. Skaginn hefur upp á margvíslega náttúruupplifun að bjóða og ber Kálfshamarvík með sínu stuðlabergi, sel og fuglalífi þar hæst.
Icelandhorsetours - Helluland
Á Hellulandi í Skagafirði býðst þér að fara á hestbak og skiptir þá engu máli hvort þú ert vanur eða óvanur. Boðið er upp á styttri eða lengri ferðir, fyrir einstaklinga eða hópa – við gerum okkar besta til að gera túr sem henda þér!
Arctic Sea Tours ehf.
Arctic Sea Tours er fjölskyldufyrirtæki í hvalaskoðun staðsett á Dalvík, 30 mín frá Akureyri. Við viljum að ferðir okkar séu ævintýri og berum mikla virðingu fyrir upplifun gesta okkar um borð. Hvalaskoðunin fer fram í Eyjafirði oftast í kringum Hrísey. Við bjóðum uppá kuldagalla fyrir alla, heitan drykk og meðlæti. Í hverri ferð er stoppað til að veiða í 10 - 15 mínútur, síðan er fiskurinn sem veiddist smakkaður af grilli eftir ferðina. Arctic Sea Tours rekur tvo eikarbáta sem voru smíðaðir á Íslandi, bátunum hefur verið breytt samkvæmt ströngustu kröfum Samgöngustofu. Einnig rekur Arctic Sea Tours Rhib bát, sem bíður upp á frábæra upplifun. Áhöfnin hefur öll hlotið þjálfun hjá Slysavarnaskóla sjómanna.  Frá árinu 2011-2015 sáust hvalir í 98% - 99,5% ferða okkar, algengustu tegundir eru hnúfubakar, höfrungar, hnísur, hrefnur og stöku sinnum háhyrningar og stærsta dýr jarðar, steypireyður. Skoðið frábæra umsögn gesta okkar um Arctic Whale Watching á TripAdvisor.com. Arctic Sea Tours starfar undir vörumerki Arctic Adventures.
Brimslóð Atelier Guesthouse
Rekstur fyrirtækisins samanstendur af gistihúsi (10 gistiherbergi), veitingastað (fyrir 50 manns) og hinsvegar móttöku á móti hópum bæði íslenskum og erlendum í fyrirlestur um íslenskan mat, matarhefðir með sögulegri tengingu við sögu Íslands. Gestir er einnig boðið að borða máltíð 2ja - 3ja rétta með lykilhráefnum úr íslenskri matarsögu. Einnig er boðið upp „foodwork-shop“, þar sem gestir/hópurinn fer saman út í náttúruna að veiða fisk, tína jurtir, taka upp grænmeti og matjurtir í matjurgargarði sem tilheyrir rekstrinum. Með leiðsögn elda gestirnir úr hráefnunum og borða afraksturinn. Fyrirtækið er skilgreint sem upplifunarferðaþjónusta. Hægt er að panta gistingu og aðra þjónustu í gegnum heimasíðu fyrirtækisins  www.brimslod.is Einnig er hægt að panta gistingu í gegnum bókunarsíðuna www.booking.com Eigendur fyrirtækisins eru: Inga Elsa Bergþórsdóttir, framkvæmdarstjóri og Gísli Egill Hrafnsson.  Bæði menntaðir leiðsögumenn með mikla og langa reynslu að baki í því starfi.  Einnig hafa þau gefið út og samið fjölda af matreiðslubókum  fyrir íslenskan og erlendan markað á íslensku, ensku, frönsku, flæmsku og þýsku.  Þau hafa hlotið fjölda viðurkenninga fyrir bækur sínar s.s. tilnefningar til íslensku bókmennarverðlaunanna, til verðlauna Hagþenkis og til alþjóðlegru „Gourmand“ verðlaunanna. Á heimsíðu fyrirtækisins er hægt að sjá myndir og þá aðstöðu sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða.
Gamli bærinn Laufási
Laufás er sögustaður með mögnuðum menningarminjum og frábæru útsýni. Þar hefur verið búseta frá því að Ísland byggðist og staðið kirkja frá fyrstu kristni. Þegar þú gengur inn bæjargöngin ferðastu aftur í söguna. Vissir þú að í Laufási var skóli, þar er leyniherbergi og brúðarhús? Laufás var heimili prestsins, fjölskyldu hans og vinnufólks. Stundum bjuggu þar allt að 40 manns , því margt vinnufólk þurfti til að nytja þessa gróðursælu kostajörð en henni fylgdu mikil hlunnindi. Búsetu í Laufási má rekja allt aftur til heiðni og hluta gamla bæjarins má finna viði frá 16. og 17. öld. Laufásbærinn var endurbyggður á árunum 1853-1882 í tíð séra Björns Halldórssonar. Laufásbærinn er stílhreinn burstabær, dæmigerður fyrir íslenska bæjagerð þess tíma, en þó allmiklu stærri. Hann er búinn gripum og húsmunum frá aldamótunum 1900. Laufáskirkja var byggð 1865 en meðal merkra gripa í henni er fagurlega útskorinn predikunarstóll frá 1698. Við austurgafl kirkjunnar stendur eitt elsta reynitré landsins frá 1855. Húsin í Laufási eru 13 og mynda mikla rangala. Engin útihús hafa varðveist. Opnunartími:1.6.-1.9.: Daglega frá 11-17. Aðgöngumiðinn Minjasafnið allt árið – gildir í Laufási. Verð:Stök heimsókn 2300 kr. fyrir 18 ára og eldri –  Börn 17 ára og yngri ókeypis, Öryrkjar ókeypis. Eldri borgarar 1300 kr.Miðinn gildir allt árið á Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús, Leikfangahúsið, Davíðshús og í Laufási.
Grand-Inn Bar and Bed
Bar og gistiheimili í hjarta gamla bæjarins á Sauðárkróki.  Upplýsingar um opnunar tíma finnast á Facebook síðu Grand-Inn Bar and Bed.  
Arctic Trip
Arctic Trip er ferðaskrifstofa og ferðaskipuleggjandi á Norðurlandi með sérhæfingu í ferðum um heimskautaeynna Grímsey. Grímsey er einstakur staður, sérstaklega þegar kemur að fuglalífi. Eyjan er vin í þeirri eyðimörk sem Norður-Atlantshafið er og björgin veita skjól þeim sjófuglum sem þangað sækja, meðal þeirra má nefna fýl (Fulmarus glacialis), teistu (Cepphus grylle), ritu (Rissa tridactyla), lunda (Fratercula arctica), álku (Alca torda), langvíu (Uria Aalge) og stuttnefju (Uria Lomvia). Grímsey er einstakur staður til fuglaskoðunar þar sem flesta þá vað- , mó- og sjófugla sem eiga sumardvöl á Íslandi má finna í eynni á litlu landsvæði. Sögur og sagnir skipa æ sterkari sess í ferðaþjónustu og af þeim er nóg að taka í Grímsey. Með samstarfi við heimamenn viljum við segja þessar sögur og bjóða ferðamenn velkomna á þessa afskekktu eyju, nyrsta odda Íslands, undir heimskautsbaugi, þar sem þú ert svo sannarlega „on top of the world!” Helstu ferðir þetta ferðaár eru skoðunarferðir á landi og á sjó ásamt fugla-áskorun í anda Hitchcock. Einnig bjóðum við köfunar- og snorklferðir, sjóstöng, eggjatínslu og hjólreiðaleigu en um eynna liggja ýmsir stígar sem mótaðir hafa verið í aldanna rás og eru spennandi yfirferðar. Einnig bjóðum við upp á gistingu allt árið fyrir þá sem vilja dvelja lengur og njóta Grímseyjar. Virðing fyrir umhverfinu, hinu villta dýralífi og viðkvæmri náttúru Íslands er hornsteinninn í okkar hugsjón. Arctic Trip var stofnað með þá hugsjón að ferðamenn eigi skilið að slaka á á ferðum sínum, næra hugan og endurnæra líkama og sál. Mikilvægur þáttur er einnig að skapa minningar sem lifa um ókomna tíð.
