Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Íbúðagisting er hentugur valkostur fyrir þá sem gjarnan vilja vera út af fyrir sig, elda sjálfir og komast í nánari snertingu við heimamenn. Hægt er að velja úr íbúðagistingu í ýmsum verðflokkum. 

Slow Travel Mývatn
Slow Travel Mývatn er sprottið úr þeirri ósk að gera lífssýn okkar að lífsmáta. Í beinni snertingu við náttúruna og íslenskar hefðir geta gestir okkar dvalið hér og nýtt tímann til að komast nær sjálfum sér og umhverfinu. Slow Travel Mývatn nýtir sérkenni svæðisins, menningu, sögu og hefðir til að bjóða gestum okkar einstaka og ógleymanlega dvöl í samræmi við grunngildi Slow travel stefnunnar. STM býður upp á ró, hægfara, meðvitaða og sveigjanlega dvöl og leggur áherslu á umhverfisvæna og sjálfbæra ferðamennsku í samhljómi við náttúruna og íbúa svæðisins.
Frændgarður Íbúð
Notaleg íbúð fyrir fjóra á Hofsósi. Hafið samband við okkur fyrir bókanir og frekari upplýsingar.
Saga Apartments
Staðsettar í miðbæ Akureyrar með útsýni yfir göngugötuna. Íbúðin er staðsett í göngugötunni miðsvæðis í miðbænum, yndislegu hverfi fullt af lífi allt árið um kring. Auðvelt að ganga að öllu. 
Kaffi Hólar
Rekstur veitinga- og gistisölu á Hólum í Hjaltadal. Rekstur mötuneytis fyrir Háskólann á Hólum.
Gistihúsið Narfastöðum
Velkomin í Gistihúsið á Narfastöðum sem er staðsett við þjóðveg nr. 1 í Reykjadal í Þingeyjarsveit skammt fyrir sunnan þéttbýlið á Laugum. Aðalbygging gistihússins eru fyrrum fjárhús og hlaða sem breytt hefur verið í glæsilega en jafnframt notalega aðstöðu fyrir ferðafólk. Einnig er gisting í gamla íbúðarhúsinu á jörðinni sem gert hefur verið upp með þarfir ferðafólks í huga en húsið er timburhús, byggt í upphafi síðustu aldar. Yfir sumarið bjóðum við okkar rómaða kvöldverðarhlaðborð með úrvali fisk, kjöt og grænmetisrétta og morgunverðarhlaðborðið svíkur engann með heimabökuðu brauði og fjölbreyttu úrvali af morgunkorni, brauði, áleggi söfum og ávöxtum. Yfir vetrartímann eru máltíðir í boði eftir samkomulagi. Vær næstursvefn er lykilatriði á ferðalögum og því er áhersla löggð á góð rúm, hreinlæti og snyrtimennsku. Jafnframt er lögð áhersla á önnur þægindi s.s. sjónvarp með gervihnattarásum á herbergjum, þráðlaust internetssambands og aðgangur að almenningstölvu, rúmgóðar setustofur og lítill bar með úrvali af óáfengum og áfengum drykkjum. Ávallt er molakaffi og te í boði gestum að kostnaðarlausu og vingjarnlegt viðmót stjórnenda og starfsfólks fylgir að sjálfsögðu með í kaupbæti.
Íslandsbærinn - Old Farm
Íslandsbærinn er fjögurra bursta bær, byggður að gömlum stíl, stórglæsilegt og rúmgott hús með öll þægindi nútímans og endalausa möguleika. Tilvalinn fyrir fjölskyldur og/eða vini til að láta fara vel um sig á yndislegum stað. Rúmgóð forstofa og fjögur herbergi með uppábúnum rúmum fyrir 7-8 manns. Hvert herbergi er með sér útgang á verönd þar sem heitur pottur er. Tvö baðherbergi eru í húsinu og er sturta og þvottaaðstaða í því stærra. Rúmföt og handklæði eru með ísaumuðu merki Íslandsbæjarins sem og baðsloppar. Stofa og borðstofa eru samtengd og opið er inn í eldhúsið. Þetta rúmgóða samverusvæði er glæsilega innréttað og inniheldur öll helstu þægindi til að gera dvölina sem ánægjulegasta. Í eldhúsinu má finna sérvalinn borðbúnað fyrir 12 manns, ísskáp með klaka- og vatnsvél, vínkæli, örbylgjuofn, eldavél og ofni. Kaffi, te og súkkulaði er í boði hússins. Á veröndinni má finna, auk heita pottsins, fullbúið gasgrill og útigeymslu fyrir til dæmis skíði. Málverkin á veggjunum eru eftir listakonu úr heimabyggð, Sunnu Björk. ATH að húsið leigist út sem ein heild.
