Starf Markaðsstofu Norðurlands árið 2024
-
Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu
-
Stór þáttur í starfi Markaðsstofu Norðurland eru ferðasýningar og vinnustofur á lykilmörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Stærstu viðburðirnir eru Vestnorden, World Travel Market í London og ITB í Berlín. Árið 2024 tók MN þátt í eftirfarandi viðburðum:
Í janúar 2024 var fulltrúum frá breskum ferðaskrifstofum og ferðatímaritum boðið í móttöku vegna nýs flugs í sendiráði Íslands í London. Ráðherra ferðamála og framkvæmdastjóri Íslandsstofu flugu til London í gegnum Akureyri að þessu tilefni. Sjá https://www.northiceland.is/is/moya/news/nordurland-kynnt-i-islenska-sendiradinu-i-london
Að auki var sérstakur viðburður haldinn í Manchester í tengslum við beint flug easyJet til Akureyrar, sem var haldinn undir merkjum Nature Direct verkefnisins hjá Íslandsstofu. Þangað komu fulltrúar frá 20 ferðaskrifstofum til að kynnast Norðurlandi að vetri.
Mikil áhersla var lögð á að kynna Norðurland á Bretlandi vegna easyJet og Chris Hagan var starfsmaður Markaðsstofu Norðurlands á Bretlandsmarkaði árið 2024. Hann var í reglulegu sambandi við ferðaskrifstofur og fór á vinnustofur og sýningar. Þá veitti hann einnig ráðgjöf til samstarfsfyrirtækja MN, hélt kynningar um tækifærin og stöðuna á breska markaðinum.
Á árinu var einnig staðfest að Vestnorden 2025 mundi fara fram á Akureyri. Markaðsstofan sótti mikið í að fá sýninguna og við ákvarðanatöku spiluðu aukin umsvif á millilandaflugi og mikil uppbygging á svæðinu sterkt inn.
Ferð með íslenskar ferðaskrifstofur um Norðurland vestra - sjá frétt
Á undanförnum áratug hefur reglulega verið farið í dagsferð þar sem íslenskum ferðaskrifstofum er boðið að prófa skíðasvæði á Norðurlandi. Árið 2024 tókst þessi ferð með eindæmum vel þar sem veðrið lék við þátttakendur og nýr snjór var yfir öllum svæðunum.
Kynnisferðir frá Manchester og London - Farin var stór ferð með endursöluaðila frá Manchester 12. nóvember 2024. Manchester er stórt markaðssvæði en upptökusvæðið Manchester flugvallar er um 20 millijónir. Einnig voru fulltrúar endursöluaðila frá London boðnir í sérstakar ferðir.
Áfangastaðaáætlun
Efni áfangastaðaráætlunar var yfirfarið og staða lykil markaðsáherslna og þróunarverkefna uppfærð. Unnið var með sveitarfélögunum að því að uppfæra lista yfir uppbyggingarverkefni á þeirra vegum sem sett hafa verið í forgang. Stöðugreiningar og talnaefni áætlunarinnar var uppfært á árinu.
Unnið var að uppsetningu sérstaks vefsvæðis fyrir áfangastaðaáætlanir allra landshluta. Verkstjórn á höndum MN. Vefurinn var opnaður í janúar 2025. Samstarf við áfangastaðastofur annarra landshluta hélt áfram með reglulegum fundum, samráði, samnýtingu verkfæra og samræmingu áætlunargerðar.
Sjálfbær ferðaþjónusta á Norðurlandi
Markmið verkefnisins: að auka sjálfbærni í ferðaþjónustu á Norðurlandi og koma henni betur á framfæri. Verkefnið er styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands eystra.
Sjónum er sérstaklega beint að efnahagslegri sjálfbærni og því hvernig megi með ákveðnum aðgerðum stuðla að bættum hagi heimamanna af ferðaþjónustunni og auknum heilsárstekjum í greininni.
Mörg norðlensk ferðaþjónustufyrirtæki hafa þegar tileinkað sér gildi sjálfbærar þróunar og hafa innleitt ýmiskonar áherslur og/eða verkefni sem eru til þess fallin að efla sjálfbærni
Á árinu 2024 var unnið að því að taka saman frásagnir (sögur) af árangri þessara fyrirtækja. Tilgangur þessa er m.a. að auka vitund forsvarsaðila annarra ferðaþjónustufyrirtækja um sjálfbærni og hvetja þá til góðra verka.
Efnið birt á texta- og myndbandsformi á vef MN á vordögum 2025.
Smelltu hér til að skoða
Samstarfsvettvangur ferðamálafulltrúa
MN bauð ferðamálafulltrúum og öðrum starfsmönnum sveitarfélaga, sem hafa með þróun áfangastaða og ferðamál almennt að gera, til reglulegra funda á árinu. Einnig var fulltrúum ferðamálafélaga/samtaka á Norðurlandi boðið að borðinu, sem og starfsfólki gestastofa í landshlutanum. Fundað var bæði á staðarfundum og fjarfundum. Að jafnaði komu um 20 manns á fundina, auk sérstakra gesta á hverjum fundi.