Hótel Hvammstangi
Gististaðurinn er staðsettur á Hvammstanga við Miðfjörð á Norðvesturlandi, 6 km frá Hringveginum. Boðið er upp á ókeypis WiFi og stóra verönd með útihúsgögnum og útsýni yfir fjörðinn. Herbergin á Hótel Hvammstanga eru búin einföldum og björtum innréttingum og þaðan er útsýni yfir garðinn. Þau eru öll með sérbaðherbergi og sturtu. Í sjálfssalanum í sameiginlegu sjónvarpsstofunni er mikið úrval af kaffi og te. Gestum er boðið er upp á ókeypis aðgang að almenningssundlauginni, heitu pottunum og eimbaðinu sem staðsett eru hinum megin við götuna frá Hótel Hvammstanga. Gistiheimilið er hálfa vegu á milli Reykjavíkur og Akureyrar en Hvítserkur er klettur í sjó í 50 km fjarlægð. Selasetrið er í 2 mínútna göngufjarlægð frá hótelinu. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Skógarböð
Skógarböðin eru náttúrulaugar, staðsettar í Vaðlaheiði gegnt Akureyri. Á svæðinu er hægt að njóta nátturulauganna, þurrsánu, baða sig í kaldri laug, panta sér drykki af tveimur börum sem staðsettir eru í lauginni. Á staðnum er einnig að finna Skógar Bistró - þar sem hægt er að sitja inni og njóta góðra veitinga í fallegu umhverfi eða sitja úti á palli fyrir utan.
Gistiheimilið Árból
Gistiheimilið Árból er gamalt, fyrrum sýslumannssetur, hús með sál og sjarma og stendur í “hjarta bæjarins.” Herbergin eru frá 1 – 4 manna. Góður morgunverður, notalegt viðmót og fallegt umhverfi, ætti að tryggja þér ánægjulega dvöl. Góð staðsetning til ferða í Mývatnssveit, Jökulsárgljúfur o.fl. af perlum Þingeyjarsýslu.
Listasafnið á Akureyri
 Listasafnið á Akureyri er yngsta listasafnið á landinu. Hugmyndin að stofnun þess kom upphaflega frá Jónasi Jónssyni frá Hriflu í blaðagrein sem hann skrifaði árið 1960. Þrír áratugir liðu uns hugmyndin um Listasafnið á Akureyri komst aftur í umræðuna og varð hún loksins að veruleika á afmælisdegi bæjarins þann 29. ágúst 1993. Listasafnið á Akureyri er til húsa þar sem áður var Mjólkursamlag KEA, en byggingin er undir sterkum áhrifum frá Bauhaus-skólanum og hinni alþjóðlegu funkis-hreyfingu. Listasafnið á Akureyri er miðpunktur og sameiningartákn þessarar Listamiðstöðvar í Grófargili.

Listasafnið á Akureyri leggur áherslu á að virkja sem flesta til þátttöku, að fræða almenning um sjónlistir og efla umræðu um samfélagið, menningu og listir þar sem safnkennsla og fyrirlestrahald skipar stóran sess. Þá er einnig lögð áhersla á samstarf við erlenda aðila, ekki hvað síst á norðurlöndum. Safnið leitast við að setja upp árlega nokkrar metnaðarfullar sýningar til að efla menningarlíf bæjarins, auka við þekkingu, áhuga og efla skilning á sjónlistum.
Hótel Blönduós
Hótel Blönduós er nýuppgert hótel með langa sögu. Vorið 2023 var blásið til nýrrar sóknar og opnað endurnýjað hótel með 19 herbergjum af ýmsum gerðum; einstaklingsherbergi, tveggja manna herbergi og fjölskylduherbergi. Baðherbergi er á öllum herbergjum sem og sturta en fjölskylduherbergin eru með baði. Útsýnið er breytilegt eftir herbergjum, ýmist yfir gamla bæinn eða Húnaflóann. Fjölbreytt úrval veitinga:  Apótekarastofan: hluti af Hótel Blönduósi. Er staðsett í Helgafelli Aðalgötu 8, þar var apótek sýslunnar til húsa áður fyrr. Boðið er upp á á kaffi og kökur, súpur og fleira og rólegt umhverfi í þessum elsta hluta bæjarins.Einnig eru ýmsar vörur til sölu, sem gætu hentað heimamönnum og ferðafólki. Þar á meðal gönguskó, fatnað, matvöru notaðan borð borðbúnað og fallega handunna dúka.Lögð er áhersla á umhverfi og endurvinnslu. Húsgögnin okkar og borðbúnaður er að mestu notaður.Í Apótekarastofunni er heimilislegt andrúmsloft. Að auki er boðið upp á fjölbreytta viðburði eins og prjónakvöld, tónleika og ýmislegt fleira.   Krúttvagninn: matarvagn sem býður upp á skyndibita og er yfirleitt staðsettur á Blönduósi, við ÓB stöðina.  Sýslumaðurinn: veitingastaður Hótels Blönduóss. Lögð er mikil áhersla á gæði hráefnisins og leitumst við eftir því að vera með lambakjöt, kindakjöt og lax sem hefur tengingu við svæðið enda er héraðið rómað fyrir gjöfulan landbúnað og heimsþekktar laxveiðiár. Einnig er hægt að fá vegan og grænmetisrétti. 
Ferðaþjónustan Brúnastöðum
Á Brúnastöðum er rekin ferðaþjónusta allt árið um kring. Boðið er upp á gistingu í tveimur stórum húsum sem leigjast út í heilu lagi og geta hýst að minnsta kosti tíu manns hvort.  Bæði húsin eru með heitum pottum. Tilvalið fyrir litla hópa eða stórfjölskyldur. Með húsunum fylgir aðgangur að húsdýragarðinum á Brúnastöðum og að tveimur „sit on top“ kajökum sem hægt er að nota á Miklavatni, en vatnið er stutt frá húsunum. Fljótin eru mikil náttúruparadís. Ótal gönguleiðir eru í fjallgörðum Tröllaskagans. Hægt er að kaupa ódýr veiðileifi í Miklavatn hjá húsráðendum. Stutt er í sundlaugar, á Sólgörðum, Hofsósi, Siglufirði og Ólafsfirði, á þessum stöðum eru einnig forvitnileg söfn og góðir veitingarstaðir. Mikið og fjölbreytt fuglalíf er á svæðinu, einnig eru Fljótin þekkt fyrir mikla berjasprettu. HúsdýragarðurinnÁ Brúnastöðum er lítill húsdýragarður opinn yfir sumartímann. Þar má finna öll helstu íslensku húsdýrin, s.s. geitur, heimalinga, grísi, kanínur, kalkúna, endur, margar tegundir af hænum og yrðlinga. Garðurinn er opinn frá 25. júní til 1. sept, frá 11:00 til 18:00.  Þið finnið okkur á Facebook hér.