Sólgarður Apartments
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Breiðamýri
Á Breiðumýri hefur verið rekið gistihús frá 2016, Breidamyri Farm Apartments. Þar er boðið upp á gistingu í 5 íbúðum. Á neðri hæð eru þrjár fullbúnar íbúðir með eldunaraðstöðu og sér baðherbergi. Á efri hæðinni eru tvær stærri íbúðir með eldhúsi og sér baðherbergi. Á Breiðumýri er kjörin aðstaða fyrir fjölskyldur sem vilja gista í heimilislegu og notalegu umhverfi en jafnframt hafa möguleika á að njóta sömu þæginda og heima við. Stutt er á Laugar, en þar er veitingahús og verslun, Dalakofinn. Einnig hin besta sundlaug og 6 hola golfvöllur.  Margar af hinum fallegustu náttúruperlum Íslands eru í næsta nágrenni, Mývatn með allri sinni fegurð, þar eru ótakmarkaðir möguleikar á alls konar útivist og Jarðböðin. Jökulsárgljúfur, Dettifoss og Ásbyrgi, Goðafoss og Aldeyjarfoss eru í nágrenni eins má fara til Húsavíkur þaðan er hægt að fara í hvalaskoðun eða á hin ýmsu söfn- og slaka svo á í hinum vinsælu Sjóböðum. Gestum á Breiðumýri er einnig velkomið að ganga um bújörðina, jafnvel fylgjast með bóndanum að störfum við heyslátt, kúnum úti í haga, hænunum að vappa um eða klappa Kela ketti sem elskar að taka á móti gestum. 
Safnasafnið - Alþýðulist Íslands
Safnasafnið safnar verkum listamanna sem af ýmsum ástæðum hafa verið á jaðrinum eða utanveltu við meginstrauma en eru í raun beintengdir sköpunarverkinu; sannir, óspilltir og frjálsir. Safneignin telur um 140.000 skissur og fullgerð listaverk, gerð af rúmlega 300 lærðum og sjálflærðum listamönnum, frá miðri nítjándu öld til dagsins í dag. Settar eru upp 10 til 12 nýjar sýningar á vorin, en að auki eru 2 fastar sýningar sem breytast lítillega frá ári til árs. Í safninu er 67m2 íbúð í risi sem er leigð í minnst 2 nætur í röð, annars eins lengi og hentar fólki.  Safnasafnið stendur við þjóðveginn ofan við Svalbarðseyri, austan megin við Eyjafjörð, aðeins um 10 mínútna akstur frá Akureyri.  Opið kl. 10oo til -17oo, frá fyrsta laugardegi í maí til annars sunnudags í september. Opið eftir samkomulagi fyrir hópa út október.   safngeymsla@simnet.is Sími 461-4066
Silva
Hlýlegir og bjartir bústaðir í hjarta Eyjafjarðarsveitar, í 14 km fjarlægð frá miðbæ Akureyrar. Sundlaug Eyjafjarðarsveitar og Jólagarðurinn eru í 2 km fjarlægð. Hvert sem litið er blasir við stórkostleg náttúrufegurð Eyjafjarðarsveitar. Tveir bústaðir eru 30 fermetrar, með einu svefnherbergi með 2 hágæða uppábúnum rúmum og fataskáp, baðherbergi með sturtu, stofu með flatskjá og svefnsófa og einu rúmi sem hægt er að afmarka með skilrúmi. Einnig er eldhúskrókur í stofunni með helluborði, ísskáp, örbylgjuofni, ristavél, kaffivél og hraðsuðukatli. Gólfhiti er í öllum herbergjum í húsunum. Í kringum húsin er stór verönd með glugga til norðurs, borði og stólum.   Þriðji bústaðurinn er 40 fermetrar, með tveimur svefnherbergjum, einu með hjónarúmi og einu með kojum. Í báðum herbergjum eru granddýnur frá Ragnari Björnssyni eins og í hinum húsunum. Baðherbergið er með sturtu, stofan með flatskjá og svefnsófa og rúmgóðum eldhúskrók með eldavél (með bakaraofni), ísskáp, örbylgjuofni, ristavél, kaffivél og hraðsuðukatli. Húsið er með veggofnum. Í kringum húsin er stór verönd með glugga til norðurs, borði og stólum. Sameiginlegur heitur pottur með frábæru útsýni í 50 metra fjarlægð frá húsunum. Greiðfært er til Akureyrar alla daga ársins. Hægt er að óska eftir barnarúmum. Ókeypis bílastæði við húsin. Morgunverður í boði. Frítt WiFi. Móttaka frá kl 15:00 – 23:00. Húsin þarf að losa kl 11:00 á brottfarardegi. Veitingaþjónusta fyrir gistigesti.
