Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vélsleða- og snjóbílaferðir

Margir ferðaþjónustuaðilar bjóða upp á snjósleðaferðir og snjótroðaraferðir. Þær henta fólki sem kann að meta fjör og vill hafa fríið svolítið ævintýralegt.

Kaldbaksferðir
Kaldbaksferðir bjóða upp á ferðir á Kaldbak sem er 1.173 m hár og er hæstur tinda við norðanverðan Eyjafjörð, með útsýni allt austur á Langanes og inn á hálendi Íslands. Hann er talinn vera ein af orkustöðvum Íslands og ferð upp á hann er ógleymanleg lífsreynsla.Kaldbaksferðir eiga tvo snjótroðara sem eru útbúnir með opnu farþegarými þannig að nauðsynlegt er að klæða sig í samræmi við það. Báðir bílarnir taka 32 farþega. Ferðin upp á Kaldbak tekur um 45 mínútur. Á kolli Kaldbaks ber hæst vörðu sem hlaðin var af dönsku herforingjastjórninni árið 1914, þar  er stoppað í um 15 mínútur og gefst þá góður tími til að njóta útsýnisins. Bílstjórar eru ólatir við að fræða farþega um það sem fyrir augu ber. Einnig er góður siður að skrifa nafn sitt í gestabókina. Bíllinn fer sömu leið niður og geta farþegarnir valið um að fara með honum aftur eða renna sér niður brekkurnar á skíðum, bretti,  eða snjóþotum. Hægt er að fá lánaða snjóþotu ef ævintýraþráin tekur völdin en hafin er fram leiðsla á Kaldbaksþotu sem er snjóþota sérsniðin fyrir fullorðna. Hún er stór og sterk og rúmar auðveldlega fulloðrinn ásamt barni og því sérstaklega fjölskylduvæn. Ef þið viljið heimsækja okkur á Facebokk, smellið hér .
Icelandic Adventures
Hafið samband vegna bókanna
Geo Travel
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Ferðaskrifstofan Nonni
Ferðaskrifstofan Nonni Travel ehf.,stofnað 1988, er staðsett við Ráðhústorgið í harta Akureyrar. Aðaláhersla er á skipulagningu ferða og móttöku erlenda gesta á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Nonni Travel býður upp á gott úrval ferða og ýmsa afþreyingu. Nonni Travel er sérhæfð í ráðgjöf og skipulagningu sérsniðinna ferða fyrir einstaklinga og hópa. Nonni Travel hefur mikla reynslu í ráðstefnuhaldi og skipulagningu stærri funda.
Sportferðir ehf.
Sportferðir er ferðaþjónustufyrirtæki, staðsett í Eyjafirði með hópferða- og ferðaskrifstofuleyfi. Sportferðir sérhæfa sig í skipulagningu hvataferða og hópeflis fyrir fyrirtæki og einnig árshátíða- og skemmtiferða  hverskonar fyrir einstaklinga, félög og fyrirtæki. Ferðirnar eru framkvæmdar um allt land og í samvinnu við marga aðra ferðaþjónustuaðila. Gísting á vegum Sportferða er í Ytri-Vík í Eyjafirði.  Gamla húsið er steinhús á þremur hæðum sem byggt var 1929 og hefur verið mikið endurnýjað.Í húsinu eru 7 svefnherbergi tveggja- og þriggjamanna og rúmar húsið 16 manns í uppbúin rúm. Í húsinu er fullbúið eldhús og borðstofa sem rúmar 25 manns og einnig lítil setustofa.  Í kjallara hússins er gufubað og búningsaðstaða fyrir gesti og stór heitur pottur fyrir utan.Frístundahúsin Í Ytri Vík eru einnig 7  fullbúin sumarhús.
Scandinavia Travel North ehf.
Scandinavia Travel North er ferðaskrifstofa og –skipuleggjandi á Íslandi, með sérstaka áherslu á norður- og austurhluta landsins. Við bjóðum alhliða ferðaþjónustu, þ.á.m. akstur, skoðunarferðir, leiðsögn, og bókarnir á gistingu, afþreyingu, viðburðum, veitingum o.s.frv. Scandinavia Travel North leggur sérstaka áherslu á vel útfærðar sérsniðnar ferðir með áherslu á heildarupplifun þátttakenda.  Auk hefðbundinna skoðunarferða og áfangastaða, bæði sem dagsferðir og nokkra daga pakkar, þá skipuleggjum við einnig ferðir utan alfaraleiða og vinsælustu svæðanna. Slíkar sérsniðnar ferðir gætu leitt þig til þekktra áfangastaða á landinu, en einnig til minna þekktra svæða eða áhugaverðra staða, með von um að heildarupplifun og reynsla verði sem mest og best. Við leggjum okkur fram um að segja sögur og tengja við staðhætti, menningu, hefðir og arfleifð. Skipulag hópferða er okkar fag. Við bjóðum bæði faglega og sérhæfða þjónustu í formi skipulags og undirbúnings, ásamt öllu utanumhaldi. Skipulag á landi, skoðunarferðir, gisting og veitingar, afþreying o.s.frv. Við eigum ferðaplön og hugmyndir, en erum ávallt tilbúin að útfæra sérstaklega ferðaskipulag í samræmi við þínar óskir, áhugasvið, tímaramma, aðstæður og hvað á að vera innifalið. Fyrir einstaklinga og litla hópa, þá bjóðum við sérferðir með leiðsögn og einnig bílaleigupakka. Scandinavia Travel North er með leyfi ferðaskrifstofu frá Ferðamálastofu. 

Aðrir (5)

Iceland Unlimited ehf. Borgartún 27 105 Reykjavík 415-0600
Guðmundur Jónasson ehf. Vesturvör 34 200 Kópavogur 5205200
Arctic Advanced Rjúpnasalir 10 201 Kópavogur 777-9966
Extreme Icelandic Adventures Súluvegur 600 Akureyri 862-7988
Amazing Mountains ehf. Hrannarbyggð 14 625 Ólafsfjörður 863-2406