Norðursigling Hvalaskoðun
Norðursigling - Umhverfisvæna hvalaskoðunarfyrirtækið Njótið fjölbreytts dýralífs í einstöku umhverfi Skjálfandaflóa um borð í fallegum og endurgerðum eikarbátum. Norðursigling hefur frá árinu 1995 verið í broddi fylkingar í umhverfisvænni ferðaþjónustu og varðveislu strandmenningar og var meðal fyrstu fyrirtækja á Íslandi til að bjóða upp á reglulegar hvalaskoðunarferðir sem hafa notið sívaxandi vinsælda.  Sjávarþorpið Húsavík er þekkt fyrir frábæra möguleika til hvalaskoðunar og hafa ferðir Norðursiglingar gefið bænum það orðspor að vera höfuðborg hvalaskoðunar í Evrópu. Það er ekki að ástæðulausu en Skjálfandaflói er einn örfárra staða í heiminum sem vitað er að steypireyður, stærsta dýr jarðar, hafi reglulega viðkomu. Markmið Norðursiglingar er að efla sjálfbæra ferðaþjónustu og hefur fyrirtækið lagt metnað sinn í að endurnýja og viðhalda gömlum eikarskipum. Umhverfisvernd hefur ætíð verið starfsfólki fyrirtækisins hugleikin og var Norðursigling fyrst fyrirtækja í heiminum til þess að bjóða upp á kolefnislausar hvalaskoðunarferðir á rafmagnsskipi. Ásamt fjölda annarra viðurkenninga hlaut fyrirtækið Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2015 auk þess að hljóta silfurverðlaun á hinum eftirsóttu World Responsible Tourism Awards, sama ár, fyrir „Best Innovation for Carbon Reduction“. Auk hvalaskoðunar á Húsavík býður Norðursigling einnig upp á sumarhvalaskoðun á Hjalteyri/Árskógssandi við Eyjafjörð, rafmagnaðar kvöldsiglingar í Reykjavík og vikulangar ævintýraferðir við austurströnd Grænlands, ásamt ýmsum öðrum spennandi sérferðum á norðlægari slóðum. 
Kaffi Krókur Sportbar og grill
Sportbar með veitingum. Á matseðlinum eru m.a. borgarar, 9" pizzur og lokur.  Þá skartar Kaffi Krókur skartaglæsilegum kokteilaseðli. Frábær stemmning stemming í pool og pílu og fullt af leikjum sýndir.
Heimilisiðnaðarsafnið
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi er eina sérgreinda textílsafnið á Íslandi. Safnið er í glæsilegu húsi þar sem aðgengi gesta er með ágætum. Munir safnsins mynda nokkrar ólíkar og sjálfstæðar sýningar: útsaumssýning, sýning á íslenskum þjóðbúningum, Halldórustofa sem helguð er lífi og starfi Halldóru Bjarnadóttur (1873-1981), ullarsýning og árlega ný sérsýning íslensks textíllistafólks. OpnunartímiVirkir dagar:Laugardagar:Sunnudagar:1. júní - 31. ágúst:10:00-17:0010:00-17:00   10:00-17:00
Nordic Natura
Gullfalleg og vel staðsett 25 m2 stúdíóhús á barmi Ásbyrgis með stórkostlegu útsýni til allra átta. Húsin eru með stílhreinni eldhúsinnréttingu (uppþvottavél, ísskápur, örbylgjuofn og helluborð) og öllum nauðsynlegustu eldhúsáhöldum og tækjum. Við hvert hús er 25 m2 sólpallur með gasgrilli og útihúsgögnum. Húsin eru hönnuð með þægindi í huga. Gæðarúm frá Svefn og heilsu og öll rúmföt og handklæði eru úr 100% lífrænni Fair traid bómull. Allar sápur eru annaðhvort lífrænar eða náttúrulega handunnar úr héraði. Góður svefnsófi til staðar fyrir börnin.  Opnunartími: 15. júní – 20. ágúst (utan þess eftir samkomulagi).Nánari upplýsingar inni á www.nordicnatura.is eða í gegnum info@nordicnatura.is __________________________________________________________________________________ Skutlþjónusta fyrir göngu- og hjólafólk  Nordic Natura býður upp á skutlþjónustu fyrir göngu- og hjólafólk í Vatnajökulsþjóðgarði.Ásbyrgi – Vesturdalur – Hólmatungur – Dettifoss. Hvar og hvernig sem þú ákveður að plana gönguna þá erum við til staðar hvort sem þig vantar að láta sækja þig á endastöð eða skutla þér á byrjunarreit.  Tímabil: júní – septemberNánari upplýsingar inni á www.nordicnatura.is eða í gegnum info@nordicnatura.is  __________________________________________________________________________________  Dagsferðir með Nordic Natura  Nordic Natura býður upp á persónulegar dagsferðir yfir bæði sumar og vetur. Leitast er við að bjóða ferðir þar sem gestir upplifa eitthvað nýtt og áhugavert sem venjulega væri utan seilingar fyrir hinn hefðbundna ferðamann.  Jeppaferðir. Tímabil: júní – mars (Fer eftir tegund ferðar)Nánari upplýsingar á www.nordicnatura.is eða í gegnum info@nordicnatura.is
Ferðamálafélag Hríseyjar
Hús Hákarla JörundarÍ þessu elsta húsi Hríseyjar er nú búið að koma upp vísi að sýningu sem tengist hákarlaveiðum við strendur Íslands fyrr á öldum. Húsið var byggt á árunum 1885-86 af Jörundi Jónssyni, eða Hákarla-Jörundi úr timbri norskra skipa er fórust við Hrísey, þann 11. september 1884. Húsið hefur verið gert upp og fært í upprunalegt útlit. Húsið er opið alla daga vikunnar frá 1. júní- 31. ágúst og utan þess tíma er hægt að hafa samaband í síma eða með tölvupósti. Opnunartími Virkir dagar:1. júní - 31. ágúst: 13:00-17:001. september - 31. maí: Opið eftir samkomulagi. Holt hús Öldu Halldórsdóttur, Austurvegur 35Alda Halldórsdóttir var fædd árið 1913 og bjó hún í Holti ásamt móður sinni. Mikið af hannyrðum eftir Öldu eru í húsinu einnig er mikið af ljósmyndum af vinum hennar og ættingjum. Í Holti er nú vísir að byggðasafni en Alda ánafnaði Hríseyjarhreppi húsinu eftir sinn dag. Ef áhugi er á að skoða húsið er hægt að hafa samband í síma 695-0077 eða senda fyrirspurn á hrisey@hrisey.net.
Safnasafnið - Alþýðulist Íslands
Safnasafnið safnar verkum listamanna sem af ýmsum ástæðum hafa verið á jaðrinum eða utanveltu við meginstrauma en eru í raun beintengdir sköpunarverkinu; sannir, óspilltir og frjálsir. Safneignin telur um 140.000 skissur og fullgerð listaverk, gerð af rúmlega 300 lærðum og sjálflærðum listamönnum, frá miðri nítjándu öld til dagsins í dag. Settar eru upp 10 til 12 nýjar sýningar á vorin, en að auki eru 2 fastar sýningar sem breytast lítillega frá ári til árs. Í safninu er 67m2 íbúð í risi sem er leigð í minnst 2 nætur í röð, annars eins lengi og hentar fólki.  Safnasafnið stendur við þjóðveginn ofan við Svalbarðseyri, austan megin við Eyjafjörð, aðeins um 10 mínútna akstur frá Akureyri.  Opið kl. 10oo til -17oo, frá fyrsta laugardegi í maí til annars sunnudags í september. Opið eftir samkomulagi fyrir hópa út október.   safngeymsla@simnet.is Sími 461-4066
Selasetur Íslands
Á Selasetri Íslands eru fræðslu sýningar um seli og hægt að kynna sér meðal annars lífshætti sela, selaveiðar og nýting selaafurða og þjóðsögur um seli. Setrið gegnir einnig hlutverki almennrar upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn. Þar geta ferðamenn fengið upplýsingar um athyglisverða áfangastaði og afþreyingu í Húnaþingi. Þar eru einnig seldir minjagripir og handverk úr héraði.     