Hestasport sumarhús
Með glæsilegu útsýni yfir víðáttumikla sléttu og fjöll Skagafjarðar, eru sjö heillandi timburhús þar sem er kjörinn staður til að njóta frísins, allan ársins hring. Upplifðu Norðurland og njóttu þeirra endalausu ævintýramöguleika sem Skagafjörður hefur upp á að bjóða. Sumarhúsin eru mismunandi að stærð, frá stúdíóíbúðum (2-4 manns) til rúmgóðra húsa. Þau eru staðsett saman upp á hæð, í göngufæri frá Varmahlíð. Í miðju sumarbústaðarsvæðisins er heitur pottur þar sem hægt er að njóta útsýnisins, miðnætursólarinnar og norðurljósa.  Í Varmahlíð er góður þjónustukjarni: upplýsingamiðstöð, matvöruverslun, veitingastaður, bensínstöð, sundlaug og fleira.
Skjálfandi apartments
Skjálfandi apartments er lítið fjölskyldurekið íbúðahótel á Húsavík. Það er staðsett miðsvæðis í bænum og í göngufæri frá höfninni. Í boði er fullbúin studió-íbúð, tveggja svefnherbergja íbúðir og deluxe tveggja manna herbergi.  
Lava apartments ehf.
Lava Apartments & Rooms er staðsett í miðbæ Akureyrar. Í boði eru fimm studíó íbúðir, átta tveggja manna herbergi og eitt einstaklings herbergi. Hver íbúð fyrir sig er fullbúin með húsgögnum og helstu nauðsynjum. Allar einingar eru með sér baðherbergi og frítt internet í boði. Helsta einkenni Lava Apartments & Rooms er að staðsetningin gæti ekki verið betri. Aðeins nokkur skref í helstu veitingastaði, verslanir og fleira
Sunnuhlid houses ehf.
Frábær staðsetning í faðmi náttúrunnar en þó örstutt frá Akureyri, höfuðstað Norðurlands. Góð gisting í tveimur íbúðum og þremur litlum húsum.
Gistihúsið Hreiðrið
Á Raufarhöfn við heimskautsbaug er þetta hlýlega gistihús. Uppbúin rúm í eins til þriggja manna herbergjum. Sameiginlegar snyrtingar með sturtum. Á báðum hæðum er góð eldhúsaðstaða og setustofa með sjónvarpi. Einnig bjóðum við upp á þriggja manna fjölskylduíbúð. Góð rúm í öllum herbergjum. Þráðlaust frítt net er í húsinu. Húsið rúmar 30 manns. Góð aðstaða fyrir hópa. Hreiðrið er opið allan ársins hring, yfir vetrartímann þarf að bóka með fyrirvara. Raufarhöfn, þorpið við heimskautsbaug er nyrsta kauptún Íslands, aðeins örstutt frá baugnum. Hvergi er vornóttin bjartari eða betra að njóta miðnætursólar en á Melrakkasléttu. Sama á við um norðurljósin haust og vetur. Á Raufarhöfn má finna sundlaug og sauna, veitingastað á Hótel Norðurljósum og Kaupfélagið sem er gallerí, kaffihús og veitingastaður. Einnig Félagann Bar, matvörubúðina Gunnubúð, heilsugæslu og lyfjaverslun, banka og pósthús, bifreiða-, dekkja- og vélaverkstæði ásamt fleiru.  Gönguferð um Höfðann við höfnina afhjúpar mörg falin leyndarmál. Einnig er hringur um ásinn ofan við þorpið góð gönguleið. Hægt er að fara í sögugöngu með leiðsögn um Raufarhöfn ef bókað er með fyrirvara. Ofan við þorpið er að rísa stærsta útilistaverk á Íslandi, Heimskautsgerðið. Þar er sjóndeildarhringurinn hreinn, ekkert hindrar sólarljós eða tunglsljós. Öll sólris og sólsetur sjást að því gefnu að ekki sé skýjað. Sama á við um gang tungls. Skammt norðan við Raufarhöfn, nyrst á Melrakkasléttu er Hraunhafnartangi, nyrsti hluti Íslands. Þar er Þorgeirsdys sem talin er vera haugur fornhetjunnar Þorgeirs Hávarssonar, en frá vígi hans í frækilegum bardaga segir í Fóstbræðrasögu. Gaman er að ganga út í vitann í Hraunhöfn. Ströndin er vogskorin og lífríkar fjörurnar iðandi af fjölskrúðugu fuglalífi. Víða á Melrakkasléttu er hægt að fá veiðileyfi í vötnum. Í nágrenninu: Rauðanes í Þistilfirði er falleg og sérstæð náttúruperla. Um nesið er merkt gönguleið sem er um 7 km, liggur í hring og er auðfarin. Forystufjársetur, sýning um forystufé á Svalbarði í Þistilfirði. Í kjallara setursins er notalegt kaffihús, Sillukaffi sem býður þjóðlegar veitingar.
