Demantshringurinn er stórkostlegur 250km langur hringvegur á Norðurlandi eystra en þar er að finna magnaðar náttúruperlur og fjölbreytta afþreyingu.
Fjölbreyttir valmöguleikar til baðferða
Hvergi á Íslandi er jafn fjölbreytt úrval af böðum og á Norðurlandi. Ferðamenn geta baðað sig upp úr heitum sjó – og auðvitað köldum líka, heitu hveravatni beint úr borholum og síðast en ekki síst, heitum bjór!
Topp tíu: Fjölskyldan á ferðalagi
Norðurland er fyrir alla fjölskylduna. Það getur verið krefjandi að ferðast um með börn á mismunandi aldri en á Norðurlandi ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og prófað nýja afþreyingu.
Komdu norður á gönguskíði!
Gönguskíði hafa notið sífellt vaxandi vinsælda síðustu ár og í dag má segja að þetta sé ein vinsælasta vetraríþrótt Íslendinga. Þau henta öllum og á Norðurlandi má finna gönguskíðaspor og brautir fyrir öll getustig
Vetrarævintýri á Norðurlandi
Á veturna breytist landið úr grænum og gróðursælum svæðum yfir í snæviþakin svæði og frosna fossa. Að upplifa Norðurland í vetrarbúningnum er mikið ævintýri fyrir alla fjölskylduna
Sigling útí eyjur
Hægt er að fara í fjölbreyttar siglingar útí 4 mismunandi eyjur Norðurlands. Fjölskrúðugt fuglalíf hvert sem litið er og hægt að freist þess að sjá hvali að leik í sínu náttúrulega umhverfi.
Fjöruferðir á Norðurlandi
Svartar strendur eru einkennandi fyrir Ísland þar sem oft á tíðum er hægt að finna rekavið, skeljar og annað áhugavert sjávarfang. Þessar strendur eru margar hverjar vel aðgengilegar og fátt er meira hressandi en göngutúr meðfram strandlengjunni og anda að sér fresku sjávarloftinu.