Hvalasafnið á Húsavík
Hvalasafnið á Húsavík var stofnað árið 1997. Meginmarkmið þess er að miðla fræðslu og upplýsingum um hvali og búsvæði þeirra. Í 1.600 m2 sýningarrými er að finna beinagrindur af mörgum tegundum hvala og heillandi upplýsingar um þessi stærstu dýr jarðar. Opið frá 09-18 alla daga í júní, júlí og ágúst. .    
KIDKA Wool factory shop
KIDKA - Íslenskar ullarvörur framleiddar á Íslandi Framleiðslan Þátið og Framtíð
Baccalá Bar
Á Hauganesi í Eyjafirðinum sem er í aðeins 25 mínútna akstursfjarlægð norður af Akureyri er að finna veitingastaðinn Baccalá Bar þar sem dýrindis ferskeldaður fiskur sem og saltfiskur verkaður eftir gamla mátanum er borið á borð. Þar geta gestir setið og snætt og notið útsýnisins inn fallega Eyjafjörðinn. Opið í júní: þriðjudaga – sunnudaga milli kl. 12.00-21.00. Hægt er að fylgjast með Facebook síðunni Baccalá Bar til að fá nánari upplýsingar um opnunartíma, matseðil og skemmtilega viðburði. Síminn á Baccalá Bar er 620 1035, best er að taka frá borð. Matseðillinn er fjölbreyttur og þar má finna saltfiskrétt hússins, fiskisúpu, pizzur og hamborgara, fisk og franskar, salat, vöfflur, ís og ýmsa drykki
Vesturfarasetrið
Vesturfarasetrið á Hofsósi var stofnað 1996 til heiðurs Íslendingum sem fluttust til Norður Ameríku á árabilinu 1850-1914. Markmið Setursins er að segja sögu fólksins sem fór og efla tengslin milli afkomenda þeirra og frændfólksins á Íslandi. Vesturfarasetrið býður upp á fjórar sýningar í þremur húsum auk ættfræðiþjónustu, bókasafn, og íbúðar fyrir fræðimenn.  
Akureyri | Berjaya Iceland Hotels
Akureyri, Berjaya Iceland Hotels er vinalegt hótel með fallega innréttuð herbergi og frábæra aðstöðu á besta stað í bænum. Sundlaugin er hinum megin við götuna og stutt ganga í miðbæinn. Útsýnið er til fjalla og skíðaævintýrið er handan við hornið en skíðarútan stoppar beint fyrir utan hótelið á veturna ásamt því sem hótelið býður upphitaðar skíðageymslur. Hótelgarðurinn er einstaklega notalegur bæði sumar og vetur, með arineldi, skinnábreiðum og yljandi drykk, eða gómsætt High Tea að breskri fyrirmynd. 99 hótelherbergi 12 herbergi með hjólastólaaðgengi Aurora, glæsilegur veitingastaður og bar Frábær staðsetning, sundlaugin steinsnar í burtu Frítt internet Flott fundar- og veisluaðstaða Fallegur hótelgarður þar sem gestir geta notið veitinga High Tea að breskri fyrirmynd
Sauðaneshús á Langanesi
Sauðanes á Langanesi er fornfrægur kirkjustaður sem staðsettur er 7 km norðan við Þórshöfn. Prestsbústaðurinn á Sauðanesi, Sauðaneshús, er elsta steinhús í Þingeyjarsýslum, hlaðið úr grágrýti árið 1879, afar sjaldgæf bygging og er einstakt á landsvísu. Í kringum 1957 fór Sauðaneshús í eyði og stóð það kalt og yfirgefið í nærri 40 ár. Um 1990 var ákveðið að endurreisa húsið, sem þá var að hruni komið, og var reist nánast frá grunni, stein fyrir stein og fjöl fyrir fjöl, en endurbyggingin tók um 11 ár. Fallega endurbyggða húsið hýsir nú sýninguna “Að sækja björg í björg” sem unnin var á árunum 202-21. Þar er hægt að fræðast um lífið á Langanesi á þeim tíma sem búið var í Sauðaneshúsi og hvernig prestsbústaðurinn var í raun miðpunktur samfélagsins á svæðinu. Opið frá 15. júní til 15. ágúst, 11-17. Lokað á mánudögum. Nánari upplýsingar: http://www.husmus.is 
Ytra Lón Farm Lodge
Ytra Lón er við veg nr.869, 14 km norðaustur af Þórshöfn. Flugferðir eru til og frá Akureyri alla daga nema um helgar. Ertu að leita að ró og næði? Við getum mælt með þetta notalega gistiheimili. Þar sem það er staðsett á miðju Langanesi er það góður kostur til að byrja skoðunarferð um þennan norð-austur hluta Íslands. Það er afskekkt, en virkilega þess virði. Friður fyrir sálina, með fjöllin, hafið, fuglana... Boðið er upp á gistingu í 9 stúdíó íbúðum hver um 30m2, með baðherbergi og eldhúsblokk. Tveggja- og þriggja manna, einnig tilvalið fyrir fjölskyldur með 2 börn.  Við bjóðum upp á:  Morgunmatur og kvöldmatur með ferskum afurðum úr sveitinni, s.s. lambakjöt af eigin framleiðslu og ferskur silungur úr lóninu. Leiðsögn um búið Heitur pottur Silungsveiði í lóninu Skoðunarferðir um Langanesið
Ósar Hostel
Ósar Hostel er á Vatnsnesi, aðeins um 25 kílómetra frá hringveginum. Á undanförnum árum hefur heimilið verð tekið til gagngerrar endurbóta og hafa þær breytingar heppast sérlega vel.  Nafn sitt taka Ósar af því hve sólsetrið er fagurt á þessum slóðum. Ströndin, rétt neðan við húsið, er líka full af lífi og þar má sjá seli, æðarfugl og aðra fugla og þar rís kletturinn Hvítserkur í göngufæri við farfuglaheimilið. Ósnert náttúran, kyrrlátt umhverfið og fjölbreytt afþreying gera Ósa að óskastað ferðamannsins. Aðeins þarf að ganga í fimm mínútur frá hostelinu til að komast í nána snertingu við náttúruna. Hér geta gestir séð fjölda fuglategunda og úti fyrir ströndinni synda selir, en hér eru ein fjölskipuðustu sellátur Íslands.  Fyrir utan þetta er rétt að nefna að margar fallegar gönguleiðir eru út frá Ósum. Eldunaraðstaða.  Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Scandinavia Travel North ehf.
Scandinavia Travel North er ferðaskrifstofa og –skipuleggjandi á Íslandi, með sérstaka áherslu á norður- og austurhluta landsins. Við bjóðum alhliða ferðaþjónustu, þ.á.m. akstur, skoðunarferðir, leiðsögn, og bókarnir á gistingu, afþreyingu, viðburðum, veitingum o.s.frv. Scandinavia Travel North leggur sérstaka áherslu á vel útfærðar sérsniðnar ferðir með áherslu á heildarupplifun þátttakenda.  Auk hefðbundinna skoðunarferða og áfangastaða, bæði sem dagsferðir og nokkra daga pakkar, þá skipuleggjum við einnig ferðir utan alfaraleiða og vinsælustu svæðanna. Slíkar sérsniðnar ferðir gætu leitt þig til þekktra áfangastaða á landinu, en einnig til minna þekktra svæða eða áhugaverðra staða, með von um að heildarupplifun og reynsla verði sem mest og best. Við leggjum okkur fram um að segja sögur og tengja við staðhætti, menningu, hefðir og arfleifð. Skipulag hópferða er okkar fag. Við bjóðum bæði faglega og sérhæfða þjónustu í formi skipulags og undirbúnings, ásamt öllu utanumhaldi. Skipulag á landi, skoðunarferðir, gisting og veitingar, afþreying o.s.frv. Við eigum ferðaplön og hugmyndir, en erum ávallt tilbúin að útfæra sérstaklega ferðaskipulag í samræmi við þínar óskir, áhugasvið, tímaramma, aðstæður og hvað á að vera innifalið. Fyrir einstaklinga og litla hópa, þá bjóðum við sérferðir með leiðsögn og einnig bílaleigupakka. Scandinavia Travel North er með leyfi ferðaskrifstofu frá Ferðamálastofu. 