Tungulending
Tungulending er einstakt hús á Norðurlandi, staðsett í ótrúlegu umhverfi við strendur Skjálfandaflóa. Húsið er aðgengilegt með bíl og er 12 km norður af Húsavík. Tungulending er endurnýjuð og býður upp á allt sem þú þarft til að líða vel. Húsið er með fjölbreytt herbergi, baðherbergi, rúmgóða stofu og fullbúið eldhús. Dáist að útsýni yfir flóann og slakið á í vinalegu og náttúrulegu andrúmslofti við hliðina á Norður-Atlantshafi. Njóttu einkalífsins og upplifðu friðsæla og skemmtilega tíma á Tungulending! Upplýsingar um Tungulending - Húsið getur hýst allt að 15 gesti í 7 herbergjum - Eins manns, tveggja og þriggja manna svefnherbergi - Öll herbergin eru með uppbúnum rúmum, hör og handklæði - Baðherbergi með sturtu og salerni - Sameignin býður upp á nóg af þægilegu rými - Fullbúið eldhúsaðstaða til eldunaraðstöðu - Kæli- og frystihús - Þvottavélar og þurrkarar - Útiverönd til að dást að stórkostlegu útsýni yfir hafið - Ókeypis WiFi   Upplýsingar um nágrennið - Sérstök staðsetning - Falinn staður í afskekktum hluta strandlengju Norðurlands - Óvenjulegt útsýni yfir hafið í átt að snjóþöktum fjöllum - Miðnætur sól - Norðurljós - Foss nálægt - Hlustaðu á öldurnar, hljóð hafsins - Fylgstu með ríkulegu fuglalífi
Vökuland guesthouse & wellness
Vökuland Guesthouse er staðsett í hjarta Eyjafjarðarsveitar, aðeins 12 km frá Akureyri, umvafið fegurð norðlenskra fjalla. Staðurinn er opinn allan ársins hring og er staðsetningin góð fyrir þá sem vilja nýta sér skíðasvæðið í Hlíðarfjalli eða aðra afþreyingu á Akureyri og nágrenni. Við bjóðum gistingu í hlýlegri og vel útbúinni íbúð með tveimur 4 manna herbergjum og einu baðherbergi, með sturtu.  Íbúðin er með góðu eldhúsi, rúmgóðu holi og lítilli setustofu.  Heitur pottur og grill er til afnota fyrir gesti.  Úr heita pottinum er fallegt útsýni um allan fjörðinn og til Akureyrar.  Á veturnar má oft sjá norðurljósin dansa á stjörnubjörtum himninum og dásamlegt er að fylgjast með þeim úr heita pottinum. Finna má margs konar afþreyingu í Eyjafjarðarsveit, s.s. veitingahús, söfn, sundlaug, golfvöll, kaffihús, kirkjur og handverksgallerí. Fallegar gönguleiðir eru í nánasta umhverfi og hestaleigur. Upplifðu tónbað / tónheilun / yoga í fallega mongólska Eagles North kyrrðarhofinu hjá Vökuland wellness. Haldnir eru einstakir viðburðir og námskeið með yoga, djúpslökun (yoga Nidra), tónbaði og tónheilun fyrir hópa og einstaklinga allan ársins hring.  Kristalskál, tíbeskar og inverskar tónskálar, gong og fleiri fagurlega hönnuð hljóðfæri hjálpa til við að komast í djúpslökun í andlega bætandi ferðalagi.  Hver stund er í 1–1,5 klst. Og 10 – 12 manns komast í einu í hofið.  Hægt er að panta gistingu á staðnum í hlýlegri og vel útbúinni íbúð.  Til að bóka tíma fyrirfram er haft samband við Sólveigu í info@eaglesnorth.is