Tilgangur þessa samstarfsvettvangs er að auka samstarf og bæta upplýsingamiðlun milli lykilfólks í stoðkerfinu, sem kemur að uppbyggingu og þróun ferðaþjónustu á Norðurlandi.
Ferðamannaleið á Norðurlandi vestra
Hafinn var undirbúningur að mótun nýrrar skilgreindrar ferðaleiðar á Norðurlandi vestra, með áherslu á menningar og sögutengda ferðaþjónustu. Meginmarkmið er að efla ferðaþjónustu til lengri tíma í landshlutanum. Móta þarf þetta sem nýtt aðdráttarafl í ferðaþjónustu og leggja grunn að nýrri markaðssókn með kraftmikla ímyndarsköpun að leiðarljósi.
Byggt er á grunni þekktra áfangastaða, en umgjörð og markaðsáherslur færðar í nýjan og ferskan búning. Á árinu var grunnhugmynd verkefnisins mótuð og sótt um fjármagn til Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra og í Sóknaráætlun Norðurlands vestra.
Ekki fékkst fjármagn í verkefnið 2024, en á vordögum 2025 leitaði SSNV til MN um að koma verkefninu af stað sem samstarfsverkefni MN og SSNV, stutt af fjármunum úr Sóknaráætlun Norðurlands vestra.
Stöðugreiningar og aðgerðaáætlanir fyrir afmörkuð svæði á Norðurlandi
Á árunum 2023-2024 var verkefnið Áfangastaðaáætlun Norðurhjarasvæðisins skilgreint sem áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands eystra. Norðurhjarasvæðið nær frá Kelduhverfi í vestri til Bakkafjarðar í austri.
Vinnsla verkefnisins var á höndum MN og fór fram á árinu 2024 í nánu samstarfi við sveitarfélög og hagaðila á svæðinu. Afurð verkefnisins var ítarleg skýrsla sem kom út í árslok. Hún geymdir stöðugreiningu fyrir ferðaþjónustu á svæðinu sem og tillögur að aðgerðum til frekari framþróunar ferðaþjónustu.
Norðurstrandarleið
Demantshringurinn:
Áþreifanlegasti árangurinn af starfi Flugklasans birtist í sívaxandi millilandaflugi um Akureyrarflugvöll.
Sumarið 2024 jókst sætaframboð í beinu millilandaflugi um 20% samanborið við sumarið 2023, fór úr rúmlega 3.300 sætum (aðra leið) í rúmlega 4.000 sæti. Aukning skýrist af auknum umsvifum Edelweiss frá Zurich, sem fjölgaði brottförum úr 7 í 11. Voigt Travel flaug 14 ferðir frá Hollandi eins og sumarið á undan.
Veturinn 2024/25 jókst sætaframboð í beinu millilandaflugi um 93% samanborið við veturinn 2023/24. Aukningin skýrist af stærstum hluta af því að Manchester kom inn sem nýr áfangastaður. Síðasta vetur voru í boði samtals 106 flugferðir með 170-190 sæta vélum frá fjórum mismunandi áfangastöðum erlendis. Það þýðir tæplega 20.000 sæti í boði (aðra leið) samanborið við rúmlega 10.000 sæti árið áður.
Þessi aukna flugumferð gjörbreytir forsendum fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi til þess að starfa á heilsársgrunni og ýtir undir vöruþróun og nýsköpun í vetrarferðaþjónustu.
Mikil vinna hefur farið í samstarf með þeim aðilum sem standa að baki millilandafluginu. Bæði áætlunarfluginu (easyJet frá London og Manchester og Edelweiss frá Zurich) og leigufluginu (Voigt Travel frá Hollandi sumar og vetur og vetrarflug Kontiki frá Sviss).
Einnig hefur verið markvisst unnið að því að styrkja það flug sem komið er og finna grundvöll fyrir frekari flugi. Í þeim tilgangi voru 6 ferðaskrifstofur í Hollandi og Belgíu heimsóttar í september. Að auki fundaði Flugklasinn með 2 ferðaskrifstofum í Þýskalandi, 1 í Frakklandi og 5 í Bretlandi sérstaklega vegna þátttöku í beinu flugi til Akureyrar. Samtals fundað með 13 ferðaskrifstofum vegna flugs.
Nature Direct samstarfið hélt áfram - vettvangur fyrir samtöl við flugfélög.
Borðkortið gefið út í 80 þúsund eintökum
Samanbrjótanlega kortið gefið út í 50 þúsund eintökum
Kortum dreift um allan landshlutann
Samstarfsfyrirtæki geta sótt sér kort á upplýsingamiðstöðum og á skrifstofu MN
Farið var um Eyjafjörð og endað með kvöldverði á Laugaborg. Smelltu hér til að lesa um hátíðina.