Snartarstaðir
Snartarstaðir hýsa Byggðasafn Norður-Þingeyinga og eru staðsettir í aðeins 1 km. fjarlægð frá Kópaskeri. Safnið var opnað árið 1991 í gamla skólahúsi staðarins og eru þar rúmlega 2000 munir til geymslu, en undirbúning safnsins má rekja aftur til ársins 1950 þegar söfnun á munum og minningum hófst. Einkennist sýningin í húsinu aðallega af annars vegar einstöku safni fjölbreyttra hannyrða sem unnar voru flestar af konum í Norður-Þingeyjarsýslu á síðustu öld, en hins vegar er þar að finna 9000 binda bókasafn hjónanna Helga og Andreu frá Leirhöfn á Melrakkasléttu. Athygli er vakin á að aðgengi fyrir fólk í hjólastólum er ekki gott. Opið frá 15. júní til 15. ágúst. Lokað á þriðjudögum. Nánari upplýsingar á heimasíðu: www.husmus.is
Gestastofa og upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs í Ásbyrgi, Gljúfrastofa
Dettifoss er aflmesti foss Íslands og vatnsmesti foss í Evrópu. Hann er 44 metra hár og rúmlega 100 m breiður foss í Jökulsá á Fjöllum sem er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Hvergi upplifir maður smæð mannsins eins skýrt og við þennan mikilfenglega foss. Vestan megin Jökulsár er vegur 862. Hann er með bundið slitlag og fær öllum bílum að Dettifossi. Það er þó ekki  vetrarþjónusta við hann enn sem komið er. Auðvelt er að komast að Vesturdal frá vegi 862. Frá Dettifossi og áfram suður að þjóðvegi 1 er malbikaður vegur en án vetrarþjónustu frá 1.jan til 30. mars. Dettifoss er hluti af Demantshringnum, sjáðu hann hér www.demantshringurinn.is Austan megin Jökulsár á Fjöllum er vegur 864. Það er malarvegur sem er aðeins opinn á sumrin er fær öllum bílum en vegfarendur þurfa þó að miða ökuhraða við ástand vegarins hverju sinni.  Afgreiðslutími í Gljúfrastofu 2023:16. jan - apr: 11-15 mánudaga til föstudagmaí: 10-16 alla dagajún - ágú: 9-17 alla dagasept - okt: 11-16 alla daganóv - 15. des: 11-15 virka daga Til að skoða vefsíðuna okkar, vinsamlegast smellið hér .
Gistiheimilið Grásteinn
Grásteinn Guesthouse er fjölskyldurekið gistiheimili á sauðfjárbúinu Holti. Við bjóðum uppá gistingu í tveggja manna herbergjum, smáhýsum fyrir 3 og fjölskylduherbergi fyrir 5. Öll herbergi eru með sérbaðherbergi og opnu WiFi neti.  Gestir okkar hafa aðgang að notalegu seturými við kamínu í aðalbyggingunni og þar er Heiðarlegi barinn opinn eftir þínum þörfum.  Eldum kvöldmat fyrir 6 eða fleiri, svo það er um að gera að hringja á undan sér og láta vita ef áhugi er fyrir því. Gestum býðst að hitta dýrin á bænum og mögulegt að fara á hestbak. Erum með frisbígolf körfu og skemmtilegar gönguleiðir.   Á Grásteini ertu miðsvæðis fyrir allar perlur Norðausturhornsins, s.s. Dettifoss, Ásbyrgi, Langanes, Rauðanes, Heimsskautagerði og dásamlegu Selárlaug í Vopnafirði.
Tungulending
Tungulending er einstakt hús á Norðurlandi, staðsett í ótrúlegu umhverfi við strendur Skjálfandaflóa. Húsið er aðgengilegt með bíl og er 12 km norður af Húsavík. Tungulending er endurnýjuð og býður upp á allt sem þú þarft til að líða vel. Húsið er með fjölbreytt herbergi, baðherbergi, rúmgóða stofu og fullbúið eldhús. Dáist að útsýni yfir flóann og slakið á í vinalegu og náttúrulegu andrúmslofti við hliðina á Norður-Atlantshafi. Njóttu einkalífsins og upplifðu friðsæla og skemmtilega tíma á Tungulending! Upplýsingar um Tungulending - Húsið getur hýst allt að 15 gesti í 7 herbergjum - Eins manns, tveggja og þriggja manna svefnherbergi - Öll herbergin eru með uppbúnum rúmum, hör og handklæði - Baðherbergi með sturtu og salerni - Sameignin býður upp á nóg af þægilegu rými - Fullbúið eldhúsaðstaða til eldunaraðstöðu - Kæli- og frystihús - Þvottavélar og þurrkarar - Útiverönd til að dást að stórkostlegu útsýni yfir hafið - Ókeypis WiFi   Upplýsingar um nágrennið - Sérstök staðsetning - Falinn staður í afskekktum hluta strandlengju Norðurlands - Óvenjulegt útsýni yfir hafið í átt að snjóþöktum fjöllum - Miðnætur sól - Norðurljós - Foss nálægt - Hlustaðu á öldurnar, hljóð hafsins - Fylgstu með ríkulegu fuglalífi
The Herring House
The Herring House er yndislegt gistiheimili á Siglufirði, vinalegum bæ sem tekur vel á móti ferðamönnum og gestum á flakki um Norðurland.  Gistiheimilið er einstaklega vel staðsett; í stórum friðsælum garði bak við kirkjuna, með útsýni yfir bæinn, fjörðinn og fjöllin í kring og aðeins fárra mínútna göngufjarlægð frá Ráðhústorginu, hjarta bæjarins. Stutt er í alla þjónustu, svo sem verslun, kaffihús, veitingastaði og söfn.  Fjöllin í kringum Siglufjörð eru engu lík. Þau bjóða uppá mikla möguleika til útiveru; fjallgöngur á sumrin og skíðaiðkun á veturna, hvort sem er göngu-, svig- eða fjallaskíði, sem oft er hægt að stunda fram í júní.  The Herring House býður uppá fjögur glæsileg vel búin herbergi með uppábúnum rúmum og tvögestahús sem staðsett eru á lóðinni.   Herbergin eru með sameiginlegum vel útbúnum eldhúskrók og rúmgóðu baðherbergi.   Gestahúsin, sem eru tveggja manna, eru með verönd, sér baðherbergi og litlu, en fullbúnu eldhúsi.   Á lóðinni er einnig að finna útisturtu, baðhús og heitan pott inn á milli trjánna.   Fátt er betra eftir góðan dag í fersku íslensku fjallalofti, en að skola af sér í útisturtu og slaka síðan á í heitum potti.  Hlökkum til að bjóða ykkur uppá notalega upplifun á The Herring House, þar sem mikil áhersla er lögð á hreinlæti og persónulega þjónustu.  