Ytra Lón Farm Lodge
Ytra Lón er við veg nr.869, 14 km norðaustur af Þórshöfn. Flugferðir eru til og frá Akureyri alla daga nema um helgar. Ertu að leita að ró og næði? Við getum mælt með þetta notalega gistiheimili. Þar sem það er staðsett á miðju Langanesi er það góður kostur til að byrja skoðunarferð um þennan norð-austur hluta Íslands. Það er afskekkt, en virkilega þess virði. Friður fyrir sálina, með fjöllin, hafið, fuglana... Boðið er upp á gistingu í 9 stúdíó íbúðum hver um 30m2, með baðherbergi og eldhúsblokk. Tveggja- og þriggja manna, einnig tilvalið fyrir fjölskyldur með 2 börn.  Við bjóðum upp á:  Morgunmatur og kvöldmatur með ferskum afurðum úr sveitinni, s.s. lambakjöt af eigin framleiðslu og ferskur silungur úr lóninu. Leiðsögn um búið Heitur pottur Silungsveiði í lóninu Skoðunarferðir um Langanesið

Aðrir (30)

Gistihús Tangahús Borðeyri Borðeyri 500 Staður 849-9852
Brekkulækur Brekkulækur 531 Hvammstangi 451-2938
Sindrastaðir Lækjamót 2 531 Hvammstangi 895-1146
Kaupvangsstæti 19 Íbúðagisting Kaupvangsstræti 19 600 Akureyri 695-5542
Hrímland Apartments Strandgata 29 600 Akureyri 866-2696
Ráðhústorg 1 Akureyri Ráðhústorg 1 600 Akureyri 895-1116
Ice Apartments Hafnarstræti 106 600 Akureyri 460-7450
6 Hrafnar Hrafnagilsstræti 6 600 Akureyri 770-2020
Gistiheimilið Súlur Þórunnarstræti 93 600 Akureyri 863-1400
Akureyri Gilið Kaupvangsstræti 19 600 Akureyri 663-5790
Acco Luxury íbúðir Brekkugata 3 600 Akureyri 547-2226
Perla Norðursins Íbúðir Munkaþverárstræti 33 600 Akureyri 865-9429
Hoepfners húsið Hafnarstræti 20 600 Akureyri 460-0060
Strandgata 9 , íbúð 201 Strandgata 9 600 Akureyri 460-0060
Íbúðagisting Hamratúni Akureyri Hamratún 6 & 4 600 Akureyri 8926515
Acco Luxury Apartments Ráðhðústorg 5 / Skipagata 2 600 Akureyri 547-2226
Perla Norðursins Íbúðir Möðruvallastræti 5 600 Akureyri 865-9429
Acco Gistiheimili Skipagata 2&4 600 Akureyri 547-2226
Helgi magri orlofsíbúð Helgamagrastræti 30 600 Akureyri 821-3278
Hótel North Leifsstaðir 2 600 Akureyri 835-1000
Vaðlaborgir 17 Vaðlaborgir 17 601 Akureyri 869-6190
Viking Cottages & Apartments Kotabyggð 15-16 601 Akureyri 8935050
Apt. Hótel Hjalteyri Hjalteyri 604 Akureyri 8977070
Geldingsá, íbúðagisting Geldingsá, Svalbarðsströnd 606 Akureyri 860-1207
VisitHrisey.is Norðurvegur 17 630 Hrísey 898-9408
Natura Hólavegur 1 650 Laugar 8884740
Fermata North Hólavegur 3 650 Laugar 899-4530
Ferðaþjónusta bænda Skútustöðum Mývatnssveit 660 Mývatn 464-4212
Gistiheimilið Eldá / Helluhraun / Birkihraun Helluhraun 15 660 Mývatn 899-6203
Gistihúsið Sæluvík Bjarg, Sæluvík 685 Bakkafjörður 778-6464