Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Útsýnisflug og þyrluflug

Fyrir þá sem hafa áhuga á flugi, útsýni eða hvoru tveggja er útsýnisflug með þyrlu eða flugvél stórskemmtilegur valkostur. Fyrir skíðamenn sem eru lengra komnir þá eru bestu svæði heims til þyrluskíðunnar á Norðurlandi.

Viking Heliskiing
Viking Heliskiing sérhæfir sig þyrluskíðaferðum og hefur aðsetur á Tröllaskaga, nánar tiltekið á Þverá í Ólafsfirði. Tröllaskaginn er paradís fyrir fjallaskíðamennsku með þúsundir brekka sem bíða þess að vera skíðaðar og hafa jafnvel aldrei verið skíðaðar áður. Viking Heliskiing var stofnað af þeim Jóhanni Hauki Hafstein og Björgvini Björgvinssyni. Jóhann og Björgvin eru báðir fyrrum landsliðsmenn í alpagreinum og ólympíufarar fyrir Íslands hönd. Eftir að keppnisferlinum lauk þá hafa þeir félagar snúið sér að fjalla- og þyrluskíðamennsku við góðan orðstír. Viking Heliskiing hefur sett saman gríðarlega öflugan hóp af starfsfólki á öllum sviðum til að tryggja að dvöl gesta verði sem best. Leiðsögumennirnir eru sérhæfðir í erfiðum aðstæðum og þeir munu ávalt velja bestu brekkurnar fyrir hvern og einn, en fyrst og fremst tryggja öryggi gesta okkar. Ef þig langar að skíða niður langar og þægilegar brekkur, þá gerum við það. Ef þig langar að skíða brattar brekkur, þá gerum við það. Ef þig langar að skíða mjög brattar og krefjandi brekkur, þá gerum við það. Leiðsögumenn okkar munu þó passa uppá að okkar gestir ætli sér ekki um of í brekkunum því öryggi okkar gesta er ávallt í forgang.
Arctic Heli Skiing
Arctic Heli Skiing leggur áherslu á fyrsta flokks þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga og á Grænlandiog bjóða þér upp á að taka þátt í stórkostlegu ævintýri á fjöllum. Arctic Heli Skiing varstofnað árið 2008 af Jökli Bergmann, sem hefur yfir 20 ára reynslu af fjallaskíðamennsku áTröllaskaga og víðsvegar um heiminn. Arctic Heli Skiing heyrir undir Bergmenn, sem sérhæfa sig í leiðsögn og kennslu á öllum sviðum fjallamennsku (www.bergmenn.com).  Skíðasvæðið sem opnast með aðstoð þyrlunnar er gríðarlega umfangsmikið eða tæpir 4000ferkílómetrar beggja vegna Eyjafjarðar þar sem allar tegundir skíðabrekkna er að finna, alltfrá bröttustu giljum til víðáttumikilla hvilftarjökla, sem þýðir að allt skíðafólk finnur eitthvaðvið sitt hæfi. Það að skíða af hæstu tindum Tröllaskagans alveg niður í svartar sandfjörur ímiðnætursól er einstök upplifun sem enginn má missa af að prófa þó ekki sé nema einusinni á lífsleiðinni. Þyrluskíðun hefst í lok febrúar og við skíðum alla vormánuðina, allt þar til í seinni hluta júnímeð frábæru vorskíðafæri. Þar sem Tröllaskaginn er strandfjallgarður eru snjóalög þykk ogað sama skapi stöðug hvað varðar snjóflóðahættu þegar líða tekur á vorið. Þannig getum viðskíðað brattari brekkur en gengur og gerist í þyrluskíðamennsku annars staðar í heiminum.Veðurfar á Tröllaskaga í apríl og maí er tiltölulega stöðugt á íslenskan mælikvarða meðlöngum stillum og sólríkum dögum. Þó það geti gert slæm veður þá vara þau yfirleitt ekkilengi á þessum tíma, og með löngum dögum vorsins er hægt að skíða nánast 24 tíma ásólarhring. Skoðaðu heimasíðuna okkar til að sjá frábærar myndir, myndbönd og greinar og til aðfræðast meira um okkur og ferðirnar sem við bjóðum upp á. Hvort sem það er í þyrluskíðun,fjallaskíðun, fjallgöngum eða klifri þá eru öryggi og fagmennska kjörorð okkar og við leggjumokkur fram til þess að upplifun þín verði stórkostleg.Hlökkum til að sjá þig á fjöllum.www.arcticheliskiing.comwww.bergmenn.comwww.ravenhilllodge.comwww.karlsa.com
Volcano Heli ehf.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Circle Air
Circle Air starfrækir útsýnis- og leiguflug á flugvélum og þyrlum. Flugvélakostur er nýlegur og mjög þægilegur til ferðalaga innanlands sem utan. Útsýnisflugvélar félagsins rúma allt að 7 farþega í einu þar sem hver og einn hefur sitt gluggasæti. Af hverju ekki að lyfta upp allri fjölskyldunni, starfsmannahópnum eða vinnustaðnum? Ferðalag um Ísland úr lofti er ógleymanleg reynsla og gefur nýja sýn á landið. Leitið tilboða. Verðið gæti komið á óvart. Fyrir stærri hópa, starfsmanna – og hvataferðir eða utanlandsferðir vinsamlegast leitið upplýsinga á skrifstofu, í e-mail eða á Facebook-síðu félagsins og við svörum um hæl.
Ferðaskrifstofan Nonni
Ferðaskrifstofan Nonni Travel ehf.,stofnað 1988, er staðsett við Ráðhústorgið í harta Akureyrar. Aðaláhersla er á skipulagningu ferða og móttöku erlenda gesta á Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Nonni Travel býður upp á gott úrval ferða og ýmsa afþreyingu. Nonni Travel er sérhæfð í ráðgjöf og skipulagningu sérsniðinna ferða fyrir einstaklinga og hópa. Nonni Travel hefur mikla reynslu í ráðstefnuhaldi og skipulagningu stærri funda.

Aðrir (3)

Volcano Air ehf. 101 Reykjavík 863-0590
Arctic Advanced Rjúpnasalir 10 201 Kópavogur 777-9966
Mýflug hf. Reykjahlíð Airport 660 Mývatn 464-4400