Minjasafnið á Akureyri
Minjasafnið á Akureyri er í elsta bæjarhluta Akureyrar, Innbænum og Fjörunni. Í sýningarsafnsins gefa innsýn sögu íbúa svæðisins með fjölbreyttum og fjölskylduvænum sýningum. Skelltu þér í búðarleik, prófaðu trommusettið eða skelltu þér í búning. Miðinn gildir á 5 söfn og tilvalið að grípa Safnapassa fjölskyldunnar með í ferðalagið.  Minjasafnið á Akureyri er handhafi Íslensku safnaverðlaunanna 2022. Sýningar: Tónlistarbærinn Akureyri. Akureyri bærinn við Pollinn. Ástarsaga Íslandskortanna – Íslandskortasafn Schulte 1550-1808. (maí-október) Jólasýning Minjasafnsins (nóvember-janúar) Með lífið í lúkunum. (júní - september) Kjörbúðin - leikrými  Fyrir framan safnið er einn elsti skrúðgarður landsins,  rúmlega aldargamall, sem er tilvalinn áningarstaður með bekkjum, borðum og stólum og útileikföngum.  Í garðinum stendur Minjasafnskirkjan byggð 1846 sem er leigð út fyrir athafnir og tónleika. Minjasafnið er á sömu lóð og Nonnahús og einungis  200 metrum frá Leikfangahúsinu.  Opnunartími: 1.6.-30.9.: Daglega frá 11-17. 1.10-31.5.: Daglega frá 13-16. Verð:2300 kr. fyrir 18 ára og eldri –  Börn 17 ára og yngri ókeypis, Öryrkjar ókeypis. Eldri borgarar 1300 kr.Miðinn gildir allt árið á 5 söfn: Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús, Leikfangahúsið, Davíðshús og Laufás. 
Gamli Baukur
Innandyra er Baukurinn hlýlegur, sjórekinn viðurinn kallast á við ýmsa muni tengda sjósókn og gömul gildi eru í hávegum höfð, gamlir skipakastarar og koparluktir skapa þægilega og rólega stemningu og fyrir utan gluggann vagga bátarnir í höfninni. Á Gamla Bauk er rekinn metnaðarfullur veitingastaður þar sem matseðillinn samanstendur af réttum úr ýmsum áttum og er hráefnið ávallt fengið brakandi ferskt frá birgjum úr nágrenninu. Bjór- og vínseðlar eru fjölbreyttir og starfsfólkið boðið og búið til ráðlegginga varðandi val á vínum með mat. Kaffidrykkir fást í úrvali ásamt eftirréttum. Á kvöldin skapast þægileg kráarstemning á Bauknum. Mikið úrval drykkja prýðir barinn og hægt er að panta sér smárétti eða grípa í spil. Um helgar dunar dansinn á Skipasmíðastöðinni, tónleikar, böll og diskótek meðan rólegri gestir geta haft það náðugra á Gamla Bauk yfir drykk.
no17.is Private Service / Auðun Benediktsson
Starfssemi fyrirtækisins er sala dagsferða, fjöldagaferða eða transfer,hvert viltu fara og hvenær viltu fara. !   Lögð er áhersla á að veita persónulega þjónustu sérsniðna að þörfum hvers og eins.  Áralöng reynsla  starfsmanna af ferðaþjónustu kemur viðskiptavinum til góða í þeirri viðleitni að tryggja hátt þjónustustig. Sérstaklega er bent á þjónustu við fatlaða þar sem fyrirtækið hefur yfir að ráða sérútbúnum bíl sem getur tekið allt að 4 hjólastóla.
Hótel Norðurljós
Hótel Norðurljós hefur verið hluti af sögu Raufarhafnar síðstliðin 40 ár. Það var byggt á árunum 1957-8, sem verbúð (síldarbraggi), til að hýsa síldarstelpur, sem komu til að salta á Óðinsplani. Þegar best lét bjuggu í húsinu allt að 200 manns. Síldin hvarf upp úr 1967 og þar með síldarstelpurnar, sem blunda enn í minningu heimamanna. Árið 1974 var Hótel Norðurljós opnað í sama húsi, fyrst rekið sem sumarhótel, en sl. 10 ár hefur það verið opið allt árið um kring. Hótelið er staðsett við hafnarbakkann, þaðan sést yfir alla höfnina og yfir á Höfðann. Útsýnið er einstakt. Á Hótelinu eru 15 tveggja manna herbergi með böðum, góð setustofa, veitingasalur fyrir 80-90 manns og bar. Þar eru 15 tveggja manna herbergi með böðum, góð setustofa, veitingasalur fyrir 80-90 manns og bar. Veitingasalurinn snýr að höfninni, framan við hann er pallur sem nær yfir hafnarbakkann, þar sem gestir geta setið úti við á góðviðrisdögum notið þeirrar fegurðar er auganu mætir. Á matseðlinum er lögð mikil áhersla á fisk. Þar má finna silung, lax, ýsu, þorsk, kola, lúðu, steinbít og karfa auk annara fisktegunda. Einnig má sjá hvalkjöt, svartfugl, hreindýr og ýmislega villibráð úr náttúru Íslands. Auk þessa er lambakjötið alltaf í sérflokki. Hraðréttir af grilli og pizzur eru ætíð vinsælar máltíðir, en einn réttur hefur notið sérstakrar vinsældar, en það er Skinnalónsborgarinn. Umhverfi Raufarhafnar býður upp á marga möguleika til útiveru. Melrakkasléttan ein og sér er heilt ævintýri fyrir þá sem unna fallegri náttúru. Strandlengjan er vogskorin, þar sem skiptist á stórgrýtt annnes og sendnar víkur, sjávarlón og tjarnir. Þar er ekki þverfótað fyrir reka. Inni á Sléttunni eru nokkrir tugir vatna, sem flest eru iðandi af fiski. Fuglalíf er eitthvað það fjölskrúðugasta sem gerist á Íslandi. Gróður er mikill." Þú finnur okkur á Facebook hér Þá erum við á booking.com og hægt er að fá frekari upplýsingar um okkur og bókanir hér
Bílaleiga Akureyrar
Þínar þarfir – okkar þjónusta. Bílaleiga Akureyrar - Höldur ehf. er stærsta bílaleiga landsins með afgreiðslustaði um land allt. Bílaflotinn er bæði stór og fjölbreyttur enda rík áhersla ávallt lögð á gott úrval nýlegra bíla allt frá litlum fólksbílum upp í stóra jeppa, 9-17 sæta smárútur, rafbíla, lúxusbíla, húsbíla og sendibíla af mörgum gerðum.  Fjöldi afgreiðslustaða hringinn í kringum landið gera viðskiptavinum okkar hægt um vik að leigja bíl á einum stað og skila á öðrum. Við bjóðum upp á skammtímaleigu, langtímaleigu, vetrarleigu og mánaðarleigu bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga auk þess seljum við bíla. Góð þjónusta og sveigjanleiki er okkar aðalsmerki. Bílaleiga Akureyrar er fyrsta bílaleigan á Íslandi til þess að hljóta vottun samkvæmt gæðastaðlinum ÍST ISO 9001. Umhverfismálefni eru snar þáttur í rekstrinum og þann 13. janúar 2010 fékk Bílaleiga Akureyrar vottun samkvæmt alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001. Okkur hjá Bílaleigu Akureyrar er mikilvægt að starfsemi fyrirtækisins sé í sátt við samfélagið og umhverfið í heild. Við vinnum því að stöðugum umbótum í umhverfismálum til lágmarka umhverfisáhrif af rekstri fyrirtækisins. Bílaleiga Akureyrar stuðlar að aukinni umhverfisvitund starfsmanna og leggur áherslu á ábyrga nýtingu auðlinda og lágmörkun úrgangs og losun gróðurhúsalofttegunda.
Hótel Tindastóll - Arctichotels
Hótel Tindastóll  Njótið rómantískrar dvalar á einu elsta hóteli landsins, Hótel Tindastóli (hótel síðan 1884), þar sem andi liðinna tíma svífur yfir vötnunum. Hótelið var tekið til gagngerar endurgerðar árið 2000 og eru þar nú 10 herbergi með baði í gömlum og rómatískum stíl og 10 í nútímastíl en allt með nútíma þægindum; sjónvarpi, interneti og síma.  Í hótelgarðinum er hlaðin laug þar sem hótelgestir geta átt notalega stund í kvöldkyrrðinni. Hótelið er vel staðsett rétt við aðalgötuna í gamla bænum á Sauðárkróki. Í næsta nágrenni við hótelið er margt að finna s.s 3 veitingastaði, bakarí, sögu- og fuglaskoðunar ferðir út í Drangey, Minjahús, golfvöll, þreksal og góðar gönguleiðir. Hvað er betra en að skreppa á skíðasvæðið í Tindastóli, fara í rómantíska göngu eftir fjörunni og njóta alls þess sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða í afþreyingu, mat og drykk. 
Síldarminjasafn Íslands
Síldarminjasafn Íslands Síldarminjasafn Íslands er eitt af stærstu söfnum landsins. Í þremur húsum kynnumst við síldveiðum og vinnslu á silfri hafsins. Róaldsbrakki er norskt síldarhús frá 1907. Þar er flest eins og var á árum síldarævintýrisins þegar síldarfólkið bjó þar. Í Gránu er safn um sögu bræðsluiðnaðarins sem löngum var kallaður fyrsta stóriðja Íslendinga. Í Bátahúsinu liggja bátar, stórir og smáir, við bryggjur. Síldarminjasafnið hlaut Íslensku safnverðlaunin 2000 og Evrópuverðlaun safna 2004, þegar það var valið besta, nýja iðnaðarsafn Evrópu. Síldin var einn helsti örlagavaldur Íslands á 20. öld og grunnur þess að landsmenn hurfu frá áralangri fátækt og gátu byggt upp nútíma samfélag. Atburðirnir í kring um síldina voru svo mikilvægir fyrir fólkið og landið að talað var um ævintýri – síldarævintýrið. Við hverja höfn, norðanlands- og austan risu síldarbæir stórir og smáir. Siglufjörður var þeirra stærstur og frægastur. Þótt norðurlandssíldin sé fyrir löngu horfin ber staðurinn skýr merki hinna stórbrotnu atburða síldaráranna.  Opnunartímar eru sem hér segir:Maí og september: 13 – 17Júní, júlí og ágúst: 10 – 17Vetur: Eftir samkomulagi  Siglufjörður er aðeins í klukkustundar akstursfjarlægð frá Akureyri!
Gentle Giants
Hvalaskoðun og ævintýri á sjó frá Húsavík LANGAR ÞIG Í ALVÖRU ÆVINTÝRI? Skemmtilegir afþreyingarmöguleikar í einstakri náttúru og fegurð á Skjálfandaflóa. Við bjóðum uppá alls konar bátsferðir frá Húsavík. Tilvalið fyrir einstaklinga og hópa af öllum stærðum og gerðum við öll tilefni. Gentle Giants er fjölskyldufyrirtæki á Húsavík með 160 ára fjölskyldusögu við Skjálfandaflóa og áratuga reynslu í að skipuleggja eftirminnilegar ferðir. FJÖR Í FLATEY Upplifðu paradís Skjálfandaflóa í allri sinni dýrð með einstaka náttúru og ríku fuglalífi. Gentle Giants býður uppá alls konar sérferðir frá Húsavík til Flateyjar. Tilvalið fyrir einstaklinga og hópa við öll tilefni, einfalt eða lúxus með öllu. Fyrirtækið er með sterkar rætur í Flatey og hefur uppá að bjóða glænýja og umhverfisvæna byggingu með stórum veislusal ásamt úti grillaðstöðu í eyjunni. Verið velkomin um borð!
Sóti Lodge / Summit Heliskiing
Ferðaskrifstofan Sóti Summits leiðir saman fólk sem þyrstir í ævintýri í náttúru Íslands. Lögð er áhersla á að veita gæðaþjónustu og skapa eftirminnilegar upplifanir fyrir gesti.  Ferðaframboðið er byggt á grunni þess sem starfsfólk og aðstandendur Sóta vilja upplifa og njóta sjálf, en m.a. býður Sóti Summits námskeið fyrir gönguskíðafólk, fjallaskíðakappa, kayakræðara og fjallahjólafólk. Auk þessa hannar Sóti Summits ferðir fyrir hvers kyns hópa, setur saman sérhannaða dagskrá, sér um allar ferðaskipulagningu og heldur utan um hópinn á meðan á dagskrá stendur. Þetta er tilvalinn kostur fyrir vinahópa og fjölskyldur, sem og vinnustaði sem vilja auðga vinnustaðamenninguna, ræða framtíðarsýn og stefnumál og friðsælu umhverfi, eða hrista ghópinn saman með þátttöku í útivist og ævintýrum.
Kópasker HI Hostel / Farfuglaheimili
Farfuglaheimilið er staðsett í miðju þorpinu og stutt er í alla þjónustu. Kópasker er kjörinn áningarstaður því í nágrenni við staðinn eru margar af náttúruperlum landsins. Ásbyrgi, sem er hluti af þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfri, er í rúmlega 30 km fjarlægð frá Kópaskeri. Í þjóðgarðinum eru margir áhugaverðir staðir t.d. Hljóðaklettur og Forvöð. Vatnsmesti foss Evrópu, Dettifoss, er í þjóðgarðinum og einnig er þar að finna minni fossa s.s. Hafragilsfoss og Vígabergsfoss. Á Melrakkasléttu er mjög fjölbreytt fuglalíf og Rauðinúpur ( sem er í 30 km fjarlægð frá Kópaskeri ) er kjörinn staður fyrir fuglaskoðara. Besti tíminn til fuglaskoðunar er í maí og september/október. Á Kópaskeri er mini golfvöllur og í Ásbyrgi er 9 holu golföllur. Á Snartastöðum sem er í nágrenni við Kópasker er mjög gott byggðasafn. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana eða bókið gegnum heimasíðu
Spákonuhof
Spákonuhof á Skagaströnd Sýning, sögustund og spádómar.    Sýning um Þórdísi spákonu, fyrsta nafngreinda íbúa Skagastrandar sem uppi var á síðari hluta 10. aldar. Margháttaðan fróðleik um spádóma og spáaðferðir er að finna á sýningunni. Lifandi leiðsögn. Gestir geta látið spá fyrir sér eða fengið lófalestur. Börnin skoða í gullkistur Þórdísar, þar sem ýmislegt leynist.   Handverk / Kaffiveitingar.   Litla sölubúðin okkar er með úrval af íslensku handverki og hönnun.   Opnunartími:  Júní - sept. Þriðjudaga - sunnudaga          13:00 – 18:00 Lokað á mánudögum   Sept. - júní  er opið eftir þörfum. Hafið samband í síma 861 5089  / 452 2726
Whale Watching Hauganes
Whale Watching Hauganes er elsta hvalaskoðun landsins staðsett í hjarta Eyjafjarðar í aðeins 25 mínútna fjarlægð norður af Akureyri. Þar sem hvalirnir eru ávallt stutt frá Hauganesi henta eikarbátarnir okkar tveir fullkomlega til hvalaskoðunar þar sem þeir fara tiltölulega hægt yfir sem gerir gestum okkar kleyft að njóta ferðarinnar enn betur. Við bjóðum upp á stjóstöng í lok ferðanna okkar.   Ferðirnar okkar eru kolefnisjafnaðar sem þýðir það að við gróðursetjum eitt tré fyrir hverja ferð ásamt því að við blöndum olíuna á bátana okkar með lífdísli sem framleiddur er á Akureyri úr djúpsteikingarolíu af veitingastöðum svæðisins.   Við sjáum hnúfubak í öllum okkar ferðum en einnig hrefnur, hnýsur og höfrunga. Nokkrum sinnum á árum sjáum við háhyrninga og steypireyðir sem er alltaf tilkomumikil sjón.   Einnig á Hauganesi er afar vinsæll veitingastaður, Baccalá Bar, tjaldstæði og heitir pottar niðri við Sandvíkurfjöru. Bjórböðin eru svo hér rétt í 5 mínútna akstursleið norður frá okkur. Daglegar ferðir kl 13:30 (þegar lágmarksfjöldi næst). Sjóstöng í lok ferðar. Hver ferð er 2,5 til 3 klst. Innifalið: hlýir gallar, sjóstangir, kaffi og kakó með bakkelsi.   Upplýsingar í síma 867 0000, á whales@whales.is eða www.whales.is  
Gistiheimilið Básar
Á Básum eru 8 herbergi með 18 rúmum. Skipast þau þannig að það eru 2 einsmannsherbergi, 3 tveggjamanna, 2 þriggjamanna og 1 fjögurramanna. Hægt er að fá morgunmat, hádegismat, kaffi og kvöldmat. Fallegar myndir af lífinu í Grímsey príða veggi Bása allt frá torfkofum til dagsins í dag, þessar myndir er hægt að fá keyptar (ljósmyndarinn er hinn eini sanni Friðþjófur Helgason). 
Safnahúsið á Húsavík
Safnahúsið á Húsavík er rekið af Menningarmiðstöð Þingeyinga (MMÞ) og hýsir ólíkar safneignir og menningarminjar Þingeyinga. Þar er að finna tvær fastasýningar, annars vegar áhugaverðu byggðasýninguna “Mannlíf og náttúra – 100 ár í Þingeyjarsýslum”, sem unnin er úr safneign Byggðasafns Suður-Þingeyinga og með munum úr Náttúrugripasafni Þingeyinga. Sýningin segir frá samtali manns og náttúru í Þingeyjarsýslum á tímabilinu frá 1850 til 1950. Hin fastasýningin er unnin úr safnkosti Sjóminjasafns Þingeyinga og segir/sýnir frá sjósókn á Skjálfanda og sjóminjum Þingeyinga. Héraðsskjalasafn Þingeyinga er einnig í húsinu, auk safneigna Ljósmyndasafns Þingeyinga og Myndlistarsafns Þingeyinga. Í Safnahúsinu eru jafnframt tvö rými sem eru nýtt undir tímabundnar myndlistar- og sögusýningar en myndlistarsalnum á 3. hæð opna reglulega allt árið um kring sýningar á myndlist í hæsta gæðaflokki. Í húsinu er einnig að finna skrifstofur MMÞ og munageymslur. Reglulega eru þar haldnir ýmsir menningartengdir viðburðir á borð við tónleika, námskeið og fræðsluerindi. Að lokum er bókasafn Norðurþings staðsett á jarðhæð hússins.  Opið allan ársins hring.  15. maí - 31. ágúst: alla daga 11-17  1. september - 14. maí: þri-fös 13-16, og lau 11-16  
Bílaleiga Akureyrar
Þínar þarfir – okkar þjónusta. Bílaleiga Akureyrar - Höldur ehf. er stærsta bílaleiga landsins með afgreiðslustaði um land allt. Bílaflotinn er bæði stór og fjölbreyttur enda rík áhersla ávallt lögð á gott úrval nýlegra bíla allt frá litlum fólksbílum upp í stóra jeppa, 9-17 sæta smárútur, rafbíla, lúxusbíla, húsbíla og sendibíla af mörgum gerðum.  Fjöldi afgreiðslustaða hringinn í kringum landið gera viðskiptavinum okkar hægt um vik að leigja bíl á einum stað og skila á öðrum. Við bjóðum upp á skammtímaleigu, langtímaleigu, vetrarleigu og mánaðarleigu bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga auk þess seljum við bíla. Góð þjónusta og sveigjanleiki er okkar aðalsmerki. Bílaleiga Akureyrar er fyrsta bílaleigan á Íslandi til þess að hljóta vottun samkvæmt gæðastaðlinum ÍST ISO 9001. Umhverfismálefni eru snar þáttur í rekstrinum og þann 13. janúar 2010 fékk Bílaleiga Akureyrar vottun samkvæmt alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001. Okkur hjá Bílaleigu Akureyrar er mikilvægt að starfsemi fyrirtækisins sé í sátt við samfélagið og umhverfið í heild. Við vinnum því að stöðugum umbótum í umhverfismálum til lágmarka umhverfisáhrif af rekstri fyrirtækisins. Bílaleiga Akureyrar stuðlar að aukinni umhverfisvitund starfsmanna og leggur áherslu á ábyrga nýtingu auðlinda og lágmörkun úrgangs og losun gróðurhúsalofttegunda.
Camping 66.12° north
Tjaldsvæðið er á sjávarbakkanum yst á Tjörnesi með óhindruðu útsýni til hafs. Óvíða er sólarlagið fegurra og talsvert fuglalíf á svæðinu. Góð snyrtiaðstaða með sturtum. Salernisaðstaða fyrir fatlaða. Eldunaraðstaða og hægt að borða  inni. Um 35 km eru í Ásbyrgi og 24 km til Húsavíkur. Þá eru 80 km til Mývatns og 100 km til Akureyrar.
Hótel Dalvík
Hótel Dalvík er staðsett miðsvæðis í sjávarþorpinu Dalvík. Þetta er þægilegt hótel á Norðurlandi með útsýni yfir bæinn og fjöllin í kring.  Hótelið er í 3ja mínútna fjarlægð frá sjávarsíðunni. Það eru aðeins 600 m í sundlaug og aðeins í 35 mínútna akstur til Akureyrar. Hamar gólfvöllurinn er aðeins í 4ja km fjarlægð.  Hótelið býður upp á bæði herbergi með einkabaðherbergi og svo sameiginlegu baðherbergi. Öll herbergi eru með aðgang að þráðlausu neti (Wi-Fi).  Í sameiginlegu rými er þvottaherbergi, garður og sólpallur með borðum. Í andyrinu er bar, setustofa og tölva tengd við Internetið.  Hægt er að fara ferðir um fjörðinn, í hvalaskoðun eða sjóstangveiði frá höfninni sem er aðeins í 250 m fjarlægð frá hótelinu. Ferjan til Grímseyjar fer frá Dalvík þrisvar sinnum í viku. Vinsælt er að fara á hestbak, á snjósleða og fjallaskíði í nágrenni.  
Hótel Siglunes
Siglunes var byggt sem hótel árið 1935 og hét þá Hótel Siglufjörður.Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu og áhersla lögð á að gera herbergin sem heimilislegust og aðstöðuna eins þægilega og hugsast getur fyrir ferðafólk.Sjáðu hvað er laust og bókaðu herbergi beint í gegnum vefinn.
North East Travel
Upplifðu norðaustur landið með North East Travel, sem er staðsett á Bakkafirði. Falin perla þegar kemur að nátturu, dýralífi og útiveru. Sérhannaðar ferðir gerir þetta að fullkomnum möguleika fyrir hvern sem er sem langar að upplyfa svæðið.

Aðrir (1)

Arnarnes Álfasetur Arnarnes 604 Akureyri 